Öldin - 01.09.1893, Qupperneq 5
ÖLÐIN.
85
úr steinum og svo likar inum lifandi, að
þær þektust varla; er frá þeim tímum mál-
tækið komið, að þaðsé ‘hörð hnotað brjóta.’
Annars voru lietjur þrjátíu ára ðfriðarins
inir mestu drykkjumcnn ; skyldi þá hver
riddari tæma stórt ker af Rínarvíni í einu
erindi, ogþótti minna en meðalmanns verk.
T3n í þetta sinn var þó samdrykkjan hóf-
legri en oftlega endrarnær; þektu menn
ina ströngu regiufestu konungsins og sáu
því sjaldnar til botnsins á bikurunum cn
þeir ella hefðu gert. Þó sátu menn langt
á nótt fram og nokkrir ofurstanna buðu
liver öðrum að bragða dýrindi eitt, nýkom-
ið frá Hollandi, svart á lit og snúið í þvengi;
það var í smáöskjum, sem gengu í miilum
manna og bitu menn í; grettu þá sumir sig
og hræktu frá sér jafnharðan bitanum, en
aðrir höfðu þetta uppi í sér og félst vel á.
Þessi krás var — eins og lesarinn er sjálf-
sagt búinn að geta til — tóbak.
Meðan bikararnir voru á lofti í krýn-
ingarsalnum, hafði drotningin gengið til
hvílu og með henni herbergisfrúr hennar,
en konungr var þá enn nokkra stund áferli
og talaði við Oxenstjerna. Hvað þessir
tveir miklu andans menn töluðu um, hers-
höfðinginn og spekingrinn, má fremr
ímynda sér en frá segja. Má vera að það
hati verið um féleysi Svíþjóðar, um keisar
ans ríki og guðs, um sigr ijóssins, um kór-
ónu ins rómverska ríkis og um tilkomandi
þýzkt prótestanta-keisaradæmi. Það veit
enginn með vissu, því eftir dauða konungs
fóru ráðagerðir lians í gröfina með Oxen-
stjema.
Það var nú liðið langt fram á nótt og
vildi Oxcnstjerna burtu ganga, cn þá kom
inn fvrirliði sá er vörð hélt, cn það var
Bertel, og kvað konu eina með blæju fyrir
andliti bciðast þess ákaflega að liún næði
konungs fundi. Þetta þótti bæði konungi
kvnlegt og vildarmanni hans, er svo l'ram-
orðið var orðið, cn þar hann grunaði að
þar væri mikið launungarmál á seiði, sltip-
aði konungr Bcrtel að leiða skyldi konuna
inn til sín og bað Oxenstjerna að bíða þar
inni.
Bertel fór og kom þegar aftr með
dökkklædda konu með andlitsskýlu; hún
var hávaxin og grönn. Var sem henni
yrði bilt er hún sá að konungr var ekki
einsamall. Hún þagði og mælti ekki orð.
“Frú!” sagði konungr byrstr, því hon-
um var ekki um nætrkomur kvenna, er óll-
að gátu málæði við hirðina, og máske vak-
ið ástagrunsemi drotningar. “Frú, koma
yðar á þessum tima hlýtr að eiga töluvert
tilefni, og vil ég fyrst fá að vita, hver þér
eruð.”
Ivonan þagði enn.
Konungr þóttist skilja orsökina til
þagnar hennar og mælti um leið og hann
benti á Oxenstjerna : “Þetta er rikiskansl-
arinn Oxenstjerna, vinr minn; ég held
engum málum leyndum fyrir honum.”
In dökkklædda kona varpaði sér niðr
fyrir fætr konungi og dró frá andliti sínu
blæjuna. Konungi varð bilt við er hann
sá, að þar var komin jungfrú Rcgína af
Emmeriz, með eld í augum af innri loga,
en fannhvít í sinni fríðu, hreinu ásjónu.
“Standið upp, jungfrú,” sagði Gústaf
blíðlega, rétti henni höndina og reisti hana
á fætr. “Hvað kemr yðr á minn fund á
þessum tima ? Scgið mér, ég bið yðr,
hvað yðr liggr þungt á hjarta; gjörið það,
þér heyrið að ég bið yðr þess sjálfr.”
Jungfrú Regina varpaði öndinni, og
hóf mál sitt með rómi, sem varla var lieyr-
anlcgr, en sem hennar brennandi ákafi
gerði iijótt fullan og snjallan :
“Yðar liátign, ég kem til yðar fyrir
þá sök, að ég hefi hatað yðr, fyrir þá sök,
að ég hefi langa lengi á hverjum einasta
degi beðið þess ina lieilögu Maríu, að hún
skyldi tortíma yðr og ölluin yðar her. Yð.
ar hátign, ég cr veik kona, on réttrúuð,
kaþólsk manneskja; þér hafið ofsótt vora
kyrkju, látið ræna vor klaustr, burtílæma
vora helgu feðr og niðrbræða licilög líkn-
cski; þér hafið felt vorar licrsveitir og unn-
ið oss óbætanicgan skaða. Fyrir þá sök