Öldin - 01.09.1893, Page 1

Öldin - 01.09.1893, Page 1
• • Oldirx Entered «it the Winnipeff Post Oflice as second class matter. Nr. G. Winnipeg’, Man. 1893. EFNI : St. G. Stephanson : Tvö kvœði (Desember. — Hríð). — Bitstjóraspjall. —Topelius : Sögur berlæknisins. TVÖ KVÆDI. Eítir St. Ct. Stephanson. I. DESKMBER. Kom, bróðir, licill að húsi mínu! Þór lieilsa’ eg rótt, Með sölskin lægst í lífi þínu Og lengsta nótt, Sem heldur kveður liörkumóður Um hríð en sól; Sem börnin fagna’ og finst svo góður Og færir jól. .Já, kom þú sæll með svelli’ og lijarni, Eg syng þitt hrós, Með kvöldin löng við eld á arni Og óð og ijós. II. IIRÍÐ. Þyljast ekra’ í /tvitum kjól, Kyljan ekur snjánum, Byljir skekja hríslu’ á hól, Hyljir þekjast gljánum. Ritstjóra-spjall. Þegar Öldin var byrjuð, vakti fyrir íuór, að hún gæti orðið vísir að íslenzku mánaðarriti, en á því sé óg meiri þörf en nokkru öðru sem stendr í íslenzkum bók- mentum. Ég segi með vilja “vísir,” því að til meira er ekki að hugsa að sinni eftir atvik- um — sizt þann tíma, sem liðinn er, þar sem fyrirtæki felags vors hafa haft svo miklum hnekki að mæta á liðnu ári, og ég hefi orðið í ýmsu að snúast, auk ritstjórn- arstarfa, til að geta lifað; og eru þó rit- stjórnarstörfin svo vaxio, að þau taka mig lengri vinnutíma dag hvern, heldr en einu- sinni betrunarhússfangar þurfa að þi’ælka. Alt um það getr mér ckki annað virzt er óg lít yfir efnisskrá fyrsta missiris af “Öldinni,” en að hún hafi leyst sitt ætlun- arverk af hendi eftir vonum. Ég hefi og orðið þess var, að hún muni líka vera vin- sælli mcðal lesendauna, heldr en hvort um sig af vikublöðum vorum. Þó eru til þeir meðal útgefcnda Heimskriuglu, sem vildu helzt láta hætta við “Öldina,” en stækka heldr blaðið, og þá auðvitað liafa ritstjóra- skifti um leið, því að ég kenni mig ekki mann til að koma út blaði tvisvar í viku, sem nokkur mynd sé á. Eg hefi heldr enga heyrt þá rödd.enn frá kaupendum blaðsins, að þeir viíji missa “Öldina,” en margar í gagnstæða átt. Það væri án efa útgefendunum kærkomið, að fá að heyra óskir sem flostra kaupenda um, hvors þeir óska heldr. En þær óskir liafa auðvitað því að eins þýðingu, að þær komi fram skriflegar. Mér þætti mjög vænt um að sem flestir kaupendr létu til sín heyra um þetta, þvi að ekki ætla ég að sitja í vegi fyrir breytingunni, ef hún er almenn ósk kaupendanna. Jón Ólapsson.

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.