Stefnir - 21.05.1901, Blaðsíða 2

Stefnir - 21.05.1901, Blaðsíða 2
46 hendi leyst og baft þar allan hagnaðinn af. Hinar norsku versroiðjur eru fiestar mjög orðberandi fyrirtæki, og eru pær pó in'i síðustu árin orðnar of margar til að hafa nægilega atvinnu. Margar af peim eru drifnar með gufukrapti, en hjer hjá oss er vatnsaflið rjett við hendina, og parf mjög litlu til að kosta að ná pvi fullkomlega á sitt vald, og er þri enginn samjöfnuður á, hvað það er ódýrara en gufuaflið. Sumir munu nú kannske ætla aðhinar norsku verksniiðjur sjeu búnar að leiða að sjer viðskiptastrauminn hjeðan, og að ekki sje til neins fyrir oss að keppa við slikt ofurefli. Vjer sjáum pó eigi að þetta sje svo hættulegt, pvi geti innlend verksmiðja unnið fyrir sama verð, og jafngóða vöru, sem engin ástæða er til að efa, pá getum vjer eigi fengid af oss, að ætla landa vora Pau lítilmenni, að peir gangi fram hjá inn- lendri stoínun til þess, að hjálpa upp á Norðmenn með peninga. En jafnframt pví sem hinar norsku verksmiðjur eru erfiðir keppinautar, hafa pær pó óbeinlínis rutt braut fyrir innlenda verksmiðju, með pví að vekja pöríina fyrír þunnig lagaðri vinnu, ogbenda oss ápáað- f'erð, sem heppilegust er, til að byrja með þannig löguð fyrirtæki, sem setja verður á fót með litlum efnum. A síðasta pingi kom fram mikill og eindreginu áhugi á pessu máli. þingið veitti fje til að rannsaka pað, og ákvað par að auki, að verja raætti úr landssjóði allmiklu fje, til að koma á stofn klæðaverk- smiðju, ef pað pætti álitlegt. Meining pings- ins var auðvitað ekki sú, að landstjórnin sjálf setti upp verksmiðju fyrir landssjóðs- reikning. heldur hitt að styrkja pann eða pá sem gangast vildu fyrir pví. þetta álítum vjer líka rjett skoðað, pví hafí hvorki ein- stakir menn eða almenningur pann áhuga á pessu máli, að peir vilji gangast fyrir pví. pá er mjög hæpið að pað lánist, að setja upp verksroiðju eingöngu fyrir landssjóðsreikn- ing. þetta hefir vakað fyrir forgöngumönn- um peirrar hreifingar, sem hjer er að mynd- ast, og pað er einnig samhuga skoðun peirra manna, sem mættu á áðurneí'ndum fundi hinn 4. maí. "Til pess að koma upp litilli klæðaverk- smíðju með öllum tilheyrandi áhöldum, parf um 80,000 krónur, og pess utan nokkurt fje til að byrja með atvinnureksturinn, svo ekki erleggjandi út í fyrirtækið með minna enn 100 000 krónur. Vjer búumst við að margir muni álita ókleyft að safna slíkri upphæd, en pað er ekki rjett skoðað. það er engiu ástæðatil að efa, að pingið rouni sýna áhuga á pessu máli ekki síður en í fyrra, og par pessfrem- ur, ef pví gæfist hjer kostur á að sjá nokkurn ávöxt af starfi sínu. það má pvi öefað bú- ast við rííiegum fjárframlögum paðan, á hvern hátt sem það verður. En pó svo væri, að safna pyrfti í hlutabrjefum 100,000 kr., pá væri pað auðvelt, ef allir vildu leggjast á eitt, og vinna samhuga að pessu mikils- varðandi málefni. það er hægt að sufna pví án pess, nð nokkur maðar finni hið minnsta til þeirra fjárútláta. I sambandi við þetta er akki ófróðlegt að benda á, að Islendingar geta árlega keypt sjer vínföng f'yrir ca. 1 miljón króna, auk ails annars óparfa. Ef peir vildu nú að eins eitt ár kaupa Vio roimia af vínföngum og"a leggja pá upphæð, er pannig sparaðist, í klæðaverk- smiðju, pá er upphæðin fengin. Nei! hjer er ekki að ræða um fjárupphæð, sem ókleyft sje að leggja út, heldur hitt að allir vildu samhuga styrkja petta fyrirtæki með ráði og dáð. Ef allir megandi kauproenn og aðrir efnamenn keyptu hlutabrjef fyrir 500—1000 krónur, embættismenn, verslunarmenn og efnaðri bændur fyrir 100—500 krónur, ein- hleypir vinnuroenn og lausamenn fyrirðO— 100 krónur, og vinnukonur leggðu tvær sam- an i eitt hlutabrjef, ef pær ekki treystu sjer til að leggja út 50 krónur, pá væri ekki lengi að safnast nægileg fjárupphæð, Jeg nefni hjer vinnufólk og lausafólk vegna pess, að margt af pví ætti að hafa mikið betri ráð heldur en bændurnir pessi árin. það væri rjettara fyrir pað að verjafáein- um kiónum i svona fyrirtæki, en að eyða mestu kaupi sínu fyrir ýmiskonar óparfa, sem pó, pví miður, er allt of algengt. I Noregi er pað mjög algengt, að vinnuíólk á blutabrjef í ýmiskonar verksmið]um vegna þess, að á pann hátt fær pað meiri arð af peningum sínum en að leggja pá í sparisjóði. þær tölur, sem nefndar er hjer að of- an, eru ekki teknar alveg út í loptið, held- ur eru pær brggðar á pví, sem pegar er búið að bjóða fram bjer á staðnum og víð- ar. Einn kaupmaður hefir t. d. lofað 2000 kr., annar 1000 kr. og einn roikils metinn bóndi hjer nálægt hefir boðið 1000 kr. auk ýmsra annara loforða, t. d. hefir einn versl- unarstjóri á Seyðisfirði boðið 500 kr. Jafnframt pví, sem vjer óskum, að sem ílestir, er pví fá viðkomið, vegna fjarlægðar mæti á hinum fyrirhugaða stofnfundi 8. júní, þá skorum vjer hjer með á alla góðamenn og sanna föðurlandsvini ad styrkja fyrirtæki petta með orði og verki. 13/5 Aðalsteinn Halldórsson. Aldamótahugleiöing. Einkennileg „Bjarkamál" eru pað, sem nú um aldamótin kveða við eyru vor íslend- inga. Aldrei fyrri höfum vjer heyrt slíkan „skáldskap" um ættjörðu vora og tungu, um föðurlandsást og pjóðrækni. — A „fyrri öldurn" glæddi petta pann eld í sáluin skáld- anna sem vermdi hjörtu vor, og lýsti oss „gegnum aldirnar". Nu eru petta „úrelt ping", sera Bjarki skáld leggur á nytsemdar og verslunar vog- arskálar sínar, metur til verðs, og segir að pað sje „ekki túskildings virði". — Oss er sagt, að laud vort sje ekki hæí'ur bústaður fyrir „pjóð", hjer geti í hæsta lagi lifað enskumælandi „menn". — Fyrir fegurð landsins eigum vjer að loka augunum, og aldrei á hana minnast. Hún er ekki „túskildÍDgs virði", en elur í oss pann heimsku gorgeir að halda aðvjerget- um verið pjóð. Hið sama gerir tunga og pjóðerni. pað blindar oss, leggur á oss andlega fjötra, gerir oss að andlegum „hor- kongum". þannig hljóða „BjarkamiáHn", sem oss eru sungin við árdagsbjarma 20. aldarinnar af peim, er telja sig vora andlegu útverði; pannig „meta" peir land vort, tungu og pjóðerni. — Og petta mun að eins vera byrjun til yfirgripsmeiri matsgerðar og verslunar. Bráðnm hlýtur röðin að koma að hinum öðrum eðlishvötum, svo sem móðurástinni, ættrækninni, vináttunni, ástinni o. sv. frv. I sarorærai við hina nýju stefnu hlýtur allt petta að verða vegið á sðmu vogina, metið til verðs eða nytsemdar og gjaldstofnsein- inga. Og loks verður allt mannlifið ofur einfalt reikningsdæmi í krónum eða nyt- semdar einingum, sem einn eða tveir menn geta „reiknað út" fyrir hina alla. — þá hafa „mennírnir^ hjer á landi — sem auð- vitað mega ekki vera íslendingar — nóg að ver«la með, nógan sjaldeyri til pess, að kosta umbætur til hagaaðar og „velliðunar" að roinnsta kosti fyrir 5 pro raille, af hin- nm enskutalandi »mönnum". En liinir geta, pá lika fengið nóg að vinna annað en að glá >a á fegurð laudsins og bulía um hana eða brjóta heilann um hugsjónir og andlega hluti. þetta er „brautin", sem peir benda oss á og syngja um sín „Bjarkaraál", aldamóta spámenn vorir. En nú er pjóðernis og ættjarðarást blátt áfram eðlislogmál, alveg eins og ætterni og rækt við foreldri og afkvæmi, með öðruro orðum; pað er náttiirunauðsyn, jafn sterk og sú, að hver maður er sjerstök persóna með sjerstökum eiginlegleikura, og tilfinn- ingum, og sínura sjerstöku ætternis og fara- ilíu samböndum, sem enginn annar maður hefir njo getur haft, og einstaklingurinn getur ekki losað sig við pótt hann vilji. Auðvitað eru suraar skepnur svo óeðlilegar (abnormar) eða svo vanartaðar, eða svo illa með farnar, að hinar náttúrlegu eðlishvatir og meginöfi lifsins kyrkjast eða ranghverf- ast í peim, svo að jafnvel móðirin drepur barn sitt og sonurinn föður sinn. En fáir munu viðurkenna að þetta sjo eðlilegt, rjett eða heppilegt, hvorki fyrir einstaklinginn, nje mennina yfir höfuð. Orsakanna til pessa leita menn í óeðlilegu ástandi, eða brjálsemi og vitfirring. En hlýtur pá ekki eins að vera ástatt með pá þjóð, sera sjálf vill skera sundur þau blóðbönd, er tengja hana við land og sögu ? Er það ekki sama óeðlið og brjál- semin, sem kemur afkværainu til að myrða foreldri sitt? Og raun það ekki vera i'rara- komið aí illri og öfugri meðferð, illum á- hrii'iun vondra og siðlausra manna? Sje afkvæmið í eðlilegu ástandi, þá leggur pað engu minni rækt við foreldri sitt, pótt augljóst sje, að það niuni deyja á sínuratíma,

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.