Kvennablaðið - 30.11.1902, Side 3

Kvennablaðið - 30.11.1902, Side 3
KVENNABLAÐIB. 83 „Já, en það dugði ekki. — Það er nú svo- leiðis, skal eg segja frökeninni, að þegar maður lifir áramót sín — helzt þegar árin fjölga að baki — þá koma hugsanirnar eins og farfuglar og minna á alt, sem liðið er, og alt sem koma skal. Ef það væri ekki vegna allra þessara hugsana, þá þyrfti enginn svefnmeðul hér 1 heimi. — Þá trú hefi eg. Ef maður getur lagt sig óhult niður, eins og í guðs faðm, þá sofna menn líka — það veit eg af eigin reynd“. Anna stóð kyr í anddynnu, sem náði hérum bil í gegnum alt húsið. Undir miðri stóru ljósakrónunni, sem hékk ofan úr loftinu hreyktu sér ríkulegir og stórvaxn- ir pálmar í blómkrukkum. Og úti í hornunum hjá stiganum, stóðu mannháar bronsesúlur með ljósastjökum á. „Nú megið þér koma inn“, sagði Andrés um leið og hann lauk upp hurðinni og hvarf svo inn í sitt herbergi. “Guð gefi þér allt gott, pabbi minn“, sagði Anna grátandi og fleygði sér um hálsinn á hon- um. „Af hverju grætur þú, barnið rnitt?" spurði hann kvíðafullur. „Það veit eg ekki, — það kom alt í einu að mér. Eg var svo glöð, en..............“ „Það átt þú að vera, og það verðtir þú að vera. Eg þarf að sjá glöð andlit 1 kringum mig“. Hún leit framan í andlit hans, sem enn þá var svo fallegt, þó það væri fölt og magurt, með stóra sveppi og skarpar hrukkur fyrir neðan augun. „Eg er svo glöð uúna", sagði hún, og þó runnu tárin stöðugt ofan kinnar hennar, án þess hún gæti stilt sig. „Hvað gengur að þér? Þú ertekki llk sjállri þér í dag“. — Rómur hansbar vott um óróleika, ástríki og hræðslu. „Það er líka merkisdagur fyrir mig í dag. Eg hefi hugsað alt of lítið utn það“. „Þess meira hefi eg hugsað um það barnið mitt". „Já, — en íþeim sökum verður hver einn að hugsa sjálfur". „Þú veizt, að eg vil það, sem þér er fyrir beztu — eða hvað?“ „Bara að eg vissi það". „Eg er hræddur um, að mér líði ekki rauna- lega andlitið þitt úr minni í dag“, sagði hann, og horfði í augu hennar. „Eg hefi stærri byrði að bera, en þig grunar, og hvað lítið sem þar bæt- ist við, er mér um megn. — Eg skal segja þér — maður veit ekki hvað fyrir kann að koma, og ef eg skyldi verða tekinn burtu..........þá er það svoddan huggun, að vita að þínframtíðsé trygð". „Segðu ekki þetta". Nú lék lúðraflokkurinn ýtns lög fyrir utan dyrnar. „Bara að eg hefði nú mátt sleppa hjá þessari vesölu músik, sem eg á að fara að þakka fyrir núna“, sagði hann og strauk hendinni um ennið. „Dag- urinn í dag verður voðalegur, og eg veit ekki hvað eg vildi gefa til, að hann væri liðinn". „En því þá ekki að halda upp á hann 1 kyrð og ró, bara fyrir okkur? eins og mamtna vildi". „Hvað skyldi fólkið þá hafa haldið? Að eg væri kominn á kúpuna! — Afmælisdagar rnínir hafa jafnan verið haldnir hátíðlegir, og núna er eg fimmtíu ára". Hún rétti honum rósirnar. „Þær eru dagghreinar og ljúfar eins og þú ert sjálf barn. Látum okkur nú fara út“. Hann kom út á tröppumar með hana við hlið sér, og rósirnar í hendinni. Þreytusvipurinn var gersamlega horfinn, andlitsdrættirnir fjörlegir og framgangan glæsileg. — Þannig heilsaði hann þakk- andi, hlæjandi og vingjamlega til allra hliða. • * * Formaður verkamannafélagsins hafði haldið ræðu, og á eftir fylgdi lúðraþytur og húrrahróp, bankastjórinn þakkaði fyrir heiðurinn, með glasið í hendinni, og létti stórum fyrir brjósti, þegar lúðramennirnir héldu af stað, leikandi fjörugt herlag. — „Láttu okkur nú fá morgunmatinn í snatri Karlson", sagði bankastjórinn óþolinmóður, „og segðu Elfing, að koma með vagnhestana". Borðið var dúkað úti 1 forskygninu, undir pálmum og ýmsum öðrum blaðajurtum. „Hversvegna étum við hérna, en ekki inni í borðstofunni?" „Frlherraynjan sagði svo fyrir". „Dragið þá að minnsta kosti niður glugga- tjöldin. Hér er heitt eins og í bakaraofni". „Á eg að sitja aleinn að máltíðinni?" „Eg átti að segja fríherraynjunni til. Hún er niðri í vfnkjallaranum. „Gerðu það þá — og flýttu þér". Hann gekk um gólf í forskygninu — og fann að hann varð altaf gramari og gramari við hvert augnablik, sem hann beið, en þótti þó fyrir því. „Étum við hérna úti í hátíðarskini við afmæl- isdaginn minn?“ spurði hann þegar Irma sást í dyrunum.

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.