Kvennablaðið - 01.09.1896, Síða 2
66
Sainskotin.
^Ífonandi er að áskorun sú, sem prent-
nð er hjer að framan, fái góðar undir-
tektir hjá almenningi. Hjer í Rvík er
þegar búið að gefa aliríflega af ýmsum
mönnum, og munu flestir taka þátt í
því, að svo miklu leyti, sem efni leyfa.
Kvennfólkið er einnig tekið að safna til
samskota, enda munu allir fúsir að hjálpa
eftir mætti.
í öðrum iöndum eru konur oft frum-
kvöðiar að þeim fyrirtækjum, sem miða
til að eyða bágindum og efla mannúð og
velmegun. Óefað er að svona stórkost-
legir viðburðir hljóta að snerta alla hugs-
andi menn, konur sem karla.
Það er ekki að eins kristileg og sið-
ferðisleg mannúðarskylda, að taka þátt í
siíkum viðburðum og eftir megni að draga
úr afleiðingum þeirra, heldur einnig þjóð-
ræknisskylda. „Ekkert mannlegt er oss
óviðkomaúdi“. Lítið því á ástandið í
þessum jarðskjálftahjeruðum bæði með til-
finningu og skynsemi.
Nú er tækií'æri að sýna hluttekning-
arsemi í bágindum, og nú er einnig tæki-
færi að sýna ættjarðarást og þjóðrækni,
Vjer aurum ekki saman neiaum öimusu-
gjöfum tii að seðja hungur manna í svip
með. Flestir búeudur í þessum sveitum
munu sem stendur hafa nóg að eta og
drekka.
Margir efnamenn eru þar, sem auð-
vitað bíða mjög mikinn hnekki í bú-
skapnum, en standa þó nokkurn veginn
ef'tir sem áður. Samskotin eru handa
fátækliugum og efnalitlum bændum, sem
áður hafa komizt af, en nú geta ekki
reist rönd við þessu ófyrirsjáanlega tjóni;
þau eiga bæði að votta hluttekningu í
bágindunum og hjálpa þeim, svo þeir láti
ekki hugfaliast, þótt jarðir þeirra skemm-
ist og sýnist í fyrstu lítt byggilegar, en
haldi áfram að reyna að sitja þær og bæta.
Taki nú ailir höndum saman í þessu,
kariar sem konur, börn og gamalmenni,
og gefl þó ekki væri meira enn 10—20
aura, þá er vonandi, að bæta megi svo
úr þessum vandkvæðum, ef ekki bætast
við aðrir stórir skaðar, að þess sjái lítil
merki í efnaíegu tilliti að fám árum liðnum.
En ölí von er til að menn þreytist
og verði kjarkiitlir til framkvæmda þegar
þeir sjá þannig margra ára verk síu verða
á svipstundu að rústum einum, og vork-
unn væri það þótt þeím kæmi þá til
hugar að yfirgefa þessi hjeruð, og leita
heldur eitthvað þangað, sem minni hætta
væri á ferðum.
Það er s&tt, að okkar land er „und-
arlegt sambland af frosti og funa“, og
það er sorglegt, að einmitt þau hjeruð,
sem hvað veðursælust eru, skuli liggja
svona opin fyrir hinu eyðiieggjanda afli
náttúrunnar, en við vonum þó og ósk-
um, að ekki þurfi að eyðast þar byggð,
ef fje er fyrir hendi til að bæta það,
sem bætt verður.
Við ísleudingar erum svo heppnir, að
þurfa ekki að taka þátt í herkostnaði
stórþjóðanna, þar taka oft konur þátt í
þegar einhver sjerleg hætta þykir vofa
yfir, og hafá oft jafnvel seit til þess
skrautgripi sína. Það gjörðu ungversk-
ar konur 1848, það hafa pólskar konur
oftsinnis gjört, það gjörðu ameríkskar
konur í frelsisstríði Bandaríkjamanna og