Kvennablaðið - 30.09.1907, Side 3
KVENNABLAÐIÐ.
67
svo gestirnir sæju það ekki; það er svo ó-
kvenlegt o. s. frv. En hvað er þá kvenlegt?
Er kvenlegt að vera sá aumingi, að komast
ekki á bak á hest, eða bæjarleið, án karl-
mannshjálpar ? Er kvenlegt að hrópa: „Guð
almáttugur!" ef barn rekur upp org eða fluga
eða mús — þessi hræðilegu dýr(!) — sjást ein-
hverstaðar nærri ? Það er blátt áfram upp-
gerð og tepruskapur, hverjum heiðarlegum
manni, karli og konu til stórskammar og sví-
virðu.
Enn vitum við ekki, hvernig alþingi og
stjórn verða við kröfum okkar um kosninga-
rétt. Enginn óskar innilegar en eg, að svör-
in þau verði góð og engin kona mundi fús-
ari hagnýta sér þann rétt en eg. En eg vil
hafa meira frelsi, andlegt frelsi, svo við verð-
um færar um að hrinda af okkur þeim bönd-
um, sem binda okkur við gamlar kreddur;
kreddur, sem aldrei hefðu átt að vera til.
Byrjum með því að kenna stúlkubörnunum,
að þær sjeu menn fyrst og fremst; hugsandi,
frjálsar verur, á jafnháu stigi og karlmenn;
„neisti af guðs lifandi sálK. Kennum þeim, að
þær geti gengið óstuddar, þurfi ekki að standa
undir verndarvæng karimanna. Þá rís upp
hið sanna kvenfrelsi á íslandi. Og þá getur
enginn sagt, að við höfum ekkert við kosn-
ingarétt að gera.
Þar vildi eg vera, sem kvenþjóðin hefði
fundið sálu sína,—aliar konur. Yæribúin að
grafa hana upp úr dýki prjáls og uppgerðar.
Því við enim engir hugleysingjar. Við þor-
um að reyna, að „vogun vinnur og vogun
tapar“, ef við gætum einungis allar trúað,
að það sé kvenlegt. Hefðum ætíð hugfast,
að teprudrósin, sem ekki getur riðið yflr áar-
sprænu eða hoppað yfir iæk óstudd, er þús-
undfalt minna virði en hin, sem leggur alla
krafta sína fram til þess, að stríða og sigra,
án þess að hugsa um, hvort það sé ókven-
legt eða ekki, þó hin fyrnefnda sé ef til vill
álitlegri sýnum eða betur búin.
Renni sú öld yflr Island, að t.ízkubrúðan
og teprudrósin verði athiægi allra! þá er kven-
frelsi í iandi. Fyr ekki.
Þiugeysk sveitastídka.
----— » —--------
Draumarnir mínir.
Eg á svo marga inndæla drauma,
sem eru mjúkir og bliðir;
einn er stuttur, annar langur,
en allir svo ljúflr og þiðir.
Þó dáleiða blíðast og dilla mér sætast
draumarnir mínir, sem aldrei rætast.
Og eg finn, hvernig draumarnir fjötra mig
fastara og þéttara vefja þeir sig
og blíðara að brjóstinu mínu
og binda mig ásmegin sínu,
láta mig heyra ijóðanið
leiða mig inn í sælan frið,
seiða að augum mér sólperlur glitrandi
svæfa mig ölduhljóm titrandi.
Alt sem eg þrái, svo ákaft, svo heitt
hverja ástríðu, er gerir hjarta mitt þreytt
og von, sem að veitir mér yndi
og vekur mér barnsgleði’ í lyndi,
ljósálfar bera mér ljúflega, þítt,
leita að öllu, sem finst mér blítt,
færa mér óskirnar hjartkærar, hillandi
hjúpa mig sólblæju gyllandi.
Alt, sem að gerir mér lífið langt,
alt lamandi veikjandi, hart og strangt,
alt, sem að þrekinu eyðir
og óskirnar mínar deyðir;
alt, sem eg hata, sem hata eg mest
— sú hugraun leikur mig kaldast og verst —
eg fæ að horfa’ á það dapurt, deyjandi
í duftið aílvana höfuðið beygjandi.
í draumunum er eg heil, ekki liálf,
svo hugprúð og göfug, það er eg sjálf
laus við alla mína mörgu bresti.
í vökunni er eg veik og smá
af vananum fjötruð, í hugsun lág,
að engu verður draumurinn dýri, bezti.
María Jóhannsdóttir.
Sagan af Glsta Berling.
Eftir Selma Lagerlöf.
(Framh.)
Alt þetta, sem leiddi af sér svo mikla ógæfu,
var þó gert í góðu skyni. Júlíus gamli, einn
af Riddurunum, sem var svo vanur öllu þess-
háttar, hafði búið út sýningu, einkum til þess
að Maríanna skyldi fá að ijóma þar í allri
sinni fegurð,