Kvennablaðið - 01.12.1898, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 01.12.1898, Blaðsíða 4
92 eða biðja hótelstjórann fyrir þá«, sagði ein- hver með þ/zkum framburðarblæ; »viS höfum fest upp auglýsingar í öllum herbergjum um þaS, og að hóteliS getur annars ekki ábyrgst fémuni manna«. »Mér dettur heldur ekki í hug aS kenna ykkur um þetta. ÞaS eina sem óg bið yður er aS hjálpa mór til að ná í þjófinn«. »MuniS þér töluna á seðlunum?« »Ég vona, að bankarinn minn viti hana, að minsta kosti veit hann líklega töluna á 20 punda bankaseðlinum, og ef við látum lög- regluna vita um það, ætti að vera hægt að ná í þjófinn. Þér hafið líklega sent málþráð- arskeyti eftir leyni-lögreglumanni? Hver veit nema hann snuðri upp einhvern alkunnan hó- telþjóf í gestahópnum hérna«? (Framh.). --------------------- Tillaga um jólaskemtun. jJr-æSi börn ög fullorðnir hlakka oft næst- um alt árið til jólanna. Eg veit að mörg börn geyma engar minningar frá æskudögum sínum sem þeim eru jafn-kærar og minningin um jólin heima hjá pabba og mömmu, hvort sem þau höfðu verið ríkmannleg eða fátæk- leg. Því ættum vér á þessari hátíð sérstak- lega að taka tillit til barnanna, svo jólin verði þeim einkum til gagns og gleði. Vegna vinnukvennauna ætti helzt að haga mat og matmálstíma svo, að allir gætu verið búnir að klæða sig og gætu komið inn klukk- an 6 um kveldið. Þá koma allir saman í bezta herberginu, og sá sem vanur er að lesa, les húslesturinn, en allir sem geta syngja jólasálminn. Síðan er dúkað borð og kaffi og kökur bornar inn, og setjast allir þá að sama borði og drekka kaffiö. Þegar kaffidrykkjunni er lokið heyrist söng- ur úr næsta herbergi sem smáhækkar, og alt í einu er dyrunum lokið upp og í miðju her- berginu stendur jólatró uppljómað af kerta- ljósum. Upp til sveita, þar sem fólk hefir víða hvorki séð jólatré, eða hefir nein ráð meS að veita sér grenitré, sem verður aS panta frá út- löndum, má búa til jólatré meS litlum til- kostnaði, því flestir munu viljugir að hjálpa til þess fyrir jólin. Tréð má vera svo stórt eða lítið sem hver vill. Stofninn er fallegast að gera sem líkast- an náttúrlegum tréstofni að hægt er, gildast- an niður við rótina. Greinirnar verður að setja hingað og þangað, líkt og greinir á tré eða kvisti á hríslu. Náttúrlegast er að þær sé ekki þráðbeinar. Allar verða þær að snúa eins og greinir á tré. Ef h»gt er ætti að mála tréð grænt eða líma utan á það grænleitan pappír. Fót verður að setja undir það, svo það geti staðið. Svo skal fá sór fallegt lyng, helzt eini, og bora göt svo þétt sem má með fínum borum alt tróð og greinirnar, og stinga svo laglega fallegum lyngkvistum inn í götin. Þá er tréð albúið. En svo er eftir að skreyta það. Eg geri hór ráð fyrir, að lítil efni sé fyrir höndum, og menn verði að hjálpa sér með litlu. Þá má klippa úr þykkum bréfum myndir af mönnum og d/rum, og reyna að mála það með bl/ant eða penna og bleki, helzt mislitu, og hengja hingað og þang- að á tréð. Ef til er mislitur pappír, og hann ætti að vera hægt að útvega fyrirfram, má búa til »kramarhús«, körfur og alla vega lagaða bréfpoka, láta þar í ofurlítið af rúsín- um, sveskjum, sykri, brjóstsykri, eða hverju sælgæti sem til er og á trénu á að vera. Só bómull til, má búa til kindur, hunda, ketti, krakka, bolta o. fl., festa í það tvinna og hengja það á greinirnar. Agætt er að geyma stanjól utan af súkkulaði, tóbaki og sápu,

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.