Kvennablaðið - 30.01.1906, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 30.01.1906, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ. 3 Og fátæku börnunum er ekki glevmt, þau fá alt ókeypis. Kenslan er ókeypis i alþýðuskólunum fyrir alla. En svo koma bækur og áhöld, sem líka eru ókeypis, og að síðuslu matur handa þeim fátækustu. I Noregi reiknaðist góður miðdagsverð- ar handa þeim, sem gátu borgað, á 12 tólf aura, — og í Svíþjóð á 6 — sex aura, — og þó reyndu margir að sögn, að smeygja sér undan að borga þetta lílilræði. Auk þessara skóla, þá eru til atlra handa stofnanir og liæli handa börnum. Alt er reynt að gera til að lilúa að þeim og vernda þau, af því menn skilja það, að undir þeim er beill lands og lýðs komið: Þau eru framtíðin í líkainlegri mynd. Eft- ir nokkur ár fara þau að ráða lögum og lofum.i landinu, og undir það verða þau aldrei of vel búin. Eitt af því tillölulega nýjasta, sem gert er lyrir fátækustu börnin eiu vinnustof- urnar. Þeirra heflr áður verið getið hér i blaðinu. En þær eru svo afar þýðingar- mikill liður í uppeldi fátækustu barnanna víðast hvar, að þeirra er vert að geta oft og rækilega. Vinnustofurnar eru eiginlega svenskar að uppruna. En Norðmenn hafa tekið það eftir og fjölga þær þar óðum. Danmörlc liafði reyndar, í Kaupmh., líka stofnun. Það var eins konar kveldskóli fyrir fátæk börn, sem þó var nokkuð öðruvísi að fyr- irkomulagi. Eg hefi áðurgetið þess að dætur Lars- Hierta, ritstjóra og höfunds sænska Ivvöld- blaðsins hefðu í fyrstu gengist fyrir að koma þeim á fót í Svíþjóð. Erindi mitt til Stokkhólms í fyrra var eiginlega það að kynna mér fyrirkomulag þessara stofn- ana. Eg hitti prófessors frú Önnu Hierta- Retzius, dóttur L. Hierta, að máli, til að i'á nánari skýrslur um þetta. Hún varð mjög glöð yíir þvi, fylgdi mér sjálf í tvær elztu vinnustofurnar, sagði mér nákvæmlega alt um þær og gaf mér bæði bækur og skýrsl- ur um starfsemi þeirra. Aðaltilgangur vinnustofanna er: að bjálpa börnum foreldra, sem annaðhvort eiga ill héimili eða þar, sem foreldrarnir eru að vinnu utan lieimilis eða eru svo fá- tæk, að börnin geta bvorki lærtþarbeima námsgreinarnar, sem þau eiga að hafa i skólanum, eða unað heima, heldur leika öllum stundum úti á götum og strætum bæjarins, og komast þar í kynni við lak- asta fólkið, sem leiðir þau á hvers konar glapstigu og villibrautir. Markmiðið er, að gefa börnunum liæli, þegar þau koma úr skolanum, þar sem þau varðveitist frá ósiðseini og glæpum, en geti lært undir skólann lil næsta dags, og auk þess ýmsa vinnu. Vinnustofurnar eru opnar frá kl. 4 síð- degis til kl. 7. Sumar þeirra eru lika opn- ar frá kl. 9 árdegis til kl. 12. Þær eru handa börnum, frá 8—10 ára, sem fara í skólannkl. 12 árdegis. En þær sem byrja kl. 4—5 eru handa þeim börnum, sem fara í skólann á venjulegum tírna á morgnana. F.yrstu vinnustofurnar byrjuðu með 8—10 hörnum írá kl. ö—7 síðd. Kensl- una veittu ýmsar heldri konur alveg ókeypis. Þó varð brátt að fá karlmenn tll að kenna, því drengir voru frá byrjun annan daginn, en stúlkubörn hinn daginn. Nú eru llestir kennararnir launaðir. Stúlkubörnin læra að sauma föt handa sér og bæta, að flétla körfur og smáhluti úr tágum, hefilspónum og liampi, læra að prjóna vefa o. s. frv. Drengirnir læra að smiða ýmsa smá- Iiluti, sauma og gera við föt 'sín og skó, binda bursta o. s. frv. Öll fá börriin efni til að gera við sín eigin föt og að síðustu mat kl. 7. Þau sein eru dugleg fá líka að taka ýmsa vinnu með sér heim og fá ákveðið gjald fyrir, sem þeim er borgað i ákveðnum merkjum, sem börnin ofl lcggja inn í sparibókarreikning sinn. Börnin í árdegisdeildinni fá miðdagsmat áður en þau fara á daginn. »Það, sem heldur börnunum mest við vinnustofurnar okkar er maturinn og heima- vinnan. Með því móti fá þau tækifæri til að vinna sér sjálf inn peninga, sem þau annaðhvort safna saman, eins og einn dá- lílill drengur lijá okkur, sem nú á um 100 krónur í sparisjóði, eða þau geta fengið peningana til hjálpar foreldrum sínum«, sagði frú Hierta-Retzius við mig.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.