Sæbjörg - 01.08.1892, Side 6
123
8ÆBJÖRG.
124
um veiðtíma, og stendur á kletti eða bryggj u,
þar sem aðdýpi er bezt; kastar hann fyrst
út nokkrum bitum af agni (smáskorinni beitu),
fvrst sem lengst, tveim eða þrem bitum, svo
skemmra og skemra ; því næst reisir hann
stöngina um öxl sjer og sveiflar línunni út,
dregur svo upp og ofan línuna, þar til upsi
tekur, reisir svo stöngina með jöfnu átaki,
og afgoggar, því upsann ber að neðri enda
stangarinnar.
Ef á bát er róið, er veiðiaðferðin þannig:
A bátnum eru 4 menn; einu rær tveim ár-
um fram í, 2 sitja á bita og einn í stafnloki,
og snúa allir fangi mót framstafni, og dúa
með stönginni fram og aptur; þegar upsinn
er ofansjávar, láta menn stöngina vera nær
því lárjetta, ella taka menn henni dýpra.
Beztur tími er frá sólarlagi til myrkurs.
Þar sem soðningarlaust er, ættu menn að
láta svo lítið og nota upsaveiðina, þegar hún
gefst.
Endurminning
tilfellis, sem skeði þann 27. febr. 1758 á
suður-nesjum við manna- og skipa-tjón og
hrakning, eptir
síra ÞORGEIR MARKÚSSON.
(Framhald).
22. Eg, sem af komst, fjekk ókjör slík
á sexæring frá Fuglavík,
og aðrir sjö þar meður mjer,
megum berlega vita hjer,
að hinir sama liættubann
hafi og reynt um tíma þann.
23. Þess vegna mjer í þanka býr,
Þar til mig líka skyldan knýr:
Guðs mildiverkin voldug hjer
að vekja fyrir sjálfum mjer,
svo aðrir megi út í frá
andlega þar af nytsemd fá.
24. Eptir þá vorum orðnir vjer,
öll hurfu skipin jafnsnart mjer,
ofsa bráðvindur að oss þaut,
aptur á bak þá ganga hlaut,
veðrið svo. gjörði vaxa greitt,
að við ei gátum ráðið neitt.
25. Farms höfðum hluti fengið tvo,
flski því hlutum ljetta svo,
að ei var meira eptir þar,
en skipinu til stöðvunar,
svo nokkuð hægra yrði að
ágangi sjávar verja það.
26. Hríðin þá orðin hörðust var,
hrekjast vann skip eitt að oss þar;
ógjörla það við þekktum þó,
við þá að tala gafst ei ró;
hröktumst við aptur þá frá því,
þar af gafst okkur sorg á ný.
27. Úrræði engin önnur þá
í ánauð þeirri kunnum tjá,
en halda skipi liorfi í,
þó hefðum allir nóg með því
og sem lengst bera okkur að,
áföllum stærstu verja það.
28. Þá var tilhugsun þessi ein,
er þyngsta jók mjer kvíðamein:
Að hefði bilur sami sá
sífellt til morguns staðið, þá
ljóst hefðum hrakist langt í haf,
þó lifa nótt við kynnum af.
29. Hefur mjer fólkið síðar sagt —
sjest þar af drottins hjálparmakt —
að veður hafi varla þá
verið hjer gangfært landi á;
eldrauður sjórinn sýnast vann,
svo mjög umhverfur gjörðist hann.
30. Úrkula vonar ef að þeir
um líf sitt gjörðust framar meir,
er voru komnir undir land,
ei því þeir sáu til þess grand;
hvað mundu ekki hinir þá,
er hrakning slíkan gjörðu fá?
31. Fortekið hafa margir menn,
er muna þessi tíðindin;
að þann andviðris ógnasvip
afbera mundi nokkurt skip;
þó frost ei væri feikna stirt,
fjúkið samt gerðist ofur myrkt.
32. Ætla við gjörðum þá og þá,
þegar stórviðrið mest gekk á,
að efalaust í einum svip
okkar forganga mundi skip;
biluð öll mannleg birtust ráð,