Kvennablaðið - 30.08.1902, Blaðsíða 1
Kvennablaðid kost-
ar i kr. 50 au. inn-
anlands, erlendis 3
kr. (60 eents vestan
hafs). x/3 verðsins
borgist fyrirfam, en
*/3 fyrir 15. júlí.
'tnmttftHftbib
♦
Uppsögn skrifleg
bundin vid ara
mót, ógild nema
komin sé til út-
gef. fyrir 1. okt.
og kaupandi hafl
borgað ad fullu. *
8. ár.
Reykjavík, 30. ágúst 1902.
M 8.
Kjörgengi kvenna.
„Ekkjur og aðrar ógiftar konur, sem
standa fyrir búi, eða á einhvern hátt
eiga með sig sjálfar, skulu hafa kjör-
gengi, þegar kjósa á ( hreppsnefnd, sýslu-
nefnd, bæjarstjórn, sóknarnefnd og safn-
aðarfulltrúa, ef þær fullnægja öllum þeim
skilyrðum, sem lög ákveða fyrir þess-
um réttindum, er karlmenn snerta.
Heimilt er þeim þó, að skorast undan
kosningu".
Þannig hljóða lög þau, sem nú voru sam-
þykt af þinginu, um kjörgengi kvenna.
í mörg ár hafa konur haft rétt til að kjósa
fulltrúa til þessara starfa. En mjög fáar konur
munu hafa notað hann.
Það er nokkuð öðruvísi farið að hér á landi,
en víða erlendis í þessum efnum. Þar hafa kon-
urnar víða árum saman krafist þessa réttar, en
ekki fengið. En við höfum fengið hann hér um
bil fyrirhafnarlaust af vorri hálfu. Það eru feður
vorir og bræður, sem rétta okkur þennan rétt
upp í hendurnar, nætri því án þess vér biðjum
um hann.
Og ekki nóg með það, að þeir færa okkur
réttindin óbeðið og fúslega, heldur losa þeirokk-
ur konurnar alveg við skylduna, sem réttindun-
um fylgja.
Þetta sýnir að íslenzku karlmennirnir yfir
höfuð og íslenzku löggjafarnir einkum og sér í
lagi, eru fyrirmynd annara þjóða í riddaraskap
og göfuglyndi við kvenfólkið.
Þetta er skylt að við munum, virðum og
— þökkum verðulega.
En íslenzku karlmennirnir hafa nú líka haft
reynzluna fyrir sér um allmörg ár. Þeir vita vel
að óhætt sé að bæta við konurnar þessum rétti;
því þær hafa ekki látið sér svo ant um, að nota
sér það, sem fengið varl þessa átt. Ur þvf að
þær hafa aldrei að kalla notað kosningarréttinn,
þá munu þær enn þá síður nota kjörgengið.
Það er því engin hætta á ferðum, að konur
fari að vasast inn í sveitar- og safnaðarmálin,
þrátt fyrir þessi lög. Til þess eru þær alt of
rænulausar, og svo er þessu þægilega leyfi smeygt
þarna inn í endirinn á lögunum: að þeim er
heimilt að skorast undan kosningu.
Það er eiginlega fín bending til kvenna um,
að þarna geti þær sloppið frá öllu saman sóma-
samlega. Þær hafi, sem góðar og skylduræknar
húsmæður, aldrei tíma til að skifta sér afþessum
eða öðrum utanhússmálum.
Auðvitað gætu einnverjar »skæðar tungur«
lagt þá þýðingu í þetta ákvæði, að það væri sett
af því konurnar væru ekki álitnar færar til þess,
eða hefðu vit á neinu fyrir utan heimilin.
Því ef menn vilja fá einhver réttindi, og
þykjast vera færir um að nota þau, þá verða
menn líka að taka að sjálfsögðu skyldurnar, og
þær byrðar, sem réttindunum fylgja.
Eg geri ekki ráð fyrir, að konur fremur en
karlmenn, langi mjög til að komast í sveitarstjóm
eða bæjarnefnd, nema um eitthvert það mál væri
að ræða, sem þeim væri áhugi á að koma í fram-
kvæmd, og sem þær ættu hægra með, að hrynda
áleiðis með því móti.
Vitaskuld er það, að áhugamálin vor kvenn-
anna eru fá og smá, þegar til framkvæmdanna
kemur.
En eitt er það mál, sem tími er til að taka
til rækilegrar athugunar: Það er mál um uppeldi
barna, sem eru sveitarinnar eða bæjafélagsins
handbendi.
Skyldum við konurnar ekki einusinni geta
orðið sammála í þessu máli ? Kemur í raun og
veru nokkurum jafnmikið við og okkur, að öll
börn fái sæmilegt uppeldi ?
Við Islendingar getum með enn þá fyllra rétti
en Norðmenn sagt: »Við höfum ekki efni á að
láta börnin okkar svelta«.