Kvennablaðið - 30.09.1907, Page 4

Kvennablaðið - 30.09.1907, Page 4
68 KVENNABLAÐIÐ. Stóra salnum í Eikabæ var breytt í leikliús, þar sem hinir hundrað boðsgestir sátu. Uppi fyrir miðju leiksviðinu sást á baktjaldinu tungl- ið vaða í skýjum yfir hinum dimmbláa nætur- liimni Spánar Einhver kvennaveiðari kom liljóðlega gang- andi eftir götunum i Sevilla og nam staðar undir blómsturklæddum svölum. Hann var dularklæddur, í munkakufli, en pó sást út- saumaður hvítur handsmokkur gægjast fram undan kuflerminni, og spegilfagur sverðsoddur stingast niður undan kuflfaldinum. Grímumaðurinn hóf upp raust sína og söng þessar vísur: Eg kyssi aldrei unga mey og aldrei lýt að bikars vör, þótt ólgi ilmsætt vín. Við ljósum vöngum lít eg ei, pótt logi vaknað ástarQör og. bros og tillit biðji’ um svör; — mig blindar ei slík sýn. Kom ekki! Eg vil ei pig sjá. F*ín æskufegurð björt og hrein mér ofraun mikil er. Lít kápu mína’ og krans minn á! Mér kær er himna drotning ein. Og vatnið eitt skal mýkja mein, pá mæðu’ að höndum ber. Pegar hann þagnaði, pá kom Maríanna út á svalirnar, klædd í svartan silkibúning með kniplaða slæðu yflr sér. Hún beygði sig út yfir grindurnar og söng hægt og háðslega: Pví dvelur pú hé^-úti einn? Hvort ertu’ að biðja fyrir mér, að sæl min verði sál? Og svo fjörugt og með ástarhita: Nei, flý sem skjótast, svási sveinn, pað sést, að gullinn hjör þú ber; og sálmum pínum hærra hér pitt hljómar spora-stál. Pegar hún slepti orðinu kastaði munkur- inn dulargerflnu og Gústi Berling sást nú standa undir svölunum klæddur gullskreyttum ridd- arabúningi úr silki. Hann gaf ekki gaum að viðvörun hinnar fögru meyjar, lieldur klifraði hann upp aðra súluna undir svölunum og stökk svo inn yfir rimlana upp á svalirnar og féll á kné frammi fyrir Maríönnu, eins og Júlí- us gamli hafði fyrirskipað. Hún brosti náðulega og rétti honum hönd sína til að kyssa á, og [meðan þau nú stóðu parna hugfangin af ást og horfðu hvort á ann- að féll tjaldið. En frammi fyrir Maríönnu hinni fögru, lá Gústi Berling með andlit, sem var viðkvæmt eins og andlit skáldsins og djarflegt eins og andlit herforingja. Djúpu augun hans leiftr- uðu af kátinu og gáfum; pau báðu og hótuðu. Hann var liðlegur, en þó kraftalegur, eldfjör- ugur á svip og ómótstæðilega hugfangandi. Meðan tjaldið var dregið upp og niður aftur, stóðu þau þarna stöðugt hreyfingarlaus. Augu Gústa héldu hinni fögru Maríönnu kyrri; þau báðu og hótuðu. Svo dó lófaklappið smám saman út, tjaldið var kyrt niður dregið. Enginn sá þau. Pá beygði Maríanna hin fagra sig niður og kysti Gústa Berling. Hún vissi ekki því hún gerði pað, en hún varð að gera pað. Hann tók höndunum utan um höfuð hennar og kysti hana aftur og aftur. En það voru svalirnar, tunglskinið, knipl- ingsslæðan, riddarabúningurinn, söngurinn og lófaklappið, sem voru sök í þessu. Veslings ungmennin voru saklaus. Ekki höfðu pau ætlað sér þetta. Ekki hafði hún fleygt greifa- krónunum burtu, sem svifið höfðu yfir höfði hennar, og gengið fram hjá miljónunum, sem lágu við fætur hennar, af löngun til að kyssa Gústa Berling. Og ekki hafði hann enn pá gleymt Önnu Stjernhök. Nei, pau voru bæði saklaus. Hvorugt peirra hafði viljað þetta. Hinn blíðlyndi Lövenborg; hann sem jafn- an brosti með tárin í augunum, átti þennan dag að draga upp tjaldið. Hann var oft svo utan við sig af ýmsum sorgum og áhyggjum, að hann tók lítið eftir pessa heims viðburðum og hlutum, og lét pá eiga sig að mestu. Pegar hann nú sá, að Gústi og Marianna höfðu tekið sér nýjar stellingar, pá hélt hann að petta ætti við sýninguna og fór að draga tjaldið upp. Þau Gústi og Maríanna tóku ekki eftir neinu fyr en nýtt ákaft lófaklapp gall við þeim. Maríanna hrökk við og ætlaði að flýja, en Gústi hélt henni fastri og hvískraði: »Vertu kyr, það heldur að þetta eigi að fylgja með«. Hann fann hvernig hún skalf af ótta, og hvernig eldur kossanna sloknaði á vörum hennar. »Óttastu ekki«, hviskraði hann, »fagrar var- ir hafa rétt til pess að kyssa«. Pau urðu að standa parna meðan tjaldið gekk upp og aftur niður. Og í hvert sinn, er

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.