Öldin - 01.04.1895, Side 15
OLDIN
63
ekkert ómögulegt. Svíinn cr maður kon-
unghollur; dæmi konuugs síns fylgir hann
í illu sem góðu. Einkum ber hann milda
lotning fyrir minni Gústafs liins gamla.
Nú, ef það verður sýnt og sannað, að sá
Gústaf hafi í banalegu sinni yflrlýst því,
að kenning Lúthers væri villukenning, og
neitað þeirri trú með eiði og fyrirdæmt
hana, einnig að bann hafi þá beðið yngri
son sinn, vin p&fans, Jóhann, að hann
skyldi bæta það sem faðirinn hefði brotið,
ef hann yrði konungur--------
“Hvað dirflst þú að segja ?” mælti þá
Messenius fljótlega og di’ó ekki dulur á
undrun sína. “Sú bersýnlega lygi stríðir
beintá móti fulltrúanlegum staðfestum orð-
um Gústafs konungs og öllum hans við-
skilnaði! ’
“Hægur minn góði vinur!” mælti
Jesúítinn stuttaralega. “Nú máenn frem-
ur sanna, að annar grundvallari Lúthersk-
unnar og vinur, Karl níundi, hefir líka
lýst því í sinni banalegu, að siðabótin væri
guðlast og óhamingja — — ”
Messeníus leit framan í munkinn
undrandi.
“0g þegar nú loksins má sanna, að
Gústaf Aðólf sjálfur haíi áður en hann gaf
upp andann í orustunni við Luzen, verið
snortinn af andans hræringu, og dáið eins
og villimaður, en þó með miklu samvizku-
biti og sálarstríði----”
Messeníus varð rauður í andliti.
“Þá eigum við,” hélt Jesúítinn áfram
með óbifandi dirfslcu, “þá eigum við engan
eftir af Vasaættinni. nema hinn brjálaða
Jóhann þriðja og hinn sannkaþólska Sig-
mund, sem ekki þarf að ómaka oss. Þegar
nú hin sænska þjóð sannfærist um, að þess-
ir mestu konungar hennar hafa annað-
hvort verið eða orðið að lokum páfans vin-
ir, mun hreistrið um síðir falla frá augum
hcnnar, og mun hún þá með iðrun og yfir-
bót játa synd sína og hverfa siðan aftur í
skaut hinnar einu sáluhjálplegu kyrkju.”
“Og hvernig hygst þú, æruverði faðir,
að geta sannfært Svíana um fráfall kon-
unga þeirra, þvert ofan í bersýnilegar
sannanir ?”
“Ég hefi þegar sagt,” sagði Jesúítinn
vingjarnlega, að það afreksverk geti eng-
inn gert ncma hinn spakvitri Jóhannes
Messeníus. Menn vita, að þú ert iærðasti
maður Svíaríkis og þess mesti sagnameist-
ari. Menn vita, að þú hefir haft með hönd-
um og hefir enn ýmisleg skjöl og skilríki,
sem enginn annar hefir. Neyt nú þessa
færis nieð kænsku og skarpleik ; set skjöl
saman, sem aldrei hafa verið til, smíðaðu
atburði, sem aldrei hafa skeð-----”
“Hvað dirfist þú að segja?” varð
Messeníus að orði, og brá mjög við.
Jesúítinn misskildi geðshræringu hans.
“Já,” sagði liann, “þetta er hættuspil mik-
ið, en fjærri því að ekki megi takast.
Skyndilegur flótti til Póllands kemur þer
og úr allri liættu.”
“0g það er ég-------ég sem þú skorar
á að gera þetta ?”
“Já,” svaraði Hierónýmus í sama tón.
“Ég skil vcl, að Gústaf Aðólf verður tor-
veldast við að eiga, og fyrir því tek ég
hann að mér sjálfur. Þú hefir svo á þinni
könnu einungis þá Gústaf af Vasa og Kari
níunda, og hlýtur að gefa þeim þann svip
og útlit, sem dugi til hjálpar voru helga
málefni og til nytsemdar kyrkjunni.”
Abi a me, male spiritu !”* sagði
Messeníus, óður og uppvægur, og kom sú
bræði hans Jesúítanum mjög á óvart, alt
livað slægur sem hann var. “Erkifantur,
lygari, níðingur! sem leggur hendur á hið
helgasta; hyggur þú að ég, Jóliannes
Messeníus, hafi ár eftir ár leitað þeirrar
frægðar að verða fyrsti sagnameistari Norð-
urlanda, til þess alt í einu, á svo svívirði-
legan og dæmalausan hátt að níðast á þeim
sögunnar sannleika, sem ég hefi komið fót-
um undir með svo miklum erfiðismunum ?
-----Far þú burt, burt á augabrag-ði, burt
*) Vik frá mér, illur andi!.