Kvennablaðið - 01.12.1897, Side 2
92
um kostnaðarminni en evrópski vbúningur-
inn, enda vilja æði margar okkar helzt
bera hann.
Hjer hagar vitanlega allt öðruvísi til,
■og upp til sveita er jafnan minni sundur-
gerð í klæðaburði en í borgum. Auk þess
verðurjafnan hver að sníða sjer stakk eft-
ir vexti, ef vel á að ganga, og fyrir fátæk-
linga verður fæði, húsnæði og hiti, alltaf
fyrstu skilyrðin. En þeir sem hafa nægileg
efni ættu þó að líta jafnan þokkalega út i
klæðaburði hverrar stjettar sem þeir eru.
Einkum er það óviðkunnanlegt, að húsmóð-
irin gángi illa til fara, ef annars er kostur.
Það þarf ekki að viðhafa neina eyðslusemi
fyrir því, ef þrifnaður, hagsýni og nýtni er
viðhöfð. Ef fötin eru hrein, fara vel og
eiga vel saman, þá getur oft litið svo út,
sem þau sjeu meira verð en hin, sem fara
illa, eiga illa saman og eru óhrein. Feg-
urðartilfinningin og hagsýnin ræður þar
mestu um.
Peisan er óhentug, þegar vinna skal
erfiðisverk, og eins við eldhússtörf. En
þurfi húsmóðirin sjálí ekki að vera við frammi-
verk, nema til að skammta eða líta eftir,
þá væri mjög viðkunnanlegt, að hún væri
heldur í peisu en „dagtreyju", ef hún fer
vel. Það má alveg nota eins peisurnar út
og treyjurnar, en þær eru alltaf snotrari.
Flauelið á ermum og börmum og slipsið
gjörir þær tilbreytingameiri. Þær getá líka
verið rúmar og liðugar, þó þær fari vel.
Það má auk heldur hafa þær prjónaðar,
prjóna víðar lengjur eða smokk í prjón-
vjel, klippa hann svo sundur eptir lykkju,
þæfa svo smokkinn og pressa hann, og
sníða úr honnm peisuna. Smokkurinn þarf
að vera svo víður, að úr honum fáist herða-
breidd baksins. Lengdin þarf hjer um bil
4 álnir þæfðar. Þessar peisur eru svo lið-
ngar og þægilegar, að vinna má í þeim
þess vegna alla vinnu.
Sama er að segja með ógiftu stúlkurn-
ar. Þær eiga að halda sjerdálítið tilhvers-
dagslega, eftir því, sem störfum þeirra hag-
ar. Það er betra að vera ætið þokkalega
og smekklega en þó látlaust klædd, en að
vera einstöku sinnum fín, en oftast illa og
hirðulauslega til fara. Þegar þær eru við
innanbæjarstörf, geta þær vel litið hrein-
lega og þokkalega út. Þær ættu að tæta
sjer falleg vaðmál í föt, en hætta við að
kaupa ónýt klæði.
Þær geta mjög vel verið í peisunni við
rokkinn sinn. Það er gaman að sjá fólk
við vinnu glaðlegt og þokkalegt. Um það
ber öllum saman, sem ferðast erlendis, að
mikill munur sje á því, hvernig stúlkur þar líti
út við dagleg störf sín eða hjer. Hjer mætti
oft halda að þær stæðu í moldarverkum
eftir þvf að dæma, hvernig þær llta út.
En oft má líka sjá hvað fegurðartilfinning-
in og hreinlæti gjörir að verkum, þegar lit-
ið er á stúlkur sem ganga alveg að sömu
störfum og aðrar stúlkur, sem eru eins og
rifinn ræfill úr svelli, en geta þó gengið
vel og hreinlega til fara. Þið hafið aldrei
svo mikið að gera, stúlkur góðar, að þið
getið ekki verið greiddar og hreinar í and-
liti. Oftast getið þið líka verið þokkalega
klæddar, ef þið notið fötin ykkar vel og
hagsýnilega. Þið ættuð t. d. að hætta við
að vera í nátttreyjunum ykkar eða ljósleit-
um ljereftstreyjum að deginum; það var
einu sinni siður (eða öllu heldur ósiður),
víða á bæjum, en nú er það, sem betur fer,
að leggjast niður, en það má ekki koma
fyrir, ekki einu sinni á morgnana, meðan
verið er að hreinsa til í baðstofunni.
Þið eigið að greiða ykkur og þvo um leið
og þið farið á fætur; þið segið, ef til vill,
að enginn tími sje oft til þess. Jú, ef þið
farið þeim mun fyrri að klæða ykkur. Eng-
um húsbændum mislíkar það þó þið lítið
vel út, ef þið vanrækið ekki störf ykkar
fyrir það, heldur þykir það jafnan kostur.
Sú stúlka, sem er jafnan þokkalega og
hreinlega klædd við vinnu sína, mun jafn-
an verða þrifin og hirðusöm húsmóðir, og
þolir varla sóðaskap eða hirðuleysi á heim-
ili sínu.
Sama er að segja með vinnuna; það
stendur ekki á sama, hvaða lag er haft