Sæbjörg - 01.05.1892, Qupperneq 4

Sæbjörg - 01.05.1892, Qupperneq 4
71 SÆBJÖRG. 72 lifa», hann græðir hjartasárin og þerrar öll tár af augum þeirra, sem á hann trúa. . . . Mjer fellur þungt þessi óhagganlega sannfæring mín: hefðu þeir ekki siglt, þá hefði allt gengið vel — mjer flnnst, að sunn- anformenn sjeu »óprúttnir« að sigla . . . .« * * * Þeir eru margir, sem eiga um sárt að binda á Suðurlandi, vegna siglinganna, og margur formaðurinn óprúttinn, sem við er að búast, þar sem hver siglir eptir »sinni reglu« ogþaðþótt »pröfu-vertíð« væri, þ. e. vertíðin eða vertíðarnar, sem ungi formað- urinn þarf að æfa sig á að sigla, nfl. læra að sigla; og það er voðalegt að hugsa til þess, þegar menn þannig æfa sig, að þeir æfa sig á fleirí lífum, en sínu. Sunnlenzka formennskan er svo einkennileg, að það er vonandi, að einhver góður drengur hreyfi við henni í Sæbjörg innan skamms, því það er sameiginlegt mál sjómanna. Sunnlenzkir sjómenn eru almennt duglegir sjómenn, og meðal þeirra margir góðir formenn, og var Tobías Finnbogason talinn meðal betri eða með beztu formönnum í Garði. En það sem byggt er á sandi, eins og sunnlenzka for- mennskan, því er svo hætt, það er á svo völtum fæti, Sigling t. a. m. er opt góð til hraða, opt nauðsynleg til lífs. Sunnlenzkt seglalag eða sigling á ekki við á Austfjörð- um. Þar er spritsigling með fastri kló — »opin gröf« — eins og alstaðar þar sem »svipótt« er; þar á við »skautaseglið«. Skektu- sigling Vestfirðinga á við Austfirðina. Ræð jeg Austfirðingum að lesa »Bréf frá Noregi« eptir hr. E. B. Gruðmundsson á Hraunum, sjá Andvara V. ár 1879, sjerstakl. bls. 51. Jeg er ekki sjómadur. Flestir þeir menn, sem jeg hefi átt tal við um málefni sjómanna, hafa látið í ljósi hlýj- an hug og vilja, að eitthvað væri gjört fyr- ir sjómenn vora, eins og tíðkast annarstað- ar; en jeg hef líka hitt einstaka menn, sem sjálfsagt telja sig úr æðra flokki, þ. e. fyrir ofan sjómenn, og svo enn aðra næsta fyrir ofan þá, svo sem eins og af 1. og 2. röð fvrir ofan 0 (mjer er ekki ljóst, hve marg- ar eða margs konar stjettirnar eru, en sjálf- sagt eru þær fleiri en voru hjá Egiptum á G. T.-tímum) og sem helzt vildu vera lausir við, að sinna málum sjómanna, og hreínt frá því, að kaupa blöð sem sjómennsku snerta, og er hjer lítið sýnishorn: S.: Komið þjer sælir, Jón minn! Mjer kom sizt til hugar að hitta yður hjer, en mjer er ánægja að sjá yður; þjer eruð orð- inn svo uppdubbaður, að það er auðsjeð að hagur yður er betri, en seinast þegar við hittumst. J. heilsar með handabandi og þakklæti fyrir fyrri fundi og segir: »Jeg held það fari nú að lagast; jeg varð »sveinn« í vor«. S.: Er það mögulegt — og reruð á Latvík í fyrra og í vetur, frjetti jeg? J'.: Það er nú svo samt, þó það kostaði mig 100 kr., auk vertíðarróðranna. S.: Það er svo. Jeg þykist skilja yður, Jón minn. J.: Svo vinn jeg »meistaranum« í sumar og fæ 1 kr. á dag og fæði. S.: Hvað tekur hann aptur fyrir yður í vinnu sinni? J.: Sjálfsagt 2 og 50, eða 3 krónur, þvi jeg er »sveinn«. S.: Hvernig er fæðið? J: Það er nú svona og svona; soðning og snaps, snaps og soðning, salt og ferskt, nýtt og salt, og hausar á morgnana — tvei. S.: Bætir ekki snapsinn allt? J: Það er aðalhressingin. »Meistarinn« segir lika, að snaps og soðning sje það bill- egasta. Hafi maður ekki snapsinn, svo nái maður ekki hálfum vinnukrapti úr strákun- um, og soðningin, það sje töðueldið, á með- an sjómenn sjeu svo vitlausir, að selja hana eins billega og þeir gera, flónin. S.: Segir hann svo? Rær hann aldrei sjálfur, eða hefir hann aldrei róið? J: Sei, sei, flestar vetrarvertíðir, því þá er hann opt atvinnulaus. En með leyfi hvað eruð þjer að ferðast núna? S.: Jeg ætlaði að tala við sjómenn hjer, um bjargráð og samþykktar-hrófið.

x

Sæbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.