Kvennablaðið - 31.08.1905, Qupperneq 5

Kvennablaðið - 31.08.1905, Qupperneq 5
KVENNABLAÐIÐ. 61 þykjast hafa bæði tögl og hagldir. Þá gægj- ast beisku hæðnisyrðin út! Hvað átti eg að gera? „Kærasta iitla Lucy mín“, sagði Charley mjög ástúðlega, „litla væna Ló ió min því þrætir þú enn þá?“ Legðu nú litla kollinn þinn á öxlina á mér og segðu: „Charley, eg var í garðinum í fyrrakveld", — við kærum okkur ekki um að nofna nöfn — og svo er alt gott“. „Guð fyrirgefl mér, að eg gerði sem hann bað mig! Eg leit niður fyrir mig og sagði blóðrauð út undir eyiu: Charley, eg var í garðinum í fyrrakveld“. En svo fór eg að gráta. Mér fanst eg svo auðvirðileg. „Jæja Ló ló, það er rétt, nú er alt gott. Þú skalt aldrei af mínum munni fá að heyra neitt um þetta, því þú varst þar, eg sá þig, og mér jykir leiðinlegt að þú neitaðir því. En nú er alt gott. Eg vissi iíka að þú varst þar, því hestamaðurinn mrs. Alleyne sagði mér það. Það lftur út. fyrir að hann hafi séð þig líka“. Eg þagði. Eg gat ekki komið upp nokkru orði. Blóðið streymdi að hjarta mínu, og svo upp í andlitið. Eg misti ráðið og féll meðvilundarlaus afturábak í faðminn á Chariey. (Framh.), Ferðamolar. IX. Eg beið i Kristiania 3 daga, og lagði af stað þaðan niður að Moss, með gufubát, sem geng- ur um Kristianiufjörðinn. Eg hafði notið margra ánægjustunda þar, og átt hvarvetiia góðu að mæta. Allir voru boðnir og búnir lil að sýna mér livað eina, sem ég óskaði, livort sem það voru söfn, skólar eða annað. En einkum má eg með þakldæti nefna ritstýru »Húsmóður- innar,« frk. Mariu Jörstad, mjög gáfaða og ijöl- mentaða konu, ásamt eiganda »Húsm.,« frk. Wold. Eg mátti heita halda til á skrifstofu blaðsins meira eða minna á hvcrjum degi. Og alt sem unt var að gera mér til greiða og á- nægju létu þær i té við mig. Því miður gat eg ckki fundið ýmsa, sem 'eg hefði viljað flnna, af því fólk ferðast þar svo mikið á sumrin. Þó hitti eg forstöðukonu fyrir »Hjemmenes Vels l'orening,« frú M. Nærup, mjög gáfaða og elskulega konu, frú fyrverandi forsætisráðherra Randi Blehr, frk. Ginu Krogh, ritstýru Nylænde, kvenréttinda málgagns Norð- manna, sýsturnar Böe, ritstýrur að »Urd,« o. 11. Frk. Gína Krogh er alveg óvanalega gáfuð, mentuð og falleg kona, — »þótt hún liati ekki gifst!« Eg hcyrði menn segja að fyrirlestrar hennar, umræður og ræður, um pólitík væru alveg óvanalega vel rökstuddir, ágætlega fram- settir og fluttir. Eg var reið við sjálfa mig að hafa ekki fundið liana fyr en siðasta daginn, því hana helði eg liaft ánægju af að þekkja meira.------ Og svo fór eg með gufubátnum i góðu veðri niður fjörðinn til Moss. Eg liorfði með tárin i augunum upp i bæinn, sá Akerhúskastalann, sem eg því miður liafði aldrei skoðað, gnæfa þar svo hljóðan og dramblátán yfir bæinn. Hvervetna brostu við skógar, blómlcgar villur og aldin- garðar. Eg gat ekki varist að liugsa um, hvað mikið þeir menn lilutu að elska sjálfstæði og frelsi, sem yílrgáfu þetla land, og frændur og vini, en leituðu uppi liina fjarlægu »beinaberu« köldu jökuleyju norðurundir ishaíinu, og sett- ust þar að. Þcir hafa auðsjáanlega haft þá skoðun að: »Bú er betra, þótt lítið sé, lialur er heima hverr. Þótt tvær geitur eigi, og tág- reftan sal — það er þó betra en bæn.« Nei, og eilt var það enn sem cg gat ekki lnigsað um með óblandaðri gleði, það var, hvað við konurnar lieima stæðum frænkum vorum í Noregi langt að baki, hvað við værum öþroskaðar og áhugalausar, í samanburði við þær. Þegar maður les norska kvennablaðið »Hus- moderen« og sér, að mest alt efni blaðsins er um alvarleg mál, þegar menn auk þess aðgæta, hvað margar konur skrifa í það, hvarvetna frá Noregi og að blaðið ljölgar stöðugt kaupend- um, þótt mjög litið flytji það af sögum — þá er auðséð að það eru þroskaðri kaupendar en viða annarstaðar, þótt blaðið sé í alla slaði á- gætlega ritað. En það er líka annað að vera áfastur heiminum cða dingla svo að segja i lausu lofti milli liimins og jarðar. —•-- Moss er laglegur bær i talsverðum uppgangi. Þar eru vcrksmiðjur og skipásmíðar miklar. Ilétt við bæinn er eyja, áföst með brú. Þangað eru olt skemtigöngur bæjarbúa. Þar er upp- eldisstofnun handa börnum, sem frimúrarar mcð Oskari Svíakonungi sem fórgöngumanni liafa reist. Börnin eru alin þar upp, og la þar allan sinn skólalærdóm. Borgað er með þcim ef efni leyfa. Eg var tvo daga i Moss hjá íslenzkum kunn- ingiakonum minum, Björgu Jónsdóttur og dótt- ur hennar frk, Halldóru Bjarnadóttur, sem er

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.