Kvennablaðið - 24.04.1907, Qupperneq 2
‘26
&venn;ablaí>ií>.
eins og aðrar fleiri þegjandi. En eftir að
eg las þessa grein, finnst mér ómögulegt að
ganga fram hjá henni, án þess að láta
opinberlega i ljósi skoðun mína á velferðar-
máli okkar kvennanna. Eg er mjög þakklát
hinni heiðruðu ritstýru blaðsins fyrir áhuga
þann, er hún sýnir í orði og verki, til að
heíja okkur upp á stig frelsis og réttinda,
og það er eðlilegt, að henni gremjist að
svo fáal* veita henni lið, eða láta ásjást í
lieinu, að þær kunni að meta starf henn-
ar. Þó eg taki mér penna í hönd til að
rita þessar línur, er eg þó óefað ein af þeim
alt of fáu konum, sem njóta frelsis og sann-
* girni í heimilisverkum sínum og daglega
lífinu, enda á eg þann mann, sem ekki bind-
ur mig á klafa ófrelsis og lítilsvirðingar.
En því er ver og miður, að það eru marg-
ar konur, sem eru ófrjálsar og lítils metn-
ar hér á landi. Það er eldgamall vani,
sem alt of lengi hefir ríkt yfir lífsbraut
kvenna, enda er margt sorglegt dæmi að
íinna, sem slík kúgun hefir getið af sér.
Það gefur hverjum manni að skilja, að
kvenmanninum er eins meðsköpuð þráin
til frelsis og réttinda, eins og karlmannin-
um, sem hún verður að kæfa niður á
hverju augnabliki lífs síns, þangað til dauð-
inn gerir enda á lííi hennar, sem þá oft
og tíðum er orðin þung byrði. Hversu
glæsileg eru kjör þeirrar konu, sem á
drykkjumann, er grætir hana og misþyrmir
benni, þegar hún vill fagna honum? Hversu
glæsileg eru kjör þeirrar konu, sem svo er
ófrjáls, að hún má ekkert hafa handa á
milli, nema það, sem maðurinn skamtar
henni í þann og þann svipinn, og það stund-
um af þeim eigum sem hún á sjálf? Hversu
glæsileg eru kjör þeirrar konu, sem fyrir
dags-erfiði sitt fær að launum ávítur og að-
finnslur manns síns?
Þannig mætti tilfæra mörg dæmi, sem
sýna hina ófrjálsu hlið kvennmannsins í
smáu sem stóru. Og það ætti að vera meiri
áhugi íslenzka kvenfólksins en er í öllum
efnum, og við höfum nóg að berjast fyrir.
Eg er í engum vafa um það, að allar
konur yngri sem eldri vilja komast að há-
leitara takmarki, en þær hafa hingað til
náð. Þær hafa áhuga á því, og vilja það,
en brestur kjark til að ræða opinberlega
þessi framfaramál sín, og mörg kona, sem
finnst sig vanta næga þekkingu til að ræða
um slíkt, — enda er upplýsing okkar kvenn-
manna víða á landinu svo ófullkomin enn,
að við getum tæplega skrifað sendibréf
skammlaust. Er því eðlilegt, að við drög-
um okkur i hlé að láta lærðari menn, kon-
ur sem karla, »kritisera« ritgerðir okkar.
Staða kvenna í mannfélaginu hefir
fram að þessum tima verið á lágu stigi;
ekki vegna þess, að kvenmanninum séu
gefnir minni hæfileikar frá skaparans hendi,
en karlmanninum, heldur vegna þess, að
aldarandinn og rótgróinn vani hefir varnað
þeim að njóta þeirra réttilega. Þegar á alt
er litið liöfum við engu minni skyldum að
gegna en karlmennirnir. Við »erum mæð-
ur og fóstrur æskulýðsins«, við verðum að
taka hann á okkar arma, sjá um að ala
hann upp á erfiðustu árunum, sjá um, að
hann hafi fæði og klæði og margt fleira
sem mæðrum er kunnugt um, er börn liafa
haft á hendi. Við eigum að sjá um, að
heimili okkar séu þrifaleg, að alt sé í röð
og reglu, og við eigum að sjá um fæði og
klæði handa yngri og eldri sem á heimil-
unum eru. Þetta er æfistarf flestra kvenna,
og hærra mega þær ekki líta margar hverj-
ar, þótt þær séu gæddar þeim hæfileikum,
sem lyft gæti þeiin á hærra stig mentunar
og manngildis. En sein betur fer, er þetta
óðum að færast í áttina til hins betra. Við
erum komnar inn á brautina, sem liggur
að hærra og frjálsara takmarki, þótt aðal-
starf okkar sé óunnið enn. Við verðum
að hafa það hugfast, konurnar, að þó við
sjálfar, sem komnar erum á fullorðins 'ár,
getum búist við því, að njóta ekki ávaxt-
anna af baráttu okkar, þá eigum við flest-
ar unga og uppvaxandi kynslóð undir
hendi, sem getur notið Jieirra. Og eg skil
ekki annað, en hver móðir vilji með ánægju
verja kröftum sínum til þess, að dætur
hennar, sem eiga sömu lífsstörfum að gegna
á lífsleíðinni, geli komist að fullkomnara
marki, en hingað til hefir átt sér stað. Það
er ranglátt, sem alt fram að þessum tíma