Kvennablaðið - 01.12.1897, Síða 3

Kvennablaðið - 01.12.1897, Síða 3
93 á henni eða hvaða aðferð, þótt endirinn ■eða árangurinn sje líkur. Tökum t. d. ull- arvinnu; það er ekki sama, hvort ullin ligg- ur eins og flekkur um rúm, borð og bekki, og gólfið, eða hreinlega er farið með hana, og sitt ílátið haft undir hvað, ull og kemb- ur. Eins er með eldhússtörf. Það er ekki sama, hvernig gengið er um herbergi og á- höld, meðan á verkum stendur, ef allt er hreinsað til á eftir. Nei, stúlkan á sjálf að vera hrein, og læra að halda öllu í reglu, meðan hún er að vinnu sinni, og vera svo hagsýn, að láta eins. og hvert verkið vinna annað, en það gjöra þau, ef allt er gjört með reglu og á vissum tíma, hver hlutur settur á sinn vissa stað, og ekkert geymt seinni tímanum, sem á að gjörast þegar í stað. Eins er með börnin og fullorðna fólkið; á þeim má sjá þrifnað og fegurðartilfinn- ing húsmóðurinnar. En því er nú ver og miður, að það vantar mjög á, að þau líti viða út eins vel og ætti að vera og hægt væri. Auðvitað mun þeim víðast þvegið að morgninum, en það nægir alls ekki. Börn- in óhreinka sig og föt sín svo fljótt, að það þarf stöðugt aðgætni allan daginn, ef þau eiga að vera nokkurn veginn þolanlega hreinleg útlits. En húsmóðirin er víða í sveitum svo önnum kafin, einkum að sumr- inu, að hún á óhægt að koma því við að gæta að þeim sem skyldi, og þó œttu þau og verda að ganga fyrir öllum öðrum störf- um. En þar sem fátt vinnandi fólk er, og heimilið fátækt, verða menn að bjargast við fleira en bezt þykir, og þá ætti að venja •eldri börnin á að þvo sjálfum sjer og yngri börnunum að minnsta kosti eftir hverja mál- tíð. Þar sem vinnukona er á heimili, ætti hún að sumrinu eða jafnan þegar hún hefir tíma til, við máltíðir o. s. frv., að þvo börn- unum og greiða, og laga föt þeirra og taka til handargagns það sem hægt væri 1 fljótu bragði. Slílc hugsunarsemi vinnur hylli húsbændanna, gjörir heimilið þægilegt og þrifalegt, og venur stúlkurnar sjálfar á þrifn- að og hugsunarsemi, enda mundu stúlkur þær, sem svo væru, bæði verða færari um húsmóðurstöðu en nú en algengt, og varla þurfa að bíða sjerlega léngi eftir henni, „því sjá fleiri en þiggja eiga“, og piltarnir taka eftir þesskonar kosturn á stúlkunum. JÓLASAGA (þýdd). j|p|)að var búið að kveykja á ljóskcrun- ag-s um á götunum, enda var orðið meira en hálf-dimmt. En Eliza Yane hafði þó ekki enn þá kveykt inni í herberginu sínu. Hún hafði tekið þar allt til, og fágað eins og vánt var fyrir jólin, en í kvöld hafði hún ekki löngun til að sitja ein inni í ljós- birtunni fyrri en hún heyrði klukkurnar hringja jólahelgina inn í hús og hjörtu manna. Hún leit yfir fimm seinustu liðnu árin sín. Hún gat ekki gleyrnt liðna tím- anum. Hún minntist brjefsins, sem þá hafði allt í einu breytt lífskjörum og lífs- stefnu hennar svo gjörsamlega. Það er óþægilegt að fá þau skeyti frá ritstjórum blaða: »Því miður getum við ekki notað þetta«, en sjaldan örvænta höf- undarnir fyrir það. En eitthvað var því líkt að sjá á svip Elizu Vane, þar sem hún sat og reyndi að gera sjer grein fyrir merkingu þessara fáu orða. Þau voru skrifuð á stóra pappírsörk, sem nafn London-Journals var prentað á. A borðinu lá upprifið brjefumslag, og var skrifað með sömu glöggu skriftinni utan á: „Fru Vane, Elms, Stamworth". Ekkert handrit fylgdi með, en hjá um- slaginu voru nokkrar þurkaðar liljur. Það hlaut að vera rjett. Hún Eliza var frú Vane og hún sat í daglegu stofunni í Elms, Stamworth. Það var snoturt og þægilegt lítið her- bergi, og morgunmaturinn var laglega lagð- ur á borð fyrir hana eina. Hún hellti te í bollann sinn, en drakk það ekki. Hún minntist með hugarkvöl tveggja seinustu áranna. Maðurinn hennar var

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.