Kvennablaðið - 30.09.1907, Síða 1

Kvennablaðið - 30.09.1907, Síða 1
Kvennablaðiðkost- ar 1 kr. 50 au. inn- anlands, erlendis 2 kr.60 [cent vestan- hafs) */* verðsins borgist fyrfram, en */* fyrir 16. júli. ticmiafilabiti. UppsÖgn skrifleg bundin við ára- mót, ógild nema komin sé til út- get. fyrir 1. okt. Og kaupandi liafl borgað að fullu. 13. ár. Reykjavík, 3 0. s e p t. 1907. M 9. Eins og menn vita, hefir Reykjavík orð- ið fyrst. til að veita öllum sjálfstæðum kon- um sínum kosningarétt og kjörgengi í sveit- arstjórnar, safnaða og sýslunefndarmálum, án tillits til þess, hvort þær væru giftar eða ógift- ar, eða hvort gjöld þeirra til bæjarsjóðs væru há eða lág, ef þau að eins væru nokkur. Þetta er stórt spor áleiðis í áttina til þess, að íslenzkar konur fái fult jafnrétti í öðrum greinum, enda væntum vér þess, að ekki þurfi lengur að biða en til næsta þings, að konur hér á landi fái líka full stjórnar- farsleg réttindi, þótt ekki gengi sú stjórnar- skrárbreyting fram á þessu þingi. En þar sem flestallir þingmenn þóttust sammála um, að veita konum þessi réttindi, þá er vonandi, að það gangi fram næst, bæði fyrir giftar og ógiftar konur, með sömu skilyrðum og karl- menn. Eftir þessum nýju bæjarstjórnarlögum, verður kosin ný bæjarstjórn skömmu eftir næstkomandi nýjár, og tala bæjarfulltrúanna fjölgar úr 13 upp í 15. Kjósendatalan hefir eflaust meira en tvöfaldast, þar sem ekki einungis flestar giftar konur bætast við, sem til lögaldurs eru komnar, heldur líka fjöldi karla og kvenna, sem áður hafa ekki goldið 8 krónur í bæjargjald, en gjalda þó eitthvað lítið, sem er nóg til að fullnægja þessum nýju lögum. Nú kemur til kasta vorra reykvísku kvenn- anna, að ganga undan öðrum konum lands- ins með að nota oss þessi tvöföldu réttindi, kosningarréttinn og kjörgengið. Það væri stór svívirðing fyrir oss og illa launuð góð tiltrú og liðsinni þeirra manna, sem barist hafa fyrir þessu máli, bæði hér í bæjarstjórninni og á þinginu, ef vér nú ekki sýndnm áhuga á þessum næstu kosningum, bæði með því að mæta margar á kjörfundinum til þess að gefa atkvæði um það, hverjir skuli næstu ár sitja í bæjarstjórninni, og til að koma kon- um inn í hana. Vér verðum hér að ganga undan karlmönnunum með góðu eftirdæmi og verða allar samtaka með það, hverjar konur vér kjósum. Yfir höfuð verðum vér við kosn- ingarnar að fylgjast allar að málum, og hvorki sinna fortölum annara eða fara eftir því, sem karimennirnir kynnu að óska, ef það væri ekki samkvæmt því, sem meiri hluti kvenna hefði afráðið. í öllum þeim málum, sem snerta vor sérstöku réttindi, erum vér að sjálfsögðu skyldar til að halda saman. Við pólitisku kosningarnar í vetur sem leið á Finnlandi, mættu á kjörfundunum 60 af hverju hundraði kvenna, þrátt fyrir vetr- arhörkur og oft erfiða ferð og þótt margar af þessum konum væru gamlar og slitnar af langri vinnn og þreytu. Þar voru margar háaldraðar gamlar vinnukonur, sem fengu leyfi frá daglegum störfum sínum til að nota sér þessi mikisverðustu mannréttindi þeirra. Hór erum vér því miður ekki komnar svo svo langt. En vór höfum byrjað á byrjun- inni. Vér höfum fyrst fengið kosningarétt- inn í minniháttar málum, sem er eðlilegra. Á Finnlandi voru konur ekki komnar svo langt fyrir stjórnarbyltinguna, en hlut- taka kvenna um alt land í allsherjar vinnu- teppunni, sem mest og bezt reið baggamun- inn til að veita Finnum aftur sín mistu rétt- indi, gerði það sjálfsagt, að konurnar fengju fullkomin stjórnarfarsleg réttindi, um leið og karlmennirnir. Smærri réttindin geta þær nú sjálfar séð um, að þeim verði veitt, þegar þær eru orðnar hluttakandi í löggjöf landsins. Sumstaðar þar, sem konur hafa fengið kosningarétt, hafa þær mætt svo vel á kjör-

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.