Sæbjörg - 01.02.1892, Síða 7

Sæbjörg - 01.02.1892, Síða 7
2ð undir brdkina, fer sjór þd undir en ekki yfir skijp, og vinnst tímatöfin brátt upp aptur, þar gangur eykst. P. G.: Mikið ríður á að kunna vel að stýra, en til þess eru margir mislagnir, þó öruggir sjeu. Sumir halda skipinu föstu, næst- um ganglausu með stýrinu; halda því föstu og láta það lítið sem ekkert svifa til í hendi, og meina að það þjeni betur til stjórnar, hvað þó ekki er. Af eigin reynzlu ætla jeg bezt, að stýrið leiki dálítið til í hendi, eptir því sem maður sjer haga, því þá fær skipið liðugri og þó snarpari gang. Það er sjálf- sagt, að í ofsa veðrum verður að hafa stöð- ugri stjórn, þó ætti ekki að righalda stýrinu svo, að það eigi leiki nokkuð við; þetta er hægra með sveifar- en taumastjórn, eins og líka að sveifarstjórnin er stýrimanni áreynzlu- minni. Ekki segi jeg að þetta henti í brim- sjó, þá hleypa á að landi, en árúmsjó erþað betra. Komi stórviðri upp á og langt er til lands, sem opt ber við, en vindstaða er svo, að segli verði við komið, þá vil jeg láta það vera við framíþóptu, ef seglbúnaður er svo að 2 eru spritsegl og fokka. Sje mjög þvert, svo formaður verður að beita, til að ná lend- ingu sinni, en svo er hvassviðri, að skipið þolir varla annað seglið, þá álít jeg óráðlegt að nauðbeita svo, að gang skerði; betraerað halda liðugra, þó með þvíværi farið nokkuð afleiðis, bæði þess vegna, að seinna gengur að landi, þegarþvert ersiglt (og þangað vilja þó flestir sem fyrst komast ef kleyft er) hins og annars, að þegar skipinu er haldið jafnt upp í vindi í ofsa veðri, verður þá þegar lag til gefst, að láta það fá nokkurn gang með liðugra haldi, og sje það þá ganglítið undir, er mikið hætt við, að veðrið kasti skipi af kjöl, því er meining mín, að af þversiglingu geti hlotizt verra, en að halda liðugt með temprun á seglum. Því taka það og allir til bragðs að hleypa undan, þegar ekki verður við ráðið og er þá betra að halda liðugt fyrr, til að ná sem fyrst að landi, ef verður. Það er sjálfsagt, að í ofsaveðri er að búast við stórsjó og ágjöf, sem von er; mega þá skip- stjórnarmanni umfram allt ekki fallasthend- ur. Sje þá skipið tómt, á hann að láta liafa ÖÓ árar úti á kulborða, tií að slá þeim i kvikur, sem að koma; ver það stórum ágjöf; líka stöðva árarnar skipið, svo það verður ekki eins laust í sjónum. Ekki þarf róðurinn að verða erfiður, en taka verður hásetum vara fyrir, að láta eigi sjó lilaupa d drar. Komi stórsjór að, sem tvísýnt er að maður hreppi, hefur mjer orðið lukkudrjúgara að halda lið- ugt undan en að beita upp i. Það er áríð- andi, að hafa ekki klóna fasta, heldur láta aðgætinn og duglegan mann halda í hana, til að hafa laust, svo að þegar undan er lileypt, og fluggangur kemur á skipið, verði klóin gefin slakari. Mörgum þykir óþarfi að róa, þegar góður er birinn, en það er það í raun- inni ekki, því sje skipið þungað, gengur það liðugra, minna reynir á seglið og fleiri sjóum er afvent. Komi andviðri upp á, og langt er undan landi, er það ógjörningur mesti, að keppast við að berja svo lengi, að iólk sje orðið uppgefið, eðamjög þjakað af þreytu og afrifum, og svo annaðhvort hleypa, eða leggj- ast við stjóra; hefur þetta mörgum að líf- tjóni orðið. Því ætti hver formaður að vera skjótur til úrræða og hleypa sem fyrstþang- að, sem tiltækilegast er og hægast virðist að ná landi, sjerdeilis á haust- eða vetrarvertíð, þá dagur er stuttur en nóttin löng. En það ríður á, að einhver sje sá innanborðs, sem áreiðanlegur er og kunni þar að lendingum, sem hleypa á að landi; að því verður þó betra til úrræða meðan bjart er, en í nátt- myrkri .... Margir fara á bátum, máske í lengstu fiskileitar, án þess að hafa minnstu aðgæzlu á lopti eða sjó; þó þetta takist mörg- um, hafa líka margir beðið þar af líftjón, og það hinir mannvænlegustu, það kallla jeg ekki formennsku, heldur dáraskap. Komi storm- ur upp á og sigla þurfi, á formaður að stýra af bita, en hásetinn ætti að vera undir ári á kulborða; gjörir það bátinn stöðugri og ver hann ágjöf. Hvorugur bátsmanna má láta hugfallast, þótt tvísýnt sje, því þá má kalla lífsvon þeirra beggja þrotna; margt verður þeim til lífsbjargar, sem einhuga eru og ó- hræddir, þá um lífið er að tefla, sem þeim huglausa verður allt að óráði. SÆBJÖRÖ.

x

Sæbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.