Kvennablaðið - 30.08.1902, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 30.08.1902, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ. 5? hélt skólann, eins og áður, og hún sá um bú- skapinn, og heimilið. Að fá þau fyrir nágranna, var Karenar mesta gleði. Nú fannst henni hún aldrei lengur einmana. Skógþorpið og sölubúðin hennar var bústaður hennar en ekki heimili. Heimilið var á Engja- bænum, þar sem börnin tróðust kringum hana— þau voru nú orðin þrjú — og hún hjálpaði til með ýmislegt, og lét þau kalla sig »föðurmóður«. — Reyndi líka til að ímynda sér við og við, að það væri á heimili sonar síns, sem hún væri bæði til gagns og gleði. I annað sinn fékk hún bréf frá honum. „Kærasta móðir! Nýjar gleðifregnir færi eg þér nú. Irma hefir fætt mér son, sem eg hefi svo mjög óskað eftir. Þú getur skilið, að eg vil helzt ekki að nafn mitt deyi út. Framtíðaráform og framtíðarvonir stíga upp í brjósti mér, og sú ósk, að verða Magnúsi — hann á að heita það — forsjón og eftirdæmi. Lifiðer ekki létt móðir mín! Margar hneykslunarhellur eru til, það sér maður, þess lengra sem leiðinni er farið. Irma er lasin, og frískast seint. Hún tekur sér venjulega alt nærri og gerir sér ímyndaðar áhyggjur. Anna var þriggja ára í haust, og er það indæl- asta barn, sem hægt er að sjá. Eg er hræddur um eg elski aldrei nokkurn son eins mikið og þá telpu. Jæa, kærleikurinn verður líklega nægilegur handa honum líka. Einhverntíma verður þú að sjá telpuna mfna f raun og veru. En þangað til sendi eg þér mynd af henni . . .". Karen sat með myndina í hendinni. — Svo- lítið barnshöfuð, umkringt af björtu bári, og fín- gert smáleitt andlit, með gáfuleg undrandi og stór augu, sem litu beint á móti manni. Þráin í hjarta hennar varð nú sterkari enn nokkru sinni áður. Hún vildi fara á stað þangað! Vildi sjá börnin hans, hann sjálfan, konuna hans og heim- ilið . . .! Nei, hún vildi það ekki. Átti hún ef til vill að sjá vonir sínar bregðast ? Að yrði tekið á móti sér eins og ókunnugum! — Nei, á það vildi hún ekki hætta. Nú fékk hún enn þá meira að gera en áður. Tvær sparisjóðsbækur voru settar í bankann, og jafnmikil upphæð í báðar. Vinnan tók upp allan tímann fyrir henni og hugsanirnar gerðu líf hennar auðugt. Eina gleðifregn fékk hún líka enn þá. »Fugls- unginn« var gift og hafði skrifað henni til. ......Eg hefi aldrei átt neinn betri vin en þig, Karen mamma", skrifaði hún, „og því langar mig til að þú skulir vita hvað ánægð og lukkuleg eg er á litla heimilinu mínu út á landinu. Maðurinn minn fullyrðir að eg sé dugleg húsmóðir, það vil eg fegin vera, og nógan áhuga hefi eg á öllu, sem eg á að hugsa um. Líklega mundu þó ýmsir, sem séð hefðu ungu stúlkuna, sem altaf grét af hverju smáræðinu, ekki finna mikinn svip eða skildleika með henni og ungu konunni, sem altaf er syngjandi við vinnuna og bráð um — bráðum — fær einhvern að syngja vögguvfsur við. Edvard er svo góður og skilur mig svo vel. Hann elskar músík, og þreytist aldrei á því að heyra mig leika á hljóðfærið". Þetta bréf fanst Karenu jafndýrmætt, og kvitt- un fyrir goldinni skuld. * * * Nú liðu fram stundir. Dagblöðin sögðu ekki einungis frá lífsferli sonar Karenar, heldur og öllum hreyfingum úti í heiminum. Og eftir því sem Karen las meira, og reyndi að fylgja með í því, sem gerðist, eftir því þrosk- aðist skilningur hennar og skoðanir. Hún og Holm voru nú oft að tala um og kappræða ýms efni, sem hún hafði fáum árum áður ekkert vitað um. — Þau fylgdu ríkisdagsmál- unum með sérstökum áhuga, því sonur hennar sat í neðri málstofunni, og lagði líka orð í belg, þeg- ar ræða skyldi um velferðarmál landsins Það sem hann sagði stundum, var eins og tekið út úr instu tilfinningum móður hans, og gerði hana bæði stolta og glaða. Meðal annars hafði hann áhuga og batðist fyrir launahækkun verkamannanna. »Það eru barnaæskuroinningarnar, sem gægjast hér fram hjá honum, skal eg segja þér Holmt, sagði hún ánægð, og lyfti uppgleraugunum sínum, sem hún var nýfarin að brúka, og kunni ekki við enn þá: »Það er gott að einhver, sem er sjálfur af alþýðunni, tali hennar máli. Enginn annar getur gert það með hjartans sannfæringu*. Hann barðist líka fyrirbindindishreyfingunni, og hún sagði við sjálfa sig, að það væru hinar sorglegu minningar, sem kæmu honum til að tala svo biturt og ákveðið, og sjá svo glöggt í öllum þess konar málum. Yfir höfuð var hann mikill þjóðmegunar hag- fræðingur, og barðist fyrir einfaldari og Iburðar- minni siðum og lifnaðarháttum. »Nei, hlustaðu nú á«, sagði Karen og fleygði blaðinu frá sér í bræði, sem sýndi að eitthvað hefði gramið hana til muna. »Hvað er það?«spurði Holm,sem hafði kom-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.