Kvennablaðið - 30.08.1902, Blaðsíða 2
KVENNABLAÐIÐ.
5i
En þegar við lítum á »hreppsómagana« og
lífsferil þeirra, þá má því miður margoft sjá, að
það er eins og fátækt og ómenska leggist í ætt-
ir, mann fram af manni.
Það eru ekki þeir, sem með dugnaði og spar-
semi verjast þvf, að þurfa að þiggja af öðrum,
og koma mörgum börnum upp án annara hjálp-
ar, þrátt fyrir féleysi, heilsubrest og erfiðar ástæð-
ur. Frá þeim kemur oft duglegasta fólkið.
En það eru börnin, sem komið er niður á
misjöfn heimili, fyrir auðvirðilega lága meðgjöf,
og það eru líka þau böm, sem verða að kúldast
upp hjá misjöfnum foreldrum, sem litlahugmynd
hafa um nauðsyn framfara og sjálfstæðis, en álíta
sveitarfélagið í heild sinni skyldugtog »mátulegt«
til að leggja þeim til framfærslu árlega, svo mik-
ið sem þeir krefjast.
Hvernig ætti sómatilfinning og manndáð að
glæðast og lifna hjá þessum börnum?
Á meðan fátækra löggjöfinni er ekki breytt,
meðan alt er í sama horfi og nú, og sveitarfél-
ögin hugsa bara um, að kosta sem minstu tii, þá
fáum við enga bót á þessu.
En til þess að geta lagt til þessara mála,
ættu allar mæður og aliar húsmæður, að stuðla
að, af fremsta megni.
Ef þessi lög um kjörgengi kvenna, ná stað-
festingu konungs, sem vonandi er, þá ætti líka
að vera sjálfsagt, að við konurnar notuðum þau,
bæði beinlínis með þvf að kjósa sjálfar, og mæla
fyrir því að þeir einir, sem stuðluðu að breyting-
um á barnauppeldinu, væru kosnir í sveitarstjórn-
ir, og sömuleiðis stuðla að því, að færar konur
væru kosnar með í sveitarstjómir og bæjarstjórnir.
Það þyrftigagngerða breytingu áþessu. Böm-
in, sem nú alast upp á sveit, ættu að alast npp
á uppeldisstofnun, sem háttað væri eftir beztu og
hentugustu uppeldisstofnunum annara þjóða. Þá
gætum vér vonast eftir, að fá duglegt vel upp
alið verkafólk, sem fært væri um að vinna á
sómasamlegan hátt sjálfu sér og þjóð sinni gagn.
Þá mundum vér fá færri letingja og færra ósjálf-
bjarga fólk.
En til þessa þarf gagngerða breyting á fá-
tækramálunum og nokkuð fé.
Um þetta mál verður ef til vill rætt nokkuð
meira hér í blaðinu sfðar.
Skuldadagar nir.
(Þýtt).
(Framh.).
hljóðaði svo:
■ra elskaða móðirl
ttum ekki mikið hvort af öðru,
og eg veit að þú manst jafnan
eftir mér, svo finn eg og líka — Þegar eitthvað mikils-
vert kemur fyrir mig í lífinu — að í rauninni er eng-
inn nákomnari mér en þú.
Eg hefi eignast dóttur! Veru, sem er bein af
mínum beinum og hold af mínu holdi, til þess að
vernda og elska! Það ætla eg líka að gera! Hún
lítur út fyrir að verða fallegt barn. I mínum augum
er hún fallegasta barnið f heiminum. Síðan eg í
fyrsta augnablikinu leit á litla rauðgula hrukkótta
andlitið hennar, þá vissi eg að aldrei hafði nokkur
mannleg vera verið mér svo kær, og mundi heldur
aldrei verða það.
Irma var mjög veik, hún er nú frfsk og lukkuleg,
þótt minna beri á henni en mér. Hvað mörg börn
sem hún eignaðist þá yrði eg þó henni kærari en
nokkurt þeirra.
Skfrnarveizlan verður haldin þegar hún kemur
á fætur. Telpan á að heita slétt og rétt Anna.
Við svona tækifæri finn eg sárt til þess að vera
svo langt í burtu frá þér, mamma . . .“.
Karen fékk brennandi löngun til að sjá þetta
fyrsta barnabarn sitt.
»Hefði hann int í þá átt nneð einu orði að
hann óskaði þess, þá hefði eg farið á stað und-
ir eins«, hugsaði hún með sér, meðan blóðið var
f mestri hreyfingu.
En tíminn leið, og hún varð rólegri.
Niðri í skólahúsinu var lfka svolltil stúlka, og
þegar hún tók hana upp í fang sér, þáímyndaði
hún sér að það væri sonardóttirin.
»Eg hefði líka ef til vill, getað átt svona lít-
inn hnokka, ef eg hefði viljað skilja hálfkveðna
vísu«, hugsaði hún með sér, dálítið kýmileit í
augunum.
Holm og Ingiríður voru lukkuleg hvort með
annað, og hún öfundaði þau ekki. Kom líkatil
hugar að hún hefði nóg af að eiga eitt bam—
fanst stundum það vera full mikið.
Nú vissi hún fyrir hvað hún ætti að vinna.
— Fyrir sparisjóðsbókina, sem nafnið Anna var
skrifað á fyrstu síðuna.
Nú liðu fram tímar. Niels í Engjabænum
hafði orðið bráðdauður, frá öllum sínum framtíð-
ar ráðagerðum með að bæta og stækka jörðina
— og dóttir hans, sem erfði hana, fiutti þangað
upp eftir, með manni sínum og barni. — Holm