Öldin - 01.04.1895, Qupperneq 10

Öldin - 01.04.1895, Qupperneq 10
58 ÖLDIN. Handrita-x>jóf:-taðue úr Yatikan-bókasafninu í Rómaborg er ný- lega upp kominn og varð það til þcss, að því merka safni hefir nú á ný verið lokað. Þjófnaðurinn komst upp þannig, að menta- málastjóra Itala var boðið til kaups hand- rit, sem hann minti að hann hefði áður séð í Vatikan-safninu. Skýrði hann þá bóka- verðinum trá því, sem tafariaust komst að því, að mörg merkishandrit voru á burt. Víst er orðið um 41 eintök, en 39 af þeim eru nú afturfengin, en nefnd heíir verið skipuð til að gegnumganga alt safnið og rannsaka hvert fleira af handritum heflr verið stolið. Teigleður úr línolíu er ein nýjasta uppflndingin, segir blaðið “Tradesman” í Lundúnum. Uppflnnarinn var að gera tilraunir við olíu þessa í því skyni, að fá gerða nýja tegund af g]já- hvoðu, og fékk þá þetta nýja efni. Ilann segir að að eins útheimtist 15% af náttúr- legu teigleðri til að gera eftirlíkinguna svo að hún þekkist á engan hátt frá þessari framleiðslu náttúrunnar. Tilbúningurinn segir hann sé svo einfaldur, að einkaleyfl fáist ekki og því um að gera að halda leyndu hvernig efnið er búið til og hvaða efni önnur en línolía, útheimtast. Vírgirðingar sem telefónþráður. Iljarðbóndi mikill í grend við Black IIiils, í Suður-Dakota, heflr fundið upp á að hag- nýta venjulega vírgirðing umhverfis land- eign sína sem telefón-þráð og hepnast það ágætlega. Sjálfur býr hann í þorpi í mílu fjarlægð, og fékk telefónfélag til að leggja telefónþráð þessa einu mílu og tengja við girðinguna. Síðan getur hann talað við vinnumenn sína á búgarðinum án þess að fara út úr skrifstofu sinni í bænum. — Er ekki ólíklegt, að þetta leiki fleiri. Frétta fleigir sannnefndur. I síðastl. Sept. var send hraðfrétt frá Man- chester á Englandi til Victoria í British Columbia og henni svarað af'tur á 11 mín- útu. Mánuði síðar var skeyti sent frá Nerv York til Lundúna og því svarað aftur á 5 sekúndum. Ný-gull. Franska blaðið “Journal de 1’ Horlogerie” skýrir frá því, að nýlega sé uppfundin málmblöndun, er svo líkist gulli, að blend- ingurinn verði naumast þektur frá því, og er liann gerður af 94% kopar og 6% anti- mony. Þegar þessar málmtegundir eru jafnt sameinaðar orðnar, eru þær blandnar ákveðnum mæli af magnesium og kalk carbonate, til þess að gefa hinum nýja málmi nægan þéttleik. Þennan málm- blending má svo teigja, þenja og beygja eins gull væri og þegar hann heflr verið slíþaður líkist hann mjög gulli. Lit sinn lætur þessi málmblendingur elcki þó hann verði fyrir ammoníu og saltsýru-gufu. En þessi málmur er ekki alveg eins kost- bær eins og guli, því pundið má búa til fyrir 25 cents. Tóbaks-eitur. Því heflr til þessa verið haldið fram, að “nicotin” í tóbaki sé banvænasta efni þess Nú segir blaðið “British Medical Journal,” að tvær aðrar eitui’tegundir í tóbaki séu miklu verri: “pyridin” og “collodin.” Nicotin framleiðist í vindlum og sígarett- um, en hinar eiturtegundirnar í reykpíp- um eru sagðar tjórfalt banvænni en nokk- urntíma nicotin. Þess vcgna ráðleggur blaðið þeim, sem reykja úr pípum, að láta reykinn síast gegn um bómull eða ull, eða einhver slík efni, áður en hann kemst inn fyrir tanngarðinn. Þá álítur blaðið og heppilegt, að menn iærðu af Tyrkjunum að kasta hverjum vindli rúmlega hálfreykt- um. Og mundi þá einnig gott að reykja aldrei til botns úr pípu, en í þess stað að kasta botniaginu í hvert skifti sem í hana cr látið.

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.