Kvennablaðið - 13.09.1905, Blaðsíða 6
70
KVENNABLAÐIÐ.
minnir 1—2 bókaskápar, ogjafnvcl i matsalnum.
Húsinu var þannig skift aö þrjú licrbergi voru
i lengdinni, mitt herbergi og salurinn og bóka-
herbergið. Svo var matsalurinn, sem líka var
allstór, og svo mörg smærri lierbergi tilbeggja
hliða, sem voru þá að minsta kosti höfð fyrir
svefnherbergi. Á neðra gólíi var íbúð, sem ann-
ar bróðir hennar bjó í með fólki sínu um tima
á sumrin.
Litil og fátækleg kirkja eða kapella fylgir
liöfuðbóli þessu, líklega í fyrstu eiginlega ætluð
verkafólki verksmiðjunnar. Þar eru foreldrar
og afaforeldrar frk. Wærn graiin. Mig minnir
liún segði mér að sóknar-konurnar, sjálfsagt
með lienni sem forgöngukonu, væru að efna til
samslcota, með bazar, tombólu o. II. til kirkju-
byggingar. Enda mun það vera i fleiru, sem
liún lætur sig varða velferð nágrannauna og
verkafólksins í verksmiðjum þeirra. Þannig heíir
liún í ungdæmi sínu lært hjúkrunarfræði, afþví
henni fanst það ómissandi fyrir þá, sem hel'ðu
yflr inörgum að segja, einkum í verksmiðjum
uppi í sveit, þar sem ol't ekki næðist lljólt til
læknis.
Eldhússbálkur.
Smákökur með kaffi eða te.
Nafnlaus. '/j pd. hveiti, V2 pd. sykur '/s pd.
brætt smjör, 2 egg og fáeinir dropar af sítrón-
olín.
Petta hrærist alt vel saríian, og er svo hnoð-
að í smáhnoða, sem er dýft i grófsteyttan sykur.
Svo eru hnoðin sett á heita plötu í bakara-
ofninum og bökuð ljósbrún við góðan eld.
Dœlingar. 1 tebolli óilóaður rjómi, 1 af sykri,
1 af bræddu smjöri, 1 af kartöflumjöli og 1 af
liveiti. Petta lirærist alt saman og er sett á ofn-
plötuna í litla linoða með barnaskeið. — Pær
bakast svo eins og smákökur, venjulega við góð-
an eld. Ef þær vilja renna of mikið út, þá er
meira hveili bætt i deiglð.
Eftirréttir.
Lagkaka, sem oft brúkast á afmælisdögum,
6 egg eru vigtuð rnóti jöfnum þunga af sykri
og hveiti. Eggjarauðan og sykurinn eru þeytt
saman, en hvitan þeytist sér, svo vel, að hvolfa
megi fatinu, sem þeytt er á. Saman við liveitið
er svo dreift 2 teskeiðum af gcrpúlveri. Pegar
deigið er hrært og hvítan, sem seinast er hrærð
saman við, er komin í, þá er deiginu smurt á
kringlóttar blikkplötur, helzt með litlum kanti.
í kring og látið svo inn í vel heitan bakaraofn.
Ef blikkplötur eru ekki til, þá má nola pappír,
sem fyrst er mótaður með diski, og smurður
er með smjöri eins og blikkplöturnar. Á papp-
irinn má svo drepa deiginu með hnif eins og á
plötu, svo kakan verði á þj'kt lík og heldur
þykk ilatkaka. Kökumar bakast ljósbrúnar í
vel heitum bakaraofni, hvolfast svo af plötunni
og setjast hver ofan á aðra, svo þær harðni
ekki um of; þær þurfa að vera 4 saman, ineð
»vanillekrein« á milli laga.
»Kremið« er búið til úr 'l«. pt. al' góðri rjóma-
mjólk, 4 eggjum, dálitlum sykri og dálitlum van-
ille steyttum, eða þá ósteyttum soðnum vanille
í kreminu, en sem svo tekst í burtu. »Kremið«
er jafnað með karlöflumjöli framan á hnifsoddi.
Kakan skreytist svo með froðu úr tveimur
þeyttum eggjahvítum, með ofurlitlu afvel steytt-
um hvítasykri saman við og einni teijeið af
livítu stífelsi. Bezt er að láta »kremið« milli
laganna daginn áður en kalcan skreytist eða
»isasl«. Pegar það er búið, þá er lnin sett fáar
minútur inn í heitan bakaraofn, svo »ísinn»
liarðni utan um liana.
Kakan skreytist ofan á með ýmsu öðru,
eftir hvers eins vild. Langar, þunnar, fintskorn-
ar ræmur af appelsínuhýði, sem livitan er tekin
innan úr, er fallegt að sjá. En þær verða áð-
ur að hafa verið soðnar í sterkum sykurlegi,
eða lcgið lengi í lionum. Svo eru þær lagðar
í kross liingað og þangað yflr alla kökuna og
»syltetau« á milli eða valhnotukjarnar, eða
hvað sem mönnum sýnist.
GróÖ ráö.
Ljósleitar silkiblúsur og silkisvuntur. Ilériblaðinu
hefir áður verið talað iim, hvernig þær eigi að
hreinsast. Nú skal það gert á ný.
Silkiblúsur og silkisvuntur er auðvelt að
hreinsa heima með benzíni og kartöflumjöli.
Hreinn dúkur er lagður undir óhrcina staðinn,
sem nuddast svo langsíða með hreinni bómull,
sem dyfið liefir verið í benzín, og svo er það
nuddað þangað lil það er þurt, með miklu af
heitu kartöflumjöli. I'egar blúsan er orðin öll
óhrein, þá er hún lálin i djúpa skál og benzini
lielt yfir, svo það fljóti yíir hana, svo er látinn
góður hlemmur, eða eitthvað, sem fellur vel
yfir skálina, og breitt svo vel yfir, svo benzinið
gufi ekki upp. Svona er blúsan látin biða til
næsta dags. Pá er hún tekin upp, lögð á þurr-
an dúk og nudduð velmeð miklu kartöflumjöli,
þangað til hún er hrein, Ekki má strjúka liana
með heitu jár'ni. Ef svona er farið að, þá má
brúka hana þangað til hún er ónýt án þess að
þvo hana. Sama cr með ljósar silkisvuntur og
slifsi. Benzínið fæst hér í búöum á 50—-60 aura
lieilflaska. Nola má benzinið aftur, sem blúsan
eða svuntan liefir legið í yfir nóttina, ef óhrein-
indunum, er sezt hafa á botninn, er helt burt.