Kvennablaðið - 01.01.1897, Side 3
3
gæti verið gott fyrir hana, sem var móð-
urlaus, að komast í örugga höfn. En þó
gat jeg ekki gleymt aumingja föla and-
litinu hennar og raunalega brosinu, sem
ljek nm varimar á henni.
Skipstjóri A. hafði skilið skipið sitt
eftir í Gautaborg, og sigldi með Bernt
til að vera heima nokkrar vikur í W.,
hjá yngri bróður hans, sem var ógiftur
kaupmaður, og móður hans, sem var fyr-
ir framan hjá honum.
Móðir hans tók ástúðlega á móti Sig-
nýju og varð henni fljótlega Signý mjög
samrýnd. En hún virtist véra hálf-
smeik við mannsefnið. Pað kom líka
alltaf meira og meira í ljós, að hann var
harðlyndur og óþýður, og hún varð oft
hrædd við háttsemi hans. Hann var ann-
aðhvort ofsafullur í ástahótum sínum eða
fúll og kaldlyndur. Það var ekkert að-
laðandi við þann mann, ekkert sem hrein,
andrík og tilfinningasöm stúlka, sem
þráði ást og umhyggju, eins og Signý,
gæti bundizt við. Það sje jeg vel nú.
Nokkrum vikum síðar fór skipstjóri
A. til útlanda. Það var kominn vetur,
en næsta sumar áttu þau að giftast.
Hver sem tók um veturinn eftir Sig-
nýju, gat sjeð, hvernig hún dag frá degi
varð ánægjulegri og glaðlyndari. Enn
þó var auðvitað eins og nokkurskonar
draumsvipur á henni, en þunglyndisblær-
inn var horfinn. Draumar hennar sýnd-
ust vera ánægjulegir.
Þú hefir líklega getið þjer til, hvern-
ig á því stóð og hver hafði kennt henni
það. Jú, það var hann mágur hennar,
það var satt, en það voru líka fáir, sem
hefðu verið kjörnari til þess.
Hann var fastlyndur, en þó þýðlynd-
ur, tilfinningasamur og drengur hinn
bezti. Hvernig gat hún annað, aumingja
barnið, enn elskað hann.
Frá því hún fyrst kom á heimili hins
tilvonanda manns hennar, höfðu undarieg-
ur skyldleiki í smekk og hugsunum lað-
að þau hvort að öðru. Og vegna kunn-
leikans af mágsemdinni fór ást þeirra
daglega vaxandi. Húnkomí hús tengda-
móður sinnar daglega og þar var eins og
hún vaknaði til nýs lífs. Hann var
skarpgreindur maður, með næma fegurð-
artilfinning og fagrar og göfgar hugsjón-
ir. Þannig fluttust nýjar hugmyndir og
áhrif inn í hennar ríku sál. Hann las
oft á kveldin fyrir móður sína og hana.
Stundum kom þá faðir hennar líka, og
þessar hverfandi stundir hvíldu hjarta
hennar í ánægju og friði. Hún gjörði
sjer ekki grein fyrir neinu. Hver dag-
ur eftir annan, mánuðum saman, leið
eins og draumur. En við og við, þégar
brjef komu frá heitsveini hennar, fann
hún til undarlegs sársauka og hræðslu í
brjóstinu, sem bljes burtu roðanum af
kinnum hennar, og kom hjartanu til að
slá ótt og títt. En húu herti sig upp
og skrifaði honum hlýlega og þýðlega,
og kæfði niður sjerhverja óþægilega um-
hugsun.
Þannig leið veturinn. En hvað hugs-
aði hann? Það er líklegt, að hann hafi
sjeð og skilið allt betur en hin óreynda
Signý, og að barátta hans hafi byrjað
fyr en hennar. Hann skildi fijótlega
samræmið milli þeirra og vissi hvað það
þýddi. Hann vissi að lokum, að öll gæfa
hans væri kornin undir því, að fá þessa