Öldin - 01.09.1895, Blaðsíða 11

Öldin - 01.09.1895, Blaðsíða 11
ÖLDIN. 139 Þar við bættist að túlkahöfðinginn kvað konunginn reiðann hinum framliðna bygg- ingameistara; kærði hann fyrir gripdeildir fr& hans hátign. Hann sagði að hann hefði tekið til sín bæði matvæli og peninga, er ætlaðir voru verkamönnunum við féhirzlú- l)ygginguna (en sú ákæra var hæfulaus). Sendi hann því þjóna konungs til að loggja höndur á og hafa á burt alt sem fémætt fanst í býli þeirra mæðgina. Þar kom að lokum að ekki var til annað á heimili Sanehats en ein olíukrús og eitt mæliker af millet. En bræðurnir höfðu fengið gott uppeldi, lmfði verið kent að óttast og-elska herra réttlætisins og sannleikans. A hverj- um degi sendu þeir bænarandvörp sín til auðæfaguðsins Thoth og góðgerðaguðsins Napri, er sör mönnum fyrir fæði. Og á hverjum dcgi unnu þeir kappsamlega að steinhöggi og húságerð hjá steinhöggvur- iim í borginni. En vinna þeirra hrökk ekki til. Möður þeirra vcittist ekki nægi- lega næringarmikil og holl fæða, svo hún sýktist. Mintist hún þess þá með gremju- fullu hjarta, hve óverðskulðaðan og hræði- legan dauðdaga maður hennarfékk. Ilún mintist þá einnig orðanna, er hann talaði rétt fyrir andlátið, sendi því eftir sonum sínum og talaði þannig við þá : “Það reiknast okkur ckki til syndar, þó við meiðum þá scm lmfa skaðað okkur. Þið vitið vel hvareru allsnægtir jarðneskra gersema. Ilvað sagði hann, sem fremri var öllum byggingameisturum Egyftalands bæði að listfengi og trúmenskiv, og sem sviftur var lífi með eitruðu víni, byrluðu honum sem vinarfórn ? Teljið ellefu álnir eftir veggnum, sem að skurðinum snýr, frá hendi standmyndarinnar við hornið, og munið þið finna róslita granit-hellu, sem hreyfist ef þið þrýstið á liana ofanvert við miðju. Jafnframt snýst þá dökki steinninn stóri á möndli sínum og cr þá inn og út- gangur auðveldur. Gctið þið þá farið inn og haft mcð ykkur það sem þurfa þykir af eigum þcss mauns, er launaði dygga þjön- ustu mcð eiturblöndu. Þannig talaði faðir ykkar. Farið þessvegna, þegar nótt kem- ur, og sækið í fjársafn konungs það sem út- heimtist til að fylla á ný okkar tómu ker og tómu poka.” Samhvæmt þessu boði lögðu bræðurn- ir á stað þegar dimt var orðið. Með sér höfðu þeir lampa gerðan úr leir og spítur til eldkveikju, svo að Ijós yrði tendrað er inn kom. Þeir voru staðnum kunnugir, og gekk því vel að mæla ellefu álnirnar og finna granithelluna, er þegar hreyfðist svo að purpurasteinninn mikli snérist og leiðin þá opin inn í fjárhirzluna. Setnan lagði til inngöngu fyrst, en Hemti stóð vörð á meðan. Setnan kveikti þegar á kolunni, og til þess að fyrirbyggja að Ijósglæta sæ- ist út, fór þá Hemti inn á eftir. Drógu þeir steininn mikla í farið, svo að veggur- inn var nú að sjá heill, og svo fóru þeir að líta í kring um sig. í fyrstu varð lítið séð út frá svo lítilli týru í svo miklumgeim, en bronslampa marga skrautlega var þar að sjá, og voru þeir fullir af ilmríkri olíu. Iléngu þessir iampar ýmist í festum mikl- um niður úr þekjunni, eða stóðu á fótstöll- um miklum úr alabastur. Allir voru lamp- arriir tilbúnir að kveikja á, og það hag- nýttu bræðurnir: kveiktu á einum eftir annan þangað tii Ijós brann á öllum, en Ijósstraunrinn, bjartan eins og vórsólar- geisla um hádegi, lagði út í yztu horn hins mikla skála. Tvær mikilfenglegar súlna- raðir sáu þá bræðurn’'r að héldu uppi liin- um ægilega stóru þakhellum, en á súlurir ar voru málaðar allskonar myndir, og súluhöfuðin skreytt allskonar höggnum myndum, prýðilega gerðum og máluðum. Veggtöflur úr alabaster voru á veggjunum hringinn í kring og á þær grafnar myndir af helztu afnrðum landa allra, er lutu hin- um egyfska þjóðhöfðingja. Þar voru og myndir af tólkinu að ílytja vörur sínar til maikaðar, í bátuin og á ösnum og uxum, alt svo náttúrlegt að gerð og lit, að ætla mátti lifandi. Umhvcrfis súlurnar og með-

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.