Kvennablaðið - 01.05.1896, Page 2

Kvennablaðið - 01.05.1896, Page 2
34 ur á ári, en sumstaðar mjólki þær um 5 —6000 pd. mjólkur árlega, og að afbragðs mjólkurkýr geti mjólkað jafnvel 10,000 pd. um árið' „Ef mjólkur pundið er svo reiknað á 3 au., kosta hver 1000 pd. mjólkur 30 kr. Og af því er auðsjeð, hve áríðandi er að ná sem mestri mjólk úr hverri kú. í Danmörk (þar er ein miij. kúa) mundu tekjur landsins aukast um 30 milj. kr. ef hægt væri að auka mjólkurmagn kýrinn- ar um 1000 pd. árlega“. Nú halda ýmsir að þetta mætti að eins með því að mjólka betur. Landbúnaðarrit eitt segir um þetta: „Það eru allar líkur til, að þessar 30 milj. kr. fengjust að eins með því að mjölka betur. Það er ótrúlega hár höfuðstóll, sem fer að forgörðum einungis með því að illa er mjólkað, og illa farið með júfr- in. Þetta sjest bezt á því, að fátækling- ar og húsmenn, sem ekki hafa efni til að fá sjer beztu kýr, en verða að láta sjer nægja þær ódýrari og ljelegri, leggja venjulegu beztu mjólkina í sameignar mjólkurbúin. Þetta kemur að eins til af þvi, að konan mjólkar sjálf kúna sína, og reynir til að ná hverjum dropa úr h8nni. En seinustu hreyturnar eru jafn- an feitastar“. Þetta sýnir, að störf mjaltakonunnar eru mjög áriðandi. Svo áríðandi, að það getur varðað landið miljónum kr. um árið, hvernig að þeim er farið. En fyrst þessu er þannig háttað, þá er alveg ástæðulaust, að mjaltakonur sjeu minna metnar og ver goldið vinnukaup, en stúlkum sem aðra vinnu stunda. Sveitavinnan þykir erfiðari og óhrein- legri fyrir stúlkur en saumar, barnakennsla eða innanhússtörf í kaupstöðum, sama er að segja um eldhúsverkin. En eins og það er óhjákvæmilegt, að elda matinn í kaupstöðunum, svo eru störf sveitastúlkn- anna lífsnauðsynleg. Það hefir lengi verið sagt, að „bóndi sje bústólpi og bú land- stólpi", en svo bezt getur bóndinn orðið „bústólpi11, að hann hafi gott fólk að styðja sig við. í kaupstöðum kvarta húsmæður um, að engin stúlka vilji lengur elda mat- inn. Eldhúsverkin þyki jafnan óhreinleg- ustu verkin og því verði þær oft að nota ófullkomnustu stúlkurnar til matreiðslu, sem þó auðsjáanlega útheimtir meira hrein- læti og kunnáttu en mörg önnur störf. En nú hefir því miður sá ósiður og heimska verið lengi ríkjandi hjá mörgum, að meta meira þá, sem vel eru klæddir, og fást eitthvað við ljettari verkin, þótt þeir hinir sömu sjeu hálfu gagnslausari en hinir, sem unnið hafa hin grófari störf- in, en verið oftast margfalt gagnlegri í mannfjelaginu. Hversu oft heyrast ekki stúlkur hjer seg- ja og nærri því hálfkvarta undan því, að ýmsir menn, sem þær þekkja vel, jafnvel þótt þeir eigi heima í sama húsi, heilsi þeim ekki á götu, hafi þær verið að gjöra eitthvað, sækja vatn eða brauð o. s. frv.? Margir hlæja nú ef til vill að þessu og þykir það hjegómaskapur. En í sjálfu sjer er eðlilegt, að þeim falli illa að sjá sjer sýnda fyrirlitning, að eins fyrir það, að þær vinna nauðsynlega og heiðarlega vinnu. Það er naumast ætlandi, að þær sjeu það andlega þroskaðri en margt af „menntaða fólkinu11, að þeim standislíkt á sama.

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.