Sæbjörg - 01.08.1892, Síða 3

Sæbjörg - 01.08.1892, Síða 3
117 SÆBJÖRG. 118 að þingmenn vorir kynni sjer betur allt það er að sjávarútveg lýtur, því til þessa hefur honum lítið verið sinnt, og' er hjer mikil bót í máli, að þingmenn Gullbringu- og Kjósar- sýslu og Reykjavíkur kaupstaðar, ásamt nokkrum fleirum, hafa að fornu og nýju átt mikinn þátt að sjómannamálum, og teljum vjer eflaust, að prófastur síra Þórarinn Böð- varsson verði fús til að koma því máli í rjett horf. Vjer skorum nú á Bjargráðanefndir að herða upp hugann, fjölga nefndum og fá beztu sjómenn til að vekja almennan áhuga á málefninu. Tíminn heimtar áreynzlu og erfiði, og því fyr sem sjómenn risa upp úr dvala og deyfð, sem yfirþyrmir land vort, því fyr er framfaravon. Þjer, sem af föðurlandsást, þjóðrækni og mannkærleik viljið framfarir sjávarútvegs og sjómanna, leggið nú fram hönd eða orð, og hjálpíð. Lítið eigi lengur aðgjörðalausir á eymd og svívirðing lands yðar. Takið höndum saman, og vinnið að því að auðmegn hafsins verði landi til liðs; að gullnámar hafsins í kringum Island verði unnir, og að arðurinn efli velmegan verkmannanna, svo þeir með gleði gangi að verki sínu. Vjer leggjum nú fram »frumvarpið« þótt ófullkomið sje, í því trausti að góðir menn styðji og biðjum Guð að blessa viðleitni vora, svo að góðu verði. Frumvarp til laga fyrir luð fyrirhugaða íslenzJca sjómannafjélag. 1. gr. Tilgangur fjelagsins er, að efla og tryggja líf og atvinnu sjómanna á Islandi á allan hátt, og sjerstaklega með því að fá stjórn þess skipaða með lögum. 2. gr. Fjelagsmaður er hver sá, karl eða kona, sem hefur kosningarrjett, samkvæmt lögum þessum, og skal hann gjalda 50 aura árstil- lag til sjómannasjóðsins, sem greitt skal fyrir lok maímánaðar ár hvert. 3. gr. Stjórn fjelagsmála hafa á hendi: bjarg- ráðanefndir í hverjum sjópláss-hreppi, bjarg- ráðadeild i hverri sýslu og sjómannaráð fyrir allt sjómannafjelag landsins. 4. gr. Bjargráðanefndir og bjargráðadeildir skulu kosnar til 6 (sex) almanaksára. Af þeim, sem kosnir eru í fyrsta skipti eptir að lög þessi ná staðfestingu, skulu að 3 árum liðnum ganga úr nefndinni 8/3, 3/s, 4/7, 5/d eptir þvi, er nefndirnar kurma að vera fjölskipaðar, og ræður hlutkesti hverjir þeir verða; þeir, sem eptir verða halda áfram næstu 8 ár, ásamt hinum nýkosnu 2/3, 3/5, 4/7 eða 5/a, 0g skal kosning úr því bundin við 6 ár. I. Bjargráðanefndir. 5. gr. í bjargráðanefnd skulu vera 3, 5, 7 eða 9 menn eptir stærð og fólkstölu, og ákveður sú bjargráðanefnd, sem nú er, hve margii bjargráðanefndarmenn skuli vera í hverjum sjóplásshreppi. Breyta má tölu þeirra með samþykki bjargráðadeildar. 6. gr. Kosningarrjett til bjargráðanefnda á sjer hver karl eða kona sem í fjelaginu er, og sem á kosningardegi á lögheimili í sjópláss- hreppnum, en kjörgengi á sjerhver útvegs maður 0g formaður í sjópláss-hreppnum. 7. gr. Dag og stund, þá er kosningar skulu fram fara, skal formaður bjargráðanefndarinnar i hverjum sjópláss-hreppi, hvort að er ein eða fleiri, auglýsa, með 8 daga fyrirvara, er berist með lögboðnum hraða. 8. gr. Þegar kosningar hafa fram farið skal sá. er næsta ár var formaður bjargráðanefnd- arinnar kveðja nefndarmennina til fundar, og skulu þeir þá kjósa sjer formann, ritara og fjehirði, sem og bjargráðadeildar-fulltrúa. 9. gr. Formaður bjargráðanefndarinnar kveður nefndarmenn til funda og stýrir þeim, og sjer um að það, sem fram fer, verði bókað. Hann skal varðveita gjörðabækur og ritföng nefndarinnar, er keypt skulu af fje sjóðsins, sem og önnur skjöl. Oðrum störfum skiptir nefndin með sjer eins og henni þykir bezt við eiga.

x

Sæbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.