Öldin - 01.02.1894, Blaðsíða 6

Öldin - 01.02.1894, Blaðsíða 6
22 ÖLDIN. kveikt i öllu saman, og fyllist þá sá end- inn, sem stöpullinn er í, af báli. Dálítið gat er haft á skilveggnum ofanverðum,svo loginn gengur þar inn um í hinn endann og svo niður í gegnum grindaloftið og svo þar út í reykháfinn í gegn um holu á vegn um niðri við gólfið. Ofninn er hafðr í iqallara undir líkliúsgólfinu. Nokkrum stundum áður en hrenna skal lík, ér ofn- ofninn hitaður á þann hátt sem sagt var, svo að tígulsteinsstöpullinn sé glóandi og hliðveggirnir í hinum endanum f'yrir ofan grindaloftið roðni af hita. Líkfylgdin safn- ast nú í líkhúsinu og kistan er sett þar á gólfið í öðrum endanum og svo um búið, að hún er sett.á hlera, sem sígið getur niður með hana. Þegar svo presturinn er búinn að flytja líkræðu sína og búið er að syngja þá sálma, sem venja er til, hafi það ekki verið gert í kyrkjunni áður, þá er kístan látin síga niður á lot't fyrir framan ofninn ; það loft er og í miðjum veggjum, og er hagað svo til, að liurð cr. á ofninum við endann á kistunni þegar hún sígur niður, og er kistunni þokað inn um hana og inn á grindaloftið, því næst er ofndyrunum lokað og þar gagnþornar líkið inni á nokkrum mínútum ; síðan er lokað f'yrir kveikjuloftið svo það kemst eigi inn í ofn- inn, en loftið streymir inn í stöpulendann, eins og áður er sagt, verður þar sjóðandi heitt af steinunum og inn í hinn endann á ofninum og ofan á grindaloftið, þar sem líkið er. Kviknar þá í líkinu af sjálfu sér, þegar súrefni loftsins snertir það, og brennul' það á rúmum klukkutíma, svo að eigi verður eftir nema öskuduf't, sem fellur niður um grindurnar og í hólfið fyrir neðan, og eru það þá leyfar líkam- ans hreinar og óblandaðar, því að þar hefir ekkert að komið nema hið hreina loft, sem streymdi inn í ofninn. Ösku- duftið er tekið af hreinu gólfinu og látið í ker, og það svo geymt eða jarðað eftir óskum hlutaðeiganda. Nú getur lesarinn ejálfur dæmt um, livort þessi aðferð sé eigi hreinni og fegurri og samboðnari sið- uðum mönnum, heldr en sú, sem nú tíð kast. Þarna leysist líkaminn upp í frum- efni sín á örstuttum tíma, og það er þó dálítill' munr á að vita, hvað viðtekr, þegar hlemmurinn 1 líkhúsgólfinu lokast á eftir kistunni og byrgir hana sjónum vina og ættingja eða heyra beinin, höf- uðskeljabrotin, steinana og moldina glamra á henni niðr í gröfinni og sjá svo moldar haugnum dýngt ofan á alt saman. Væri þessi sjón eigi orðin að vana frá barns- aldri myndi sjálfan Hundtyrkjann hrylla við henni. Tlestir eru reyndar á eitt sáttir um það, að þessi aðferð sé bæði fegurri og liollari; en liún er komin frá heiðingjum, segja þeir, og því ókristileg; en því er þar til að svara, að fyrst er eigi einn bókstafur í lærdómum kristinnar trúar, sem andi á móti lienni og þar næst er jarðsetningin arftaka frá Gyðingum, sem kristin trú hefir leitt inn af því að sjálf trúin er líka frá Gyðingum komin frá upphafi og því fylgt með, hvort sem hún var kristileg eða eigi, því trúar spursmál var hún eigi. Sumir menn hafa og spurt, hversu upprisa framliðinna mætti verða, þegar svo væri um hnútana búið hérna megin. Hvernig upprisan verður yfir liöfuð, skul- um vér láta alveg ósagt, en víst er það, að eigi gera hvalfiskar og sjókvikindi upprisuna auðveldari fyrir þeim líkum, sem þau fá tennur á. — Líkbrenslan gerir ekkert annað, en leysir sundr líkið í frumefni skjótt, viðbjóðslaust og án þess að valda skaða og óhollustu fyrir eftir- lifendur. Líkbrennslan er ein af hugmyndum hins nýja tíma og mun ryðja sér allstaðar liraut cftir því sem f'ramlíða stundir, og verð að henni só gaumr gefinn einnig af oss Islondingum.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.