Kvennablaðið - 01.12.1897, Síða 4
94
nærri 15 árum eldri en hún, þegar hann
bað hennar. Henni hafði fundizt milcið til
um gáfur hans og virðingar, en hann hafði
sagt henni, að hann gæti elcki lifað án henn-
ar, og að hann hugsaði sjer hana með sjer
í öllum sínum framtfðar vonum. Henni var
það nóg.
En upp á síðkastið var hann hættur
að segja sllkt. Hún hafði hugsað sjer að
hún mundi lifa auðugu og tilbreytingasömu
lífi, þegar hún skifti hinu gamlaheimili sínu
í Cambridge, þar sem hún hafði búið hjá
frænku sinni, við heimili manns síns, sem
fjekkst við bókstörf og listir í Lundúnum.
Enn í stað þess fannst henni það mjög leið-
inlegt. Maður hennar var oft að heiman;
hann var eigandi og ritstjóri „London-Jour-
nals“, og safnaði efni í nýja bók. Honum
þótti vænt um heimili þeirra, sem var 70
kílómetra uppi í landi, afskekkt og kyrt,
en henni var illa við það. Hún var bæði
hrygg og grörn, og var að velkja því fyrir
sjer í einveru sinni, hvað sjer væri gert
rangt til. Loks komst hún að þeirri nið-
urstöðu, að hjónaband hennar væri stór yf-
irsjón, að hún væri að eins leikfang manns
síns og að henni væri hætt að fara frarn.
Maður hennar fann mjög vel, hve breytt
hún var orðin, og það kvaldi hann, að hann
var hræddur um, að hún sæi eftir að hafa
gifzt manni, sem var svo miklu eldri en
hún. Hann ímyndaði sjer, að hún væri
leið á ást hans, sem henni í raun og veru
þætti of lítil. Hugsanir hennar, um að til-
finningar hans væru breyttar, voru tóm 1-
myndun. Hann var að eðlisfari stilltur og
jafnlyndur, og hugsanir hans snerust enn
þá allar um hana. Hún varð alltafkaldari,
fálátari og vonlausari.
Þannig varð djúpið alltaf meira á milli
þeirra.
Kvöld eitt kom hann heim eftir hálfs-
mánaðar burtveru, og sagði henni undir
eins, að hann yrði eftir 2 daga að fara til
Edinborgar. Aldrei hafði henni fundizt
hann hafa gert henni jafnrangt til, og svo
ljetti hún á sjer með þungum ávítum. Hún
sagði margt, sem Tómasi manni hennar
þótti hart að heyra. Hún sagði, að hún
hefði gifzt honnm, af því hún hefði verið'
svo ung, að hún hefði ekki skilið, hvaðæ
þýðingu það hefði; hún talaði um, að von-
ir sínar og þroski hefði brugðizt. Loks bað
hún hann að gefa sig lausa, svo að hún
gæti lifað út af fyrir sig og náð fuilum and-
legum þroska. Það er vafasamt, hvort hún
skildi sjálf orð sín. Hann hlustaði þegjandi
á hana; hún sá aðhonumhafði mjög brugð-
ið, en hvort það var af sorg eða reiði vissi
hún ekki.
„Þú hlýtur að vera brjáluð kona“, sagði
hann þegar hún þagnaði, „en þú skalt fá
vilja þinn. Jeg skal ekki halda þjer nauð-
ugri í fangelsi".— Síðan hafði hann farið
burtu snúðuglega; þettahafði bitið á hann,
af því hann var þá bæði líkamlega og and-
lega þreyttur.
Seinna kom hann aftur til hennar og
leiddi henni blíðlega fyrir sjónir, hvaða
afleiðingar þetta áform hennar hefði. Henni
gramdist rósemi hans og hún sat við sinn
' keip. Síðan var allt undir búið til skiln-
aðarins. Því var hagað svo, að hann yrði
um nóttina í Lundúnum; daginn eftir fór
hann norður.
Þá var það, er hún ætlaði að taka sam-
an flutning sinn, að hún lauk upp skríni til
að gæta að einhverjum smámunum og rakst
þá á gamlan böggul af brjefum frá manni
hennar til hennar áður en þau giftust. Hún
settist á gólfið milli skrínanna með brjefin.
í kjöltunni; hún ætlaði að lesa þau, enn
þá einusinni, og brenna þau svo, en þá duttu
úr einu þeirra fáein þurkuð liljublómstur,
og hún fór að lesa brjefin með blómin í
hendinni. Innileikurinn í brjefunum full-
vissaði hana á ný um hina miklu ást hans.
Aumingja Elíza lagðist grátandi á gólf-
ið — ó, hvað hafði hún gjört?
Hún vildi undir eins skrifa honum;
hann fengi þá brjefið næsta morgun, og
gæti svarað henni áður en hann færi norð-
ur eftir, eða, ef til vill, komið sjálfur. Hún
skrifaði svo innilegt iðrunarbrjef, sem nokk_