Öldin - 01.09.1895, Qupperneq 16

Öldin - 01.09.1895, Qupperneq 16
144 ÖLDIN Pappír úr dulum var fyrst geröur árið 1000. Pappír úr hálmi var fyrst gerður árið 1800. Vasaklukkur voru fyrst gerðar 1477 og voru almennt kallaðar “hin lifandi egg”. Spil vorn uppfundin 1380 og notuð til að skemta hinum ærða konungi Frakklands Karli VI. ítalskur hyskup, Paulinus að nafni, lét búa til hina fyrstu kyrkjuklukku um árið 400—til að reka út djöfla. Fjaðrapennar voru fyrst gerðir 553, — stáipennar (á Englandi) 1805. Skuggsjár úr gleri voru til árið23e. K., en hvernig þær voru tilbúnar víssu menn ekki fyrr en Feneyingar fundu það upp árið 1300. Tóbak var fyrst flutt til Englands 1555, til Spánar var það fiuttnokkrum árum fyrr. Gólfklæði var fyrst gert á Frakklandi 1664, Frakkar lærðu þá list af Tyrkjum austur í Asíu. Tefegrafþráður var fyrst lagður á Svíss- landi 1782, Byssupúður þekktu Kínverjar árið 2000, og Hindúar árið 535 f. K., en Kákasusmenn þekktu það ekki fyrr en ítozer Bacon fann upp á að búa það til 1281 e. K. Fallbyssur voru fyrst gerðar 1330 og brúk- uðu Tyrkir þær fyrstir manna í orustu við Adrianopel árið 1463. Á Englandi var fyrsta fallbyssan smiðuð 1547. Vatnsmagn í sjónum er svo mikið, að væri yfirborð þurrlendisins ájörðunni alt jafn- slétt, svo sjórinn dreifðist jafnt um það, yrði vatnsdýpið um 600 fet. Lýðveldið Ecuador. Eins og nafnið bendir á, er þetta ríki ná- lægt miðjarðarlínunni (Equator), og liggja eftir því, frá norðri til suðurs, Andesfjöll og Cordellerasfjöll. og á milli þessara tveggja fjallgarða er hæðótt hálendi, sem kallað er Andeshálendið. Fyrir austan og vestan þessi fjöll eru aðrir smáfjallgarðar og hæðir, sem altaf fara þverrandi þangað til landið að aust- an endar í sléttnm við Amasonfljótið, og að vestan á Kyrrahafsströndinni. í löndum þess- um er allmismunandi loftslag ; á láglendinu er hiti mikill, en til fjallanna aftur heim- skautaloftslag, eftir að kemur upp fyrir snjó- línuna. í landi þessu er jurtagróður eins breytilegur eins og loftslagið. Neðst i dölum vaxa suðrænar jurtir, sem þurfa mikinn hita, en eftir því sem ofar kemur í fjöllin, h'kist hann altaf m,'ira og meira jurtagróða kulda- beltisins. A hinni svo kölluðu Andeshásléttu er hveiti ræktað, og liggur það land svo hátt yfir sjáfarmál, að hitinn þar verður, má heita, jafn hita þeirra landa, er liggja 40 gráður fyr- ir norðan miðjarðarhnuna. Flestir ávextir, setn vaxa i tetnpraða beltinu, eru þar algengir, svo sem epli, perur og ýmsar berjategundir. Ecuador er mjög strjálbygt iand, og eru flestir íbúarnir Kreolar, það eru niðjar Spán- verja og hinna upphaflegu Ecuadortnanna, og Indiánar, eða óblandaðir frumhýlingar lands- ins. Kreolar hafa stjórn og verzlun alla i höndum sér, en Indíánarnir gera þreytustörf- in. Þá eru einnig fáeinir svertingjar og Zam- bosar, sem eru afkomendur svertingja og Indíána. Indíánarnir og negrarnir eru Akaf- lega lágt standandi að þekkingtt, og er þoim oft viðbrugðið fyrir heimsku sakir og fá- kænsku, enda eru lifnaðarhættir negranna mjög líkir lifnaðat háttum frænda þeirra í Afríku. Kyrkjurnar eru allar i hæjunum, og er ka- þólska kyrkjan þjóðkyrkja í landinu ; ehginn annar siður helzt þar við í landi. Vantrúuð- um mönnum (frá kyrkjunnar* sjónarmiði) eru engin grið gefin. Örfáar ónýtistilraunir hafa verið gerðar til að stofnsetja mótmælenda- kyrkjur í landinu. I ríkinu eru níu fylki, sem hvert um sig hefir stna stjórn, og sinn landsstjóra. Stjórn- arfyrirkomulagið er sagt að sé sniðið eftir stjórnarfyrirkomulagi Bandaríkjanna, en er þó mjög léleg eftirmvnd þess. Sá flokkurinn, sem verður undir við þingkosningar eða for- setakosningar, þrifur vanalega til vopna. Þegar vel gengnr verður þá úr því stjórnar- bylting, en þegar illa gengur, að eins upp- reisn. EFNI: Stepiian G. Stephansson : Þrjú kvæði (Lóur — Upp’ á hólnum— Grasa- ferð Norðra). — Koma rafurmagns vagnar í stað gufuvagna alment. — Snt Edav. Arnold: Bragða-Mágus Egyfta. Ýmislegt (Sex mílur í loft upp—Fyrst — Lýðveldjð Ecuador). Kitstjóri : Eggert Jóhannsson. Iíeimskringla Prtg. & Phbl. Co.

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.