Kvennablaðið - 01.01.1897, Síða 7

Kvennablaðið - 01.01.1897, Síða 7
7 um eða öðrum hæfilegum kössuru. Annar er reist- ur upp á endann, en hinn á hliðina og }iannig eru þeir ekrúfaðir saman. Lokin eru höfð í hyll- ur, þrjár í bðkaskápinn og ein i hinn; þetta er svo allt málað, segjum grænt. Þegar skáparnir eru tilbúnir, er sett utan um þá forhengi úr ull- arlasting dökkrauðu, bláu, grænu, eða gráu, eftir því sem fallegast þykir; bezt er að fððra það, því það liggur þá í fallegri leggingum, og rykið kemst síður inn í það. Forhengið má festa þannig á, að sauma sting að ofanverðu og draga þar hand í gegnum og binda utan um skápana eða hafa ræmu utan um skápana, sem fest er með smá- nöglum og næla forhenginu í hana. Ofan á skáp- ana má svo setja eitthvað til prýðis, t. d. áhærri skápinn blðmsturvasa, klukku o. fl., og lægri skápinn má ef vill hafa fyrir þvottaborð og má þá leggja ofan á hann hvítan eða „marmórerað- an“ vaxdúk. — Þetta er hentugt húsgagn í gesta- herbergi eða herhergi ungra stúlkna. Það er lag- legt, þægiiegt og hægt að búa til fyrir þá sem nokkuð eru handlægnir. ---------------- Eldhúsbálkur. Fylltur þyrsklingur, steiktur í bakaraofni eða á pönnu: 1—2 pda þyrsklingur; 1 matskeið af smáskorinni pjeturselju; 4 skeiðar af steyttu brauði; l'/a skeið af smáskornum nýrnamör; 4 skeiðar flot eða smjör; 1 egg; 1 matskeið af hveitimjöli, lítið eitt af pipar og salti. — Fiskurinn er hreins- aður utan og innan, þveginn og skafinn og ugga- endarnir skornir burtu; brauðið, mörinn, pjetur- seljan og eggið er hrært saman og kryddað eftir vild og búinn til úr því aflangur snúður, sem er troðinn inn í fiskinn og hann svo saumaður sam- an aftur. Hausinn má ekki skera af fiskinum, en sporðurinn er festur í munninn á fiskinum, svo að hann liggur í hring. Síðan er borin ntan á hann eggjahvíta og stráð utan á hann steytt- um tvibökum. Flotið eða smjörið er hitað í steikarpönnu; fiskurinn lagður í hana og hún lát- in i bakaraofn */« kl.tíma. Yið og við verður að bera feitina yfir fiskinn. Þegar fiskurinn er orð- inn meyr, er hann tekinn upp, saumþráðurinn er dreginn úr; fiskurinn er látinn á fat og haldið heitum. Hveitið er brúnað í flotinu, sem steikt er í; það er þynnt með heitu vatni, svo sðsan verði mátulega þykk; síðan er látið í hana lítið eitt af pipar og salti. Hún er síuð og látin í sósuskálina og borin á borð með fiskinum. Til að fylla fiskinn má líka hafa smásöxuð harðsoðin egg saman við rísgrjðn soðin í gufu og smjöri. Hauda 3—6 mönnum. Kjötbýtingur með rísgrjðnum. 85 kvint soðið kjöt, 1 bolli af rísgrjónum, 3 bollar af vatni, ‘/a pottur af mjólk, Va laukur, 3 matskeiðar smjörs eða flots, ein barnaskeið af salti og lítið eitt af hvítum pipar. Grjðnin eru soðin í vatninu og þynnt út með mjólkinni. Ekki má gleyma að skola grjðnin fyrst í köldu vatni, svo sjóðandi vatni og siðan aftur köldu vatni. Kjötið er saxað smátt, og pip- ar og salt er látið í það. Svo er laukurinn saxað- ur smátt, og látinn í kjötið, ásamt smjörinu. Seinast er grauturinn hrærður saman við. Eggið er þeytt og hrært allra seinast saman við deigið. Það er J svo látið i smurt mðt og bakað i heitum bakara- ofni 8/4—1 kl.stund. Borið á borð með bráðnu Bmjöri eða brúnni sósu. í stað grjðna má nota leifar af rísgrjónagraut. ------+$£+— Kvcnnasamstot til jarðskjálfta- sveitanna safnað fyrir áskorun í 9. tbl. Kvennablaðsins 1896. Sent til frú J. Sveinbjörnsson, Rvik: Safnað af frú Sigríði Einarsson og frk. Sigríði Snæbjörnsson, Geirs- eyri.............kr. 63,80 Safnað af frk. Sig- ríði Gudmundsen, Arnarholti ... — 69,67 ^r. 123,47 Sent til frú Sigþr. Friðriks- dóttur, Keykjavík: Frá biskupsfrú Sigríði Boga- dóttur, Kaupmannahöfn . . — 60,00 Flytkr. 183,47

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.