Sæbjörg - 01.05.1892, Page 8

Sæbjörg - 01.05.1892, Page 8
1é SÆSJÖRG. 80 unnið að þangbrennslunni. Efni þau, sem fást úr þangöskunni eru: ýmsar tegundir af »söltum« og svo meðöl, og er jod (jodinum) hið dýrasta og það svo dýrt, að því einu efni má eigna það, að þangaskan nær nokkr- um markaði. »Kelp« er verðlágt, verður þessvegna, að gæta allrar varúðar, að vinnuaðferðin sje sem kostnaðarminnst. A og í nánd við alla útkjálka Islands, sem og víðast framan til í fjörðum, er mikill þarareki, þegar fram á keinur, svo mikill, að einatt liggur í stórum hrönnum með sjó fram, og er þá kostnaðar- minnst að vinna öskuna á rekastöðunum. Þá verður þess að gæta, að »sandur« sje ekki í því sem brennt er, og ekki heldur grjót, skeljar eða kufungar, sem einatt er fast á þönglum, ætti því helzt að brenna þang og þara þar, sem hellu-, hraun- eða malarlendingar eru; sandur, hvort að er svartur eða hvítur gjörir »svikna vöru«, en þar ríður á því eins og í öðru, að verkið sje vandað; valið og vandað, að efniogallri meðferð, þangtegundirnar eru misjafnar að gæðum; og má segja, að meðal sjávarjurta sje eins mikill munur á gæðum, eins og á »töðu« og »elting«, þótt á annan hátt sje; »jodið« er töðu ígildið; eptir því fara gæði sjávarjurtanna, livað þangöskuna snertir, og skal það síðar betur útskýrt. (Framh.) Skip og útbúnaöur. Eptir íiskfr. ívar Helgason.' Aðalbjargræðisvegur flestra þeirra manna, er hjer eru við sunnanverðan Faxaflóa, eru fiskiveiðar á opnum bátum, og verður að lík- indum framvegis, því þótt þilskipum fjölgi, útrýma þau ekki hinum opnu bátum. Þilskipin hafa líka allt til þessa verið mest notuð á sumrin, en á veturna, þegar menn hafa óblíðu náttúrunnar við að stríða, verða menn að nota hina opnu báta. Þess vegna hlýtur það að vera lífsspursmál, að hafa góða báta, og góðan og hentugan seglaút- búnað. Menn munu segja, að við höfum góða báta ok góðan útbúnað, en jeg held samt, að hvorutveggja mætti bæta. Hvað bátalaginu við víkur, eru okkar sunnlenzku bátar of þunnir framan og aptan, þegar upp eptir byrðingnum dregur; þar vantar þá útslátt eða viðtök, og af þeirri ástæðu hættir þeim við að vilja skera sig niður, þegar seglin þvinga þá áfram, í stað þess að lypta sjer upp á öldurnar. í Noregi, t. d. á Sunnmæri og víðar, þar sem langt er sókt, eru bátarn- ir öðru vísi lagaðir: skarpir í botninn, en strax sem dregur nokkuð upp á kinnunga, slær þeim'mikið út; stefnin eru nokkuð bein, lítið bogin og bátarnir töluvert hærri til endanna en um miðjuna, nefnil. ekki eins beinir á borði, sem bátar eru hjer vanalega. Þessir bátar verja sig vel í sjógangi, sigla mjög vel, og eptir því sem ferðin eykzt undir seglum, hefja þeir sig betur upp á öldurnar, og hljóta allirsjómenn að kannast við, að það er mikill kostur við hvert skip að það verji sig vel í sjógangi. Þetta báta- lag get jeg lítið dæmt um af eigin reynslu, en jeg þykist samt fullviss um, að það væri hjer heppilegra heldur en okkar sunnlenzka bátalag, einkum þar sem nú er orðið al- mennt að slaga, en ekki róa, þegar mótvind- ur er. Hvað seglútbúnaði okkar viðvíkur, er spritasigling að mínu áliti óhentug, eins og þau eru hjer vanalega brúkuð, helzt vegna þess, hvað óhægt er að minka þau í stormi (rifa), enda er það fárra siður, held- ar er vaninn, að þegar skipið hættir að bera öll segl, að taka fyrst frá apturseglið, og verður þá allur seglkrapturinn fremst á skipinu, sem hlýtur að þrykkja því mjög niður, og úr því er valla hægt að slaga, í stað þess ef hægt væri að minnka öll segl- in jaf'nt, þolir skipið miklu betur, og hægra að ná sjer upp, með því að slaga. (Framh.) KIRKJUBLAÐIÐ, ritstjóri Þórh. Bjarnarson. SkMEININGIN, ritstj. síra Jón Bjarnason. (.Sjá »Sœbj.«, 4. bl., Apríl, þ. d.J. RITSTJÓRI: 0. V. GÍSLASON. Prentuð í ísafoldarprentsmiðju. Reykjavík 1892.

x

Sæbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.