Kvennablaðið - 01.10.1896, Qupperneq 7
79
um sig, og fann hvernig vilji hans
styrktist til að stríða fyrir hana, sem
trúði honum svo vel, og barnið þeirra,
sem enn þá hafði ekki grun um haust-
storma og fölnuð blóm.
-----<mo------
^|^SKORUN sú, sem stóð í 9. töiubl.
Kvbl. hefir meðal annars haft þann á-
rangur, að ýmsar merkiskonur á Sauð-
árkrók og þar í kring hafa skrifað iands-
höfðingjafrú E. Stephensen, og boðizt til að
taka börn úr jarðskjálftasveitunum; enn
með því að þessi boð gátu ekki komið
fyr enn með „Thyra“, varð ekki hægt
að sæta þessu, enda var þá þegar búið
að koma hér fyrir öllum börnum þar að
austan, enn eigi að síðr má þakka þetta
góða og rausnarlega tilboð.
--------------
Barnaföt.
Af því ýmsir kaupendur Kvbl. kafa ðstkað
eftir að það flytti tilsögn um barnafatnað og al-
gengustu tízku á honum, vil jeg, þðtt það sje
ðþægilegt að gjöra það vel skiljanlegt mynda-
laust, reyna að koma með ýmsar bendingar í
þeirri grein, sem bafa má ef til vill dálítið gagn
af.
Tízkan á barnafótum breytist alltaf, einkum
á utanyflrfótum telpnanna, kjðlum, svuntum, káp-
um, höttum og hflfum. Og svo er hún svo marg-
breytt, að sín telpan getur oft, þótt margar sjeu
saman, haft ðlíka kjðla og kápur í lagi, og þö
allar verið klæddar eftir nýjustu tízku.
Þetta ár og í fyrra hafa ermar á kjólum
verið víðar að ofan, rykktar eða felldar á öxlum
og þar sem þær hafa verið saumaðar á framerm-
arnar rjett fyrir ofan olnboga. Þó þarf ekki að
rykkja þær þar sem þær eru saumaðar á undir-
ermina, nema þess þurfi vegna víddar. Á litlar
telpur er mjög tíðkað að hafa kjóltreyjurnar víð-
ar, annaðhvort tvi- eða þrírykktar niður frá háls-
málinu allt í kring um það, með einum saum
undir hendinni á ytra borðinu (en fððrið nær-
skorið), og svo fellt smátt eða rykkt neðst fram-
an á framstykkinu og afturstykkjunum. Treyjan
krækt eða hneppt að aftan og brydd að neðan.—
Pilzið rykkt í kring, en heldur meira að aftan;
klaufin aftan á, og fest við treyjuna. Belti krækt
að aftan. Eða þá að haía axlastykki á treyjunni
líkt og á skyrtum, og rykkja undir þau eða ofan á.
Stykkin og beltið eru þá oft úr öðru efni, sem
á við lit kjðlsins. Líka hafa verið hafðir slopp-
kjðlar i einu lagi upp, rykktir undir axlastykkin,
og svo stundum rykktur eða felldur kragi yfir
eða á öxlunum, sem leggst ofan á ermina, og
saumast niður með handveginum, ofan fyrir stykk-
in. Við þessa kjóla má hafa belti eða ekki, eftir
vild. Nú er tízka, að þeir sjeu ekki mjög stutt-
ir, ná hjer um bil ofan á miðjan kálfa.
Kápurnar eru alla vega. Á litlar stúlkur eru
þær fallegar víðar, annaðhvort með axlastykkjum,
felldar undir þau, eða með heilum boðung, sem
slær út að neðan, og heilt, vítt bak, rykkt neðan
til við mittið með hnepptri spennu yfir og fest
svo í sauminn undir höndunum. Stðrt „slag“
(kragi) yfir, sem er í laginu eins og kringla, en
hálsmálið sett í miðjuna og klippt í sundur að
framan. Vasar eru á báðum boðungum, sjeu þeir
heilir, líkir og á karlmannsjökkum, með vasalok-
um. Ermarnar víðar að ofan.
Drengjaföt breytast minna. Mest tíðkast á þá
matrðsaföt, það er stuttbuxur, lítið ofan fyrir hnjeð,
og við treyja með kraga, sem nær ofan á bak og
fram fyrir, svo langt niður sem líkar. Optast er
boðungurinn fleginn, svo kraginn saumast við
hálsmálið likt og kragi á flegnu vesti, nema hvað
kraginn er öðruvísi í laginu, sem flestir þekkja.
Venjulega er kraginn lagður með ullarstimum,
eða mjöum böndum, og brjðstið, sem er haft und-
ir treyjunni, er oftast lagt kringum hálsinn með
jafnmörgum leggingum. Neðan í treyjunni er
teygjuband, svo hún haldist að. Vel þæft vað-
mál, „marine“-blátt, brúnt eða grátt, er mjög
hentugt og falíegt íg„matrósa“föt á drengi.
Sokkar á börn þykja fallegastir litaðir svart-
ir, og eiga að ná nokkuð upp fyrir hnje. Bezt