Kvennablaðið - 01.12.1897, Qupperneq 5
05
ur kona getur skrifað; þegar því var lokið,
mundi hún eftir liljublómunum, lagði þau
innan í brjefið og bætti við eftirskrift, þar
sem hún minnti hann á daginn, þegar þau
köfðu týnt þessi blóm saman.
Nú í dag var svarið komið frá honum;
í því voru liljublómin og þessi fjögur þýð-
ingarmiklu orð.
Tómas hafði þá lokið verkinu, sem hún
hafði byrjað. Hún hafði látið hann sjá inn
i hjarta sitt, og hann hafði með fyrirlitn-
ingu rekið hana frá sjer. Nú fannst henni
sjálfsagt, að hún gæti ekki þegið neirin
styrk af manni sínum. Hún átti sjálf fje
nokkurt, sem hún hafði fengið að erfðum;
hún var mjög vel menntuð og hafði nokkr-
ar gáfur. Hún hugsaði sjer að fara til Par-
ísar til að verða fullnuma málari. Hún
skrifaði til manns síns:
„Svar þitt hefir sannfært mig um, að
mitt fyrsta áform var rjett. Það dettur víst
ekkert ofan yfir þig, þó jeg hafi farið eftir
því. Jeg bið þig að láta mig vera lausa
við peningahjálp af þinni hálfu“.
Hún lagði brjefið þar sem hún vissi
að Tómas hlaut að sjá það, og úr því batt
ekkert hana við heimilið.
Frú Crawley (frb. krolí) í Maríuborg-
argötu var ein af því fólki, sem mátti muna
betri daga. Það var að mestu leyti manni
hennar að kenna, sem hafði verið mesti
braskari. En þó hún hefði borið ógæfuna
vel, þótti henni vænt um, að nýi leigjandinn
hennar, frú Poyntz, gekk ekki fram hjá
henni þegjandi, heldur kom til hennar og
talaði oft við hana. Frú Poynts hafði ekki
mikið meðferðis, og þó hún væri bæði barn-
ung og falleg, þá leit út fyrir, að hún ætti
hvorki ættingja eða vini.
Eliza Vane — því það var frú Poyntz
— hafði barizt sjálf áfram í 5 ár hjálpar-
laust. En hún átti örðugt uppdráttar. Mál-
verk hennar náðu ekki miklu áliti, og loks
var hún farin að skrifa sögur og lýsingar í
blöðin. Henni gekk það ekki mjög illa,
en henni fannst samt, að hún væri orðin
vonlaus, þreytt og kjarklaus. Jú, henni
hafði farið fram! Þessi fimm ár höfðu
breytt henni svo, að hana langaði nú mest
til að hverfa úr heiminum. En í dag, á
aðfangadag jóla, hafði það atvik komið
fyrir hana, sem ekki hafði komið fyrir í
þessi fimm ár. Hún hafði sjeð manninn
sinn á götunni. Hún hafði hugsað um hann
öll þessi fimm ár og seinasta tímann miklu
meira en áður og iðrast þess sárlega, hvern-
ig hún hefði farið að ráði síuu. En það
hafði að eins fengið enn meira á hana að
sjá hann ; hann var orðinn gamall og grá-
hærður. Hann var lotinn og gekk 1 hægðum
sínum; hann svo einmana, sýndist henni.
Hún sat nú í stofu sinni í húsi frú
Crawleys og var þungt í huga. Hún hafði
tekið sjer sæti við skrifborðið að gömlum
vana, en hún skrifaði ekki einn staf, en sat
hugsandi.
Þá klappaði frú Crawley á dyrnar.
„Jeg vona að jeg komi ekki í óhentug-
an tíma ? Eða ætluðuð þjer að skrifa núna?“
„Jeg get ekki skrifað eitt orð. Gerið
þjer svo vel að koma inn“, sagði Eliza og
setti fram stól handa gestinum.
»Yður er svo ljett um ritstörfin« sagði
frú Crawley, og stundi við. »Einu sinni fór
jeg líka að leggja það fyrir mig, en blöðin
vildu ekki taka neitt af mjer«.
»Þjer hafið ekki haldið nógu lengi á-
fram ?«
Jú, það hjelt hún, og sagði frá ýmsum
vonbrigðum sínum í þessum efnum.
Það seinasta sem jeg sendi var kvæði.
En rjett á eftir steðjaði að mjer allt mitt
mikla ólán, svo jeg hafði ekki tíma til að
huðsa um ritstörf. Það var annars skrítið
hvernig atvikaðist með það kvæði.
»Hvernig var það ?« spurði Eliza en
veitti þessu svo sem enga eftirtpkt.
»Það var dálítið, sem jeg hefi allafhaft
samvizku af síðan, þó það væri ekki mjer
að kenna. En jeg skal sýna þjer blaðið,
það er í skrifpúltinu mínu«.
Eliza sat og beið þangað til frú Crow-
ley kom aftur. Það hafði henni aldrei til