Kvennablaðið - 01.12.1898, Blaðsíða 3
91
I>að var nú ekki nema augnabliksverk að
draga hana fram og taka lykilinn upp úr
vasanum, en hvað var þetta? Áður en hún
gat stungið honum í lásinn hrökk taskan upp,
af því hún studdi ofurlítið á hana. Hún
varð alt í einu dauðhrædd. Hver vissi nema
einhvei hefði komist í töskuna á undan henni,
sem ekki hefði verið harðráðvandur. I mestu
hræðslunni reif hún alt upp úr töskunni og
kastaði því á tvist ög bast: vindlum, hönskum,
frönskum rómönum í guiu liandi, tóbakspung-
um og fjölda af slipsum.
Henni datt ekki í svipinn neitt í hug um
það, hve mikla reiði hún bakaði sór hjá
frænda sínum. Allar hennar hugsanir snerust
um vasabókina. Loks sá hún í hana á botni
töskunnar. Þar lá hún falin undir hlaða af
silkivasaklútum.
í næsta vetfangi var hún búin að ljúka
henni upp og horfði orðlaus á þessa »litlu
gjöf«, sem var í henni, og var í umslagi fullu
af bankaávísunum: einni 20 punda, tveimur
10 punda og tveimur 5 punda, alls 50 pund.
Hún lagði þær gætilega hverja út af fyrir
sig á gólfið, og horfði á þær blóðrjóð í kinn-
um, og fögnuðuriun skein út úr augunum.
50 pd. til að kaupa fyrir á einu kveldi! Og
hún sem svo oft hafði kallað frænda sinn
nízkan,
Það var blessað kvöld, sem hún og jómfrú
Jenkins voru saman! Þær gengu aftur á bak
og áfram um göturnar, gægðust inn um búð-
argluggana og ráðguðust um, hvernig þær
ættu að hafa mesta ánægju af peningunum.
Gillian hafði alt af óskað sér að eiga demants-
hring, og nú fanst henni gott tækifæri til að
fá hann. Þegar hún hafði keypt dálítið smá-
vegis, og gætt vandlega í glugga hvers einasta
gimsteinasala, fóru þær inn í álitlegustu búð-
ina og báðu kurteislega um að fá að sjá
nokkra hringa.
Það var nógu skrítið að horfa á þær, enda
horfði gimsteinasalinn hálfhissa á þessa tvo við-
skiftavini, gömlu ráðskonuna í beztu spariföt-
unum sínum og Gillian í einföldu skólafötun-
um sínum, sem báðar vildu fyrir hvern mun
ná í demantshring. Hann sýndi þeim fáeina
mjóa gullhringa með örlitlum steiuum, og
brosti eins og vorkunlátur faðir við barn,
þegar hún sagðist ekki vilja sjá þá.
»Eg vil fá hring með stórum demant,
sem er tíusinnum stærri en þessir stein-
ar«, sagði hún og hristi höfuðið, og
gaf því engan gaum, þó gimsteinasalinn byði
henni nyja og nýja hringa, og segði að hinir
væru svo dýrir. »Jú, þarna er einmitt einn«,
Sagði hún og benti á mjög fallegan hring,
Sem húu hafði undir eins tekið eftir. Og
þegar maðurinn brosandi sagði henni að hann
kostaði yfir 40 pd., hafði hún engar sveiflur
á því nema tók hringinn og fleygði pening-
unum á borðið, vitandi vel að gimsteinasalinn
treysti henni ekki til að borga.
Gimsteinasalinn varð hissa, taldi peningana
og sá að þeir voru ófalsaðir; en hann fekk
henni samt bankaávísanirnar aftur og bað
hana að skrifa nafnið sitt á þær og það gerði
hún.
Það var orðið framorðið, þegar þær jungfrú
Jenkins og Gillian náðu aftur heim að hótel-
inu, og ráðskonan flýtti sér sem fætur toguðu
upp tröppurnar og fór úr kápunni, en Gillian
rauk til að fara að skrifa þakklætisbréf til
frænda síns.
Þegar hún hafði lokið við brófið og ætlaði
að fara með það í póstkassann í forstofunni á
hótelinu, heyrði hún að tveir menn voru að
tala saman með miklum hávaða í herbergi
dyravarðarins.
»Það er enginn efi á því, að hér hefir ver-
ið stolið. Og hver sem þjófurinn nú er, þá
hefir hann notað tækifærið; óg var ekki bú-
inn að vera meira en tíu mínútnr í burtu
þegar stolið var, eftir því sem þjónninn
segir«.
»Menn verða að læsa peninga sína niður,