Kvennablaðið - 13.09.1905, Blaðsíða 4
68
KVENNABLAÐIÐ.
eins einstöku erfiðleika, heldur að þau megi
vera viðbúin að berjast sífelt við þá.
Kennið þeim að vinnan fyrir þau sjálf og
aðra, sé ekki bölvun, heldur hin mesta bless-
un. Reynið að gera þau farsæl og glaðvær,
en kennið þeim líka að finna ánægju og ham-
ingju af vinnunni og mótganginum, og að upp
fylla skyldur sínar við guð og menn.
Sú móðir er sannarlega farsælust kvenna,
sem getur gefið sonum sínum og dætrum
verulega gott uppeldi.
Það eru til mörg góð hjón sem ekki hafa
fengið þátt í þeirri blessun að eiga börn, og
þau virðum vér að sjálfsögðu jafnmikið og
aðra, sem farið hafa á mis við hin mestu
gæði án þess þeim hafi verið það sjálfrátt.
En þau hjón, sem sjálf forðast þá hamingju
að fæða börn í heiminn, mega álítast sem
huglausir liðhlaupar.
Eiginkonur, sem með viljaforðastmóðurskyld-
una eru óheilbrigðustu og óþægilegustu verur
nútíma tízkunnar. Ef einhver er svo blind-
aður að hann fái ekki séð það, þá vil eg benda
honum á að lesaskáldsöguna „Unleoved Bread",
gagnrýna vandlega skapferli Selmu, og hugsa
um örlög þeirra þjóða sem uppeldu þannig
dætur sínar.
Því er ver og miður, að slíkar konur eiga
ekki að eins heima í sögunum. Þær eiga
líka heima hjá þjóð vorri. Þjóðmegunarskýrsl-
urnar sýna oss, að hjónaskilnaðir fjölga voða-
lega ár frá ári, og að hægðin við að fá hjóna-
skilnað er eitur þjóðanna, og bölvun fyrir
þjóðfélagið, hætta fyrir heimilin og undirrót
og hvöt til ógæfusamra hjónabanda og sið-
spillingar.
Eg las í gær í blaði, að hjón ættu ekki að
eiga meira en tvö börn, svo framarlega sem
þau væru ekki auðkýfingar; til þess börnin
gætu notið lífsins gæða í sem fyllstum mæli.
Höfundur þessarar greinar hvetur meðbræð-
urna — ekki til að ala börn sín vel upp, ekki
til að rækja skyldur sínar, ekki til að senda
þau út í heiminn, með sterkt hjarta og ein-
beittan vilja til þess að vinna sigra fyrir sjáifa
sig og þjóðfélagið, og til þess að skapa sér
stöðu í lífinu, heldur hvetur haun þá til að'
eignast ekki fieiri börn enn að þau geti notið
ajlra lífsins gæða í ríkulegum m^eli",
Forsetinn lauk ræðu sinni á þessa leið:
„Störf konunnar eru ekki lótt, eins og ekkert
starf, sem mikið er komið undir að vel sé
gert, er létt. En meðan hún rækir þau, og
þegar hún hefir iokið.þeim, þá mun hún verða
gagntekin af hinni æðstu og helgustu gleði,
sem mannkynið þekkir. Og þegar hún hefir
lokið verki sínu þá fær hún þau laun, sem
henni eru heitin í ritningunni, þvi maður
hennar og börn, og allir aðrir, sem viðurkenna
að iífsstarf hennar leggur hyrningarsteininn
undir farsæld og mikilleik þjóðarinnar, þeir
umnu rísa upp og blessa hana“.
Feröamolar.
x.
Paö var aldimt fyrirlöngu þegareg um kvöld-
ið kl. 10 kom á járnbrautarstöðina viö Biliings-
fors. Eg fór að hypja mig með að taka liand-
tösku mína og spenna ólunum utan um ferða-
ábreiðuna, en þá heyrði eg að spurt var úti
fyrir hvort frú Asmundsson væri með lestinni.
Eg ilýtti mér út og liitti þar frk. Marie Wærn,
bréfvinu mína, sem var þar með vagni með
tveim hestum fyrir ásamt vagnstjóra til að taka
á móti mér. Aldrei finna menn livað mikils-
vert það er að hitta vini, sem hjóða menn vel-
komna og opna heimili sin fyrir mönnum, eins
og þegar menn í fyrsla sinni ferðast i útlönd-
um. Mér fanst eg vera kominn til gamalla vina.
Og þegar við vorum komnar upp í vagninn og
farnar að spjalla saman, og einkum þegar við
ókum yfir brúna sem tengir litlu eyjuna seni
Billingsfors stendur á, við mcginlandið, og ókuni
upptrjágöngin,heimað hinu gamla reisulega húsi,
sem gægðist þar út úr skóginum, með ijós i llest-
öllum gluggum á efra lofti — þá fanst mér eg
vera hálft um liálft að koma heim til mín. Og
sú tilfinning jókst fremur en að liún minkaði
þegar við námurii staðar framan við veröndina,
sem villivínviðurinn vafði sig um, og ung ljós-
klædd stúlka hljóp ofan tröppurnar, tók í hönd
mér og hjálpaði mér ofan úr vagninuni og bauð
mig hjartanlega velkomna. Pað var bróður-
dóttur frk. Wærn, sem vön er að vera hjá henni
á sumrin, en annars býr hjá foreldrum sínuni
í Gautaborg. Hún er eftirlæti frænlcu sinnar
og gengur henni i dóttur stað þegar lnin er
hjá henni.
Frk. Wærn og frænka liennar létu svo taka
tösku mína og fara með upp, þvi lnin kvað
mig mundu þurfa að livíla mig litla stund a
lierbergi mínu. Og svo fylgdi hún roér inn 1