Öldin - 01.04.1895, Page 16

Öldin - 01.04.1895, Page 16
64 ÖLDIN. in Gehennam!------— og um leið þeytti öldungurinn í hamslausri bræði í höfuð munkinum bókum, skjölum, blekbyttu og sanclbyttu. Hierónýmus hopaði forviða, en bleikari í kinnum en vant var; teygði síðan úr sér, nam staðar og reif upp hina víðu spænsku flöjelstreyju sina & brjóstinu. f sama Tbili blikaði í myrkrinu róðukross í hendi hans, settur tindrandi gimsteinum. Síðan skrefaði Jesúítinn aftur nær Messen- íusi og hvesti nú sín undra-augu, sem engu líktust eins og höggormsins. “Mánstu cnn þá, gamli maður, sagði liann hægt og seint en ógnandi, og þagnaði milli hverra máls- greina, svo iiinn skyldi bctur taka effcir, “manstu enn þær refsingar, sem kyrkjan og lög vorrar heilögu reglu leggja á synd- ara slíka sem þú ert? Fyrir fráfall: dauð- ann — og þú hefir sjö sinnum frá fallið ! — fyrir guðlöstun: dauðann — og þú liefir sjö sinnum guðlastað! — fyrir óhlýðni : dauðann — og þú heíir sjö sinnum þrjósk- ast! — fyrir synd móti heilögum anda : fyrirdæming — og hver heíir syndgað sem þú ! — fyrir villutrú : bálið — og hvcr hefir til þess unnið sem þú ! — fyrir hneyksli og háð mót helgum mönnum: hinn eilífa ekl — og hver hefir hneyksli gert sem þú!” “Yægð, vægð, heilagi faðir!” hrópaði Messeníus og engdist saman eins og maðk- nr, fyrir ógnamálum Jesúmunksins. En Hierónýmus hélt áfram : “Nikulaus Pragensis, hinn nafntogaði maður, snérist til villukenninga Kalvíns og dirfðist að storlca störmeistara vorrar reglu. Hann leitaði í felur á liinum af- skektasta stað í Bæheimi, en hefndin náði honum þó. Hundar sundurslitu lians lík- ama en helvítis árar hans sálu.” “Náð og miskun !” stundi fanginn yf- irkominn. “Nú vel,” hélt hinn áfram drembilega, “ég hefi gefið þér kost á að kjósa annað hvort kórónu dýrðarinnar eða kvalir for- dæmingarinnar; ég gef þér sama kost enn, þótt þú ómaklegur sért. Hyggur þú, -\-e- sæli frávillingur, að cg, höfuðsmaður Jesú- munka Þýzkalands og Norðurlanda, cg, sem álít engan mér efri nema hinn heilaga föður í Kómaborg — hyggur þú að ég hafi lagt mig í ótal þúsund hættur til þess að finna þig í þínum arga ldefa, til þess að ég láti mig, hinn ósýnilega drottnara allra Norðurlanda, leiða af þinni þvermóðsku og bleyðisltap. Eg spyr þig enn einu sinni í nafni vorrar heilögu icglu : Yiltu, Jóhannes Messeníus breyta samkvæmt eiði þeirn, er þú sórst í æsku þinni, og nauðug- ur viljugur hlýða mínu, yfirmanns þíns og dómara, boði og banni r” “Jð,” svaraði fanginn skjílfandi, “j>, heilagi faðir, ég vil það.” “Heyr þá refsing þá, er ég á þig legg. Þú segist alla æfl liafa sóst eftir einu og sarna takmarki, því, að verða kallaður mesti sagnfræðingur Norðurlanda, og ætlar að þú nú haflr náð því markmiði.” “Já, heilagi faðir, það var mitt tak- mark og ég hefi náð því.” “Þitt takmark er lýgi og svik!” hróp- aði Jesúítinn æfur í annað sinn. “Þitt tak- mark er syndarinnar og satans, því þú vinnur fyrir þinni eigin frægð, en ekki sakir dýrðar heilagrar kyrkju, eins og þú hefir svarið. Fyrir þá sök skipa ég þér, að þú sjálfur eyðileggir hjáguð þíns lífs, þitt frægðarnafn hjá komandi kynslóðum, með því móti að þú umsnúir sögunni, og ritir liana, ekki eins og hún er, heldur eins Fratnhald. E F N I : Stepiian G. Stepansson : Tvö Kvæði [Utopia—IJarpaJ.— Noiiuta Kishimoto : Buddhtrúin í Japan.— Framtíð rafmagusins. — Fróðleiks- molar. —■ Topelius : Sögur her- læknisins. Kitstjóri : Eggert Jóiiannsson. Heimskringla Prtg. & Pum., Co.

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.