Kvennablaðið - 01.12.1897, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 01.12.1897, Blaðsíða 1
Kvennablaðið. 8. ár. Reykjavík, desember 1897. Nr. 12. Klæðaburður o. fl. jrgVVað er mjög illt að geta sagt, hvemig nýjasta tízkan fyrirskipar lag og lit á fatnaði, svo skiljanlegt verði, enda höfum við íslenzku konurnar flestar svo lítið saman við hana að sælda, að einu gildir hvað hún segir og hvernig hún er. Peisan og pilsið, skúfurinn og húfan okkar verða þó um ald- ur og æfi með sama lagi að mestu leyti, og þann búning era flestar konur ánægðar með, enda mundi það ekki mælast vel fyr- ir hjá sveitakonum, ef einhverjar þeirra færu að taka upp evrópskan búning. Það mundi talið óþjóðlegt marglæti, og mundu fáar konur vilja vinna til að fá það orð, enda þótt þeim kynni að þykja í »sínu hjarta« sá búningur bæði fallegri og þægilegri. — Peisufötin eru líka full-laglegur búningur, og fara vel laglegum stúlkum, einkum bjart- hærðum, ef þær eru laglegar í vexti. Enda mætti þá líka segja, að „skini á gull, þótt í skarni lægi“. En sjalið okkar er ekki fall- egt, og gjörir okkur sannarlega ekki fegri eða göfulegri á velli en við erum. Eina tilbreytnin við peisufötin er svunt- an og slipsið. Það hefir oft verið talið eft- ir, og gjört gabb að, hvað miklu við eydd- um í það. — En hvað skyldu þeir heiðvirðu herrar, íslenzku eiginmennirnir og feðurn- ir segja, ef þeir ættu heima í einhverri stór- borg erlendis, og jafnvel þótt ekki væri nema smábær, viðlíka og Reykjavík, eí þeir ættu • að leggja konum sínum og dætrum til svo hundraðum króna skifti fyr- ir föt. I dönsku blaði hefir verið talað um, hvað konur kæmust af með minnst til fata yfir árið. Þar hafa konur af öllum lægri stjettunum tekið til máls, bæði af iðnaðar- mönnum, kaupmörinum, embættismönnum og jafnvel verkmönnum (vinnukonur), og hefir þeim flestum komið saman um, að' 200 krónur væri það minnsta, sem hægt væri að komast af með og þó með sparn- aði. Auðvitað á þetta ekki við bláfátækt fólk. Vinnukona, sem gefur orð í, segist ekki komast af með minna en 175 krónur, sem líklega er árskaup hennar, og vill fá ráð til að spara meira. Sú sem hæst tek- ur til er ógift enbættismannsdóttir, og seg- ist hún ekki geta komizt af með minna en 600 krónur, og þó heldur með sparnaði, en gæti vel brúkað 1000 kr., án þess að eyða. í óþarfa. Hún segist þó oft sitja heima, heldur en að fara í boð, vegna þess hún hafi ekki hæfileg föt. Sú sem kemst af með lang-minnst, er kona í smábæ, og telur hún það 100 kr., enda segist hún sauma kjóla sína sjálf. All- ar setja þær reikninga 1 blaðið til að sýna hvernig þær verji krónunum. Ef okkar góðu eiginmenn og feður at- huguðu þessa reikninga, og tækju þá til samanburðar við það, sem við eyðum í föt, þá skil jeg ekki annað, en þeit mundu sjá, að við Islenzku konurnar erum sparsömustu konur af menntuðum þjóðum, og þá mundu þeir af þeim, sem gætu það, gleðja okkur með að gefa okkur við og við, með góðu, slipsi eða svuntuefni til að llfga svolítið upp þenna dökka sorgarbúning okkar, sem auð- vitað er langt frá glæsilegur, en hjer á landi á þó betur við að sumu leyti og er langt-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.