Kvennablaðið - 01.09.1896, Side 7
71
Menntim og vinna.
Það þarf anda til að aka mykju; en
þeir skilja það ekki skólagutlararnir.
Og anda og íþrótt þarf til að vera
góður skraddari. skósmiður, járnsmiður;
það þarf líka anda til að standa fyrir
hótelli, svo að það verði annað en basl
og fyrirhöfn.
Hægast er fyrir sýslumann, prest eða
annan lærðan mann að þeir draslist á-
fram andalausir; enda er andinn oft slík-
um mönnum að eins til trafala, sem Vinje
sagði.
Einhver fínasta kona, sem eg þekki,
sönn „dama“ og listakona, sagði einu
sinni: „Það er ekki hægt að láta ó-
merkilegasta fólkið gera neitt, því það
eru engiu ómerkileg störf til. Til ailrar
vinnu þarf hyggið og fínt fólk“. Við
töluðum um vinnufólkið og hún sagði:
„Það verður ekkert lag á verkunum,
fyrr en konur, sem eru sannar „dömur“,
fara að verða vinnukonur og leggja vit
og tilgang i vinnuna. Og hún bættiþví
við: „Þær eru sannar „dömur“, sem
kunna það“. Hún hafði satt að mæla.
(Þýtt eftir Arne Garborg).
Hannyrðir.
Skrifveski. Tak góðan vaxdúk, helzt grænan,
30 þuml. á lengd og 13 á breidd, legg sljett
á borðið og klipp fóðrið eftir, það er fallegast
úr silkitaui eða „lasting", blátt, grænt, rantt, eða
Bem hverjum líkar bezt. Bæði borðin eru köstuð
saman. Á þeim endanum, sem ofan á skal liggja,
eru hornin höfð ávöl. En hinn endinn er brydd-
ur með mjóu ullarbandi og er svo brotinn inn á,
svo hann myndi hólf fyrir pappir, þerripappir o.
fl. Veskið er svo brytt með ullarborða allt í
kring og bönd fest í endana til að hnýta það
saman með. Innan á fóðrið eru saumaðar sliðr-
ur af vaxdúknum, og fest niður með „hexesting"
fyrir pennasköft, blýant, skæri, ein fyrir pappírs-
hníf, og ein eða tvær mátulegar fyrir umslög.
Það er nauðsynlegt á ferðalögum.
Bókakápa úr vaxdúk er mjög hentug utanum
bækur, sem opt þarf að fara með. Taka skal
vaxdúk jafnbreiðan lengdinni á bókinni, sem það
á að vera utan um, og svo langan, að hann geti
brotizt upp á spjöldin 2—3 þuml., þegar hann
er lagður utan um; síðan skal brydda báða end-
ana og brjóta þá inn á svo mikið sem þurfa
þykir. Að því búnu skal brydda kápuna að ofan
og neðan með mjóu bryddingabandi, og þá er
kápan tilbúin. Vilji menn prýða hana með því
að sauma fangamark i miðja fremri siðuna eða
uppdrátt í kring og efst nafn bókarinnar, sem á
að leggjast innan í, þá er það fallegra. Tólf
samskonar kápur af ýmsnm stærðum er góðjóla-
gjöí eða afmælisgjöf banda bókamönnum.
Hvítur vaxdúkur er hentugur í dúka á nátt-
borð og kommóður í svefnberbergjum. Að utan
má höggva lauf á þá eða brydda þá, og sauma
svo með krosssaum bekk í kring, með bláu eða
rauðu bródergarni. Uppdráttinn má fyrst annað-
hvort teikna eða pikka á dúkinn eptir því með
hvaða saum bann er gjörður.
------+3K*-----
Eldhússbálkur.
Sunnudagsbýtingur. 25 kvint smjörs er brætt
í potti og upp i það brært 25 kv. hveitis. Það
er þynnt með 2 pelum af mjólk, sem hrærist
saman við í pottinum, þangað til deigið tollir
ekki við sleifina eða pottinn. Þá er potturinn
tekinn ofan og deigið látið kóina; síðan eru 25
kv. sykur, 6 eggjarauður og rifið býði af sítrónu
hrært saman við. Seinast eru eggjahvíturnar
látnar saman við. Það er látið í formið og bak-
að l'/j kl.t. Býtingurinn er borinn á borð með
rauðri saftsósu.