Öldin - 01.04.1895, Qupperneq 6

Öldin - 01.04.1895, Qupperneq 6
54 ÖLDIN. kemur enda fyrir, að glæpamenn eru náð- aðir með því skilyrði, að þeir gerist munk- ar og gangi í klaustur. Enn fremur er ein ástæðan sú, að þó munkum og prestum sé fyrirskipað að neyta ekki áfengis, éta fisk, ket eða safa- mikla ávexti, er alltítt að þeirbrjótaá móti því. Þeim er einnig skipað, að leggja taum á fýsnir sinar og iðka siðgæði, 'en margir þeirra cru uppvísir að glæpum og gerðum, sem alþýðumenn mundu fyrir- verða sig fyrir. Jafnvel þó siðferði þeirra væri ckki verra en almennings, þá væri þó miklu meira til þess takandi, af þeirri ein- földu ástæðu, að þeir erumunkar, ogefþað er í raun og veru verra, liversu miklu á- fellisverðari eru þeir þá ekki. En þrátt fyrir þetta verðum við að viðurkenna, að Bnddhakenningarnar um siðferði og ölm- usugjafir, eru í cðli sínu háleitar. Hinn mentaði partur þjóðarinnar reynir að lifa samkvæmt þeim, til þess að vaxa að vizku ogri'ramför, en hinir ómentuðu hugsa þar á móti raest um að sleppa hjá lílcamlegum kvölum hinná mörgu og margvíslegu hel- víta, sem trú þeirra hefir kent þeim um. í Japan eiga ölmusugjafir aðallega rót sína að rekja til Buddhatrúarinnar. Musteri og klaustur eru ekki einungis griðastaðir fyrir menn, heldur einnig fyrir dýr, enda hafa prestar oft bjargað lífi manna, sem annars hefðu einliverra orsaka vegna týnt því. Það er algengt, að gefa munkum og betlurum ölmusur og það er enda orðið svo algengt, að nú á tímum er heill sægur betlara í Japan. Það er máske ekki hægt að segja, að smekkvísi Japaníta fyrir blómskrúð og fegurð, liafi aukist með Buddhatrúnni, því hún virðist að vera þeiin mcðfædd. Samt sem áður er enginn efi á því, að liún hefir glætt og fágað smekk þjóðarinnar fyrir liinu fagra yfir höfuð. í stuttu máli : Buddhatrúin hefir um leið og liún hafði pessimistisk áhrif á hugi þjóðarinnar, kom- ið inn hjá henni anda mannúðar og um- burðarlyndis. Framtíð rafmagnsins Fyrir nokkru ritaði raffræðingur einn í Bandaríkjum skorinorða grein gegn hinni almennu sögn, að rafmagnsnotun sé enn í barndómi. Nú nýlega hefir rafmagnsfræð- ingur á Englandi, Sidney F. Walker, ritað grein í Lundúnablaðið : “The Electrical Engineer,” þar sem hann viðurkennir, að sé raf'magn borið saman við önnur öfl, er visindalegar rannsóknir hafa kent manni að nota, þá sé rafmagnið og þekkingin á því enn í bernsku og eigi þess vegna eftir að vinna alt verk fullorðinsáranna. Þegar litið er á hvað rafmagn nú þegar heiir af- rekað og livað það er að gera á yfiistand- andi tíma, virðist það sannarlega vera þrekmikil tilveraá fullorðinsaldri. Enþeg- ar litið er á framtíðina og á það hvað rík hún er eða virðist vera af loforðum í þessu efni, þá er ekki ástæðulaust þó mönnum virðist rafmagnið enn vera í bernslui. Stuttur útdráttur úr ritgerð Mr. Wallc- ers er á þessa leið : “Ilvers megum vér væntaaf rafmagn- inu sjálfu í framtíðinni ? Meðal annars megum vér ætla að það lijálpi mönnum til að hagnýta náttúruöflin sjálf, svo sem vind og vatnsafl — að notkun þeirra komi í stað kolaeyðslunnar í nútíðinni. Endur og sinnum heyrir inaður einhvern æðrast og spyrja, hvað af oss verði þegar kolin sé uppunnin, að við eyðum miljónum tonna á hverju ári, en kolaforðinn sé takmarkaður og þoli ekki þcssa takmarkalitlu eyðslu. Svarið upp á slíkar spurningar allar er þetta, að vorri ætlun, að löngu áður en kolin eyðast svo, að vcrð þeirra hækkar vegna f'ramleiðsluþurðar, umhvcrfi raf magnið ástæðunum svo, að kolin sjálf, sem þýðingarmikill frumkvöðull iðnaðar, mcgi til að berjast upp á lif og dauða fyrir til- veni sinni sem verzlunarvara, á sama hátt og gas vcrður að geranú vegua framsókn-

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.