Öldin - 01.09.1895, Síða 15

Öldin - 01.09.1895, Síða 15
ÖLDIN. 143 hann hafði haft með sér. Hún viltist á því og hélt handleggnum en hann komst hurtu. lfhainpsinitus varð fremur hissa en reiður þegar hann frétti þetta; undruðist alveg dirfsku og brögð þessa manns. Sór hann þess þá dýran eið fyrir Osiris, að ef þessi bragðarefur vildi gefa sig fram og gerast ráðhollur borgari og trúr í stöðu sinni, skyldi honum gefnar upp allar sakir, honum færðar veglegar gjafir og að lykt- um skyldi honum gift mærin: prinsessan Amitsi. Þegar Setnan fékk þessa fregn, afréð hann að kasta sér fyrir fætur Faraós í von um náð, fór svo til hallarinnar og sagði alla söguna frá upphafi. Og Ehampsinit- us fyrirgaf honum og tók hann í sátt við sig sem ráðabezta manninn, sem þá var uppi. vitrari öllum Egyftum. ?7\ ífvT Ýmislegt. Sex mílur í loft upp sigldi þýzkur loftsiglingamaður í vetur er leið, og er för sú markverö fyrír það, að onginn hefir áður siglt svo hátt upp frá yfirborði jarð- ar. Loftfarinn var Dr. A. Berson ög fór frá Stuttgart á Þýzkalandi 4. Des.; f. á. Á fyrstu 15 mínútunum eftir að loftfarinu var slegið lausu, steig það 2030 metra (sex þúsund og fimm hundruð fet). Á því stigi var frostið 18 gráður á Celsius. Eftir tæprá 2. stunda sigl- ingu var loftbáturinn kominn tuttugu og sex þúsund fot yfir yfirborð jarðar, eða hærra en nokkur fjallstindur í lieimi að undanteknum þeim iiæztu í Himalaya-fjöllunum ; þar var frostið 39 slig á Celsius. Eftir 2J stundar ferð var loftfarinn kominn 9,150 metra eða þrjátíu þúsund og tólf fet, í loft upp. en það er sem næst <i rnílur (5|), og sem næst 1,000 fetum iiærra en hæzti tindurinn á Himalaya- fjöllum. Erostið á þessu stigi var 49.9 stig á celsius. Loftþrýstingurinn á þessu stigi var lítili, aðeins níu og níu hundruðustu þuml. og þó var ásigkomulag loftfarans svo gott, að liann hefði getað farið en hærra, ef hann hefði viljað, enda var iiann vel útbúinn í ferðina — hafði með sér 2000 teningsmetra af hydrogen- gasi í pokum sem hann andaði að sér smám- saman, er loftið þyntist. Fulla kl. stund hélt hann bátnum á sama stigi, áður en hann hleypti honum niður aftur, og fann hann til engra óþæginda annara en þeirra, að hann kól lítið eitt á tvo fingur og fékk hann ekki líf í þá aftur fyrri en nær dróg jörðu. — Með sér hafði hann nákvæmustu vindmæla, loftvogir og kuldamæla. FYRST. Póstafgreiðsla á líkan hátt og nú á sér stað komst fyrst á í Frakklandi 1462, á Eng* landi 1581, í Ameríku 1710. Bankar og bankaviðskifti voru þekt í Grikklandi 385 árum fyrir Iíristsburð og í Rómaborg 352 f. K. Fyrsti reglulegi banki komst á laggirnar í Feneyjum árið 1157. Eng- landsbankinn mikli var stofnaður og tók til starfa arið 1695. Saumavél var fyrst upp fundín, á Eng- landi 1755. Eldspýtur, eins og þær eru nú, voru fyrst uppfundnar árið 1839. GJergluggar voru í kyrkjum á Ítalíu á elleftu öld, en í íbúðarhúsum komust gler- gluggar fyrst í gang á Englandi 1557. Gufuvélar voru til 120 f. Kr., en í líkri mynd og nú, var hin fyrsta gerð á Englandí 1764, TJmslög fyrir sendibréf voru fyrst gerð 1839. Brennivín var fyrst búið til á Frakk- landi 1310. Pípur úr hlýi til vatnsleiðslu voru fyrst gerðar 1236. ICol voru fyrst brúkuð fyrir eldsneyti á Englandi 1350. Steinolía var fyrst brúkuð sem ljósmat- ur 1826, Sauinnálar úr stáli voru fyrst gerðar á Englandi 1545. Almanak var fyrst prentað á LTngverja- landi 1470. Loftþyngdarmælirinn fyrsti jvar gerður 1643. Vindmælirinn fyrsti 1709. Hið fyrsta “piano” var smíðað 1711. Sprongikúlur voru fyrst gerðar í Hol- landi 1495. Gas úr kolum var fyrst uppfundið 1739, og fyrst brúkað til að lýsa borgarstræti 1792,

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.