Öldin - 01.04.1895, Síða 2
ÖLDIN
50
Norðurgöngu vandar vel
Yorfugl, öngu dvalinn,
Sumar-föng að flytja’ í sel:
Fjör og söng í dalinn.
Dagur, ramma’ í norðri ná,
Nótt, sér skammvint lætur,
f víði-hvammi Yori hjá
Vakir fram á nætnr.
Bárum undir Eygló skær
Ekki blundar lengi;
Kyssir sundin heiðblá, iilær
Hýrt við lund og engi.
Vors ei leynast letruð orð
Ljóst á grein og móa :
Sæla reynast sönn á storð
Sú mun ein — að gróa.
Buddhatrúin í Japan.
Eftir
Nobuta Kishimoto, A. M.,
í Open Court.
[E. Ó. þýddi.]
III. IIin helgu rit.
Trúfræðisbækur Buddhatrúarmanna í
Japan eru nákvæmlega hinar sömu og I
Kína. Eg segi nákvæmlega hinar sömu,
af því að þfessar bækur voru ekki einungis
smátt og smátt fluttar frá Kína til Japan af
Kínverskum kennurum og Japönskum
pílagrímum, heldur voru þær og lesnar og
brúkaðar á frummálinu (Kinversku) og
voru aldrei lagðar út. Hið sama er einnig
að segja um rit Confuciusar. Flestir ment-
aðir menn í Japan, hvort heldur þeir hall-
ast að kenningum Buddha eða Confuciusar,
geta lesið Kínversku jafnvel eins auðveld-
lega eins og sitt eigið mál, svo það var
engin þörf fyrir þá að fá þessar bælcur út-
lagðar, og á hinn bóginn vildu þeir ekki
slcemma hinn fágaða stýl þessara bóka með
því ao' útleggja þær á annað tungumál.
Astæðan fyrir því, að Japanskir fræðimenn
læra Kínversku, er ekki sú, að málin séu
lík, eins og margir halda. Þessi mál eru
þvert á móti svo ólík að byggingu, að það
er engin fjarstæða að segja, að það sé ekki
meiri skildleiki milli Kínversku og Jap-
önsku, heldur en milli japönsku og ensku.
Orsökin hlýtur að liggjaíþví, að Jap-
anbúar sóttu alla sína mentun upþrunalega
til meginlands Asíu, annaðhvort beina leið
til Kína eða þá til Kóreu. Heimspeki, rit-
list og visindi eiga öll rót sína að rekja
þangað. Það varð þannig bæði nauðsyn
og tíska að leggja sig eftir Kínversku, sem
þessi bókmentalegu hrykaverk voru rituð
á. Alþýðan, sem ekki gat lesið kínversku,
(Virðist hafa verið ánægð með munnlega
þýðing af kenningum Buddha og Confuci-
usar, þar eð þessi rifc voru aldrei útlögð á
Japanska tungu.
Hvaða skyldleiki er nú með hinum
helgu Buddhisku ritum í Kína cða Japan
og Buddhiskum rifcum á Ceylon ? í fyrsfca
lagi vitum vér, að í öllurn þessum löndum
cr öllum hinum Buddhisku fitum skitt í
þrjár deildir, sem á Indlandi eru kallaðar
“Tripetaka,” og í Kína “San-tsoug.” Bæði
orðin þýða hið sama, nefnilega : hinir þrír
dýrgripir eða körfur.* Og enn fremur
vitum vér, að þessar þrjár deildir saínsins
eru 1. Venay pitaka, eða lögmáls-deildin,
2. Sulla-pitaka, eða ræður Buddha, og 3.
Abhidarma-pitaka, eða sálarfræðin.
Þegar vér í öðru lagi skoðum innihald
þessara pitaka eða karfa, eru þær í svo
mörgum greinum líkar að vér tiöfum fulla
ástæðu til að segja eins og próf. Beal :
“Kínverskir Buddhatrúarmenn fengu þess-
ar kenningar sínar (um siðalögmál og goða-
*) Orðið “pitdka’ þýðir eiginlega karfa,
og er það hér brúkað af því rit þessi voru
fyrst skrifuð .á pálmaviðarblöð og geymd í
körfum.