Öldin - 01.04.1895, Side 8

Öldin - 01.04.1895, Side 8
56 ÖLDIN. á livernig nú er verið að beizla og söðla Niagara-foss, til ]:ess hann geti unnið ó- mælcl þrekvirki fyrir verkanir rafmagns- ins og gerir ráð fyrir, að ekki einn einasti af forfeðrum nútímamánna, sem þektu þann mikla foss, mundi hafa álitið trúlegt, að hann yrði notaður til vinnu. Þvert á máti mundu þeir hafa sagt hvern þann mann brjálaðann, sem upp á slíku hefði stungið. Fróðleiksmolar. Ahbif rafmagnsljóss á taugarnar. A þetta atriði mintist prófcssor Stric- K3R, hinn alkunni sjúkdómafræðingur í Vínarhorg, í fyrirlestrum sínum rétt fyrir skömmu. Er það álit hans, að ekkert ijós sé eins þægilegt eins og raímagnsljósið fyr- ir unga og hrausta menn. Það er, segir hann, hrein og hein hressing fvi'ir þá, að koma inn í rafmagnlýstan danssal eftir að haía fengist við andlega sýslan allan dag- inn. Hinir skæru geislar rafmagnsljóssins hafa örfandi og fjörgandi áhrif á taugakerfi þeirra svo þeir verða með öllu aflúnir, og jaínvel heilinn, sem þreyttur var orðinn eftir erfiði dagsins, og að öðrum kosti hefði þurft svefn til að afiýjast, getur nú unnið með fullu fjöri. Öðru máli er að gegna, segir Stricker, með taugaveiklaða menn eða gamalmenni —■ taugakerfið er meira cða minna veilt í aldurhnignum mönnum. Við það að sitja lengi í rafmagnslýstu her- bergi, fá þeir ónotatilfinningar og líður illa og öldruðum manni að minsta kosti verður með öllu ómögulegt að fást við andlega sýslan í slíku herbergi, þvl rafmagnsljósið æsir svo og örfar taugakerfið, að honum er ckki mögulegt að festa hugann við eitt ein- stakt efni eða atriði. [L. A.] Iívernig varð steinolían til ? Um þetta atriði hefir mikill skoðana- munur átt sér stað og margar getgátur ver- ið að leiddar. Einlcum liafa tvær skoðanir þótt sennilegar. Hin fyrri var sú, að steinolían (petroleum) væri fram komin við megn hitaáhrif á steinkolalög í jörðu niðri; en til þess að svo gæti vcrið, hefðu steiii- kol, eða cokes, átt að finnast í jörðu, þar sem steinolíulindir eru. Þessu cr nú ekki svo háttað, enda misti þessi skoðun brátt á- hangendur sína. Hin skoðunin er sú, að steinolían ætti rót sína að rekja til dýra- leifa fyrri alda, og hefir hún liaft flesta meðmælendur. Það sem sérstaklega styrkti menn í ti'únni á þcssari skoðun var það, að ávalt finnast steingerfar dýraleifar, einkum fiska, í jörðu þar sem sceinolían er, enda hefir nú þýzkum vísindamanni, prófessor Engler, tekist að sanna það með tilraunum, að svo sé rétt getið til, að hún sé af dýra- toga spunnin. Fyrst reyndi hann að fram- leiða steinolíu á þann hátt, að hann stapp- aði lýsismikla fiska niður í loftheld ílát, sem liann svo hitaði rækilcga, og á ílátun- um hafði hann geysimikið farg (10 and- rúmsloft-þrýstingar*) til þess að hin ytri skilyrði væru sem líkust því, er á sér stað í jörðu niðri. Honum tókst þó ekki að framleiða stcinolíu á þcnnan hátt. En dr. Engler gafst ekki upp að heldur. Ilann rannsakaði cnn þá betur eðli og ásigkomu- lag steinolíqjiéraðanna, enda réði hann þá og gátuna. Hann fann sem sé í steingerf- um dýrabeinum fituleifar, sein eingöngu eru kolavatnsefiýs-sambönd—einmitt þetta sama efni verður eftii' þegar lík eru rotn- uð inn að beini, og sem gagnmettar svo oft jarðveginn í kýrkjugörðunum, þar sem þétt er grafið, að lík rotna þar allsekki, og *) Andrúmslofts-þrýsting er sá þungi, sem loftið leggst með á yfirhorð jarðar; er hann talinn 2000 pund á ferhyrndum blotti, sem er 1 fet á hvern veg: 10 andrúmsloft- þrýstingar eru því sama sem 20,000 pund.

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.