Kvennablaðið - 07.10.1908, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 07.10.1908, Blaðsíða 2
74 kví;nnablaí)I£>. sé þeirra eina verksviö. Pær megi aldrei miss- ast þaðan, þá fari alt á ringulreið. Pegar menn svo aðgæta að viða á sveita- heimilum eru alls engar vinnukonur að vetrin- um, þá fer að vandast málið. Þar má með sanni segja, að húsmóðirin hafl nóg á sinni könnu: Að annast um börnogbú innanstokks, mjólka kýr og gegna gestum. — Alt i sömu andránni, þá er fullkomlega auðséð, að hún á alls ekki heimangengt. En — ber nokkra nauðsyn til að viðhalda sliku fyrirkomulagi? Er ekki unt að skifta verkunum öðruvísi? Geta ekki karlmennirnir tekið þátt í innistörfum án þess að vanrækja sín eiginstörf eða hlaða tiltölulega meiri störf- um á sig en kvenfólkið. Auðvitað er, að þar sem fáar eða engar vandalausar stúlkur eru, þar eru karlmennirnir lika jafnaðarlega færri. Pað er venjulega að- eins á smærri heimilununi, sem fólki er svo skift. En hörn geta þó oft verið þar mörg. Bar er ætíð vinnu karlmanna háttað svo, að þeir eru búnir að öllum sinum útistörfum kl. 5—6 siðdegis nema ef þeir gefa kúm. Þá er frítimi þeirra 4—5 klt., þótt þeir fari snemma á fætur, þá verður konan einnig að gera það, og vinna svo baki brotnu til kl. 11—12 á kveldin Ef það væri siður, að skifta vinnunni eðli- legar niður, þá hrúguðust smáverkin ekki svo upþ á heimilunum að konurnar gætu aldrei séð sólina fyrir þeim. Et karlmennirnir hirtu meira um sjálfa sig, byggju um rúm sin, hengdu upp föt sín og bustuðu þau, sæktu sér þvottavatn o. fl. o. fl. Þá tækjust af margir snúningar, sem samanlagðir ej’ða miklum tima. A sumrin væri karlmönnunum eins liægt að þvo sokka sína og bæta skóna sína og stúlkunum, sem eyða til þess svefntíma sínum. A vetrum hafa piltar oft örðugri útistörf. En engtn þörf er á að þeir hvili sig svo alt kvöldið að þeir taki ekki til hendinni. Aður unnu fjármenn mikið af reipum, hnappeldum, gjörðum og banddeizl- um á kvöldin. Auk þess kembdu þeir, prjón- uðu og ófu. Allstaðar voru búhagir menn, sem smíðuðu meira eða minna af nauðsynlegustu verkfærum og amboðum. Nær þvi allstaðar smíðuðu menn hestajárn sín sjálfir. —- Nú er mestöll þessi heimavinna úr sögunni. Bótt færri vinnandi karlmenn séu tiltölulega nú á hverju heimili gætu þeir þó eitthvað gert, eftir að þeir koma inn á kvöldin. Auk þess er nú víðast aftekið að standa yflr fé úti að vetrinum, og moka ofan af fyrir því, eins og margir af gömlu fjármönnunum gerðu, svo ekkitefurþað fyrir eða slítur neinum út lengur. Nei, búskaparlagið þarf að breytast bæði í sveitum og kaupstöðum, og skifting vinnunnar að verða öðruvísi. Hcimiiisfærslan þarf að verða eftir kringumstæðunum. Það dugar ekki að hrúga saman störfunum á kvenfólkið, sem nú er innanhúss, eins og meðan það var tveim hlutum fleira. Auk þess vaxa innanhússtörflm með vaxandi hreinlæti og siðmenningu. Pvolt- ur á fötum, áhöldum og herbergjum, tekur nú meiri tíma en þegar baðstofurnar voru skafnar með grasajárnum einusinni á ári, fyrir jólin, og askarnir þvegnir bara fyrir stórhátiðir. Barnahirðingin tekur líka alt annan tíma nú, en þegar konurnar- báru þau með sér á engjarnar og létu þau sitja i ljánni eða lokuðu þau inni hvort hjá öðru, svo þau gætu ekki farið sér að voða eða týnst. Tímarnir breytast og búskaparlagið líka. Af þvi verða karlmennirnir að taka sinn hluta. Litum til Ameríku! Við, sem þykjumst vera svo lýðveldislega sinnuð þjóð, ættum ekki að skammast okkur fyrir neina vinnu. Við verð- um öll að hjálpast að: Piltarnir eiga að vera svo sjálfbjarga að þeir geti komist af þótt þeir hafl ekki altaf þjónustustúlku við hendina, þeir eiga sjálfir að hirða sín daglegu föt, gera sina smásnúninga sjálfir og jafnvel liirða herbergi sin. Til þess hafa þeir jafngóðan tíma og stúlk- ur, sem eru í vinnu allan daginn til kf. 8—10 á hverju kvöldi. Drengirnir eiga að alast upp til að hjálpa til við smásnúninga innanhús eins og telpurnar, þær eiga ekki að alast upp til að vera æfilang ar undirtyllur þeirra heldur jafningjar í öllum greinum. Alt heimilisfólkið á að jafna innan- hússverkunum niður sín á milli eftir kringum- stæðum, og tíma, þá mundi því lærast betri umgengni þegar hver og einn ætti að hirða sitt sjálfur að meira eða minna leyti. Og dreng- irnir ættu líka að venjast við að þvo gólfin. Pví hvers vegna er það eðlilegra, að fátæka konan, sem enga vinnukonu heflr, vaki við gólf- þvott eða ýmislegt annað fram á nótt, og þurfi svo að gæta barna á nóttum, heldur en að maður hennar eða synir hjálpi henni með eitt- hvað af erflðustu verkunum í frístundum sín- um. Nóg verður samt eftir handa henni. — Par sem fátt er um stúlkur að vetrinum ætti fjósamaðurinn að geta mjólkað kýrnar. Pað mundi spara kvennavinnuna, og hann gerir hvort sem er ekki neitt á meðan. Yflr böfuð þarf vinnuskiftingin að breytast á þann hátt að allir séu samtaka í að gera hana svo auðvelda og létta sem unt er. Um- gengnin verður betri, þegar hver maður á heimilinu á að fara svo að segja að sjá um sig og getur ekki skelt sínum verkum upp á aðra. Pá fyrst færu karlmenn að skilja að innistörfin eru lika vinna, sem ekki er einskisvirði, heldur cr jafnmikilsvirði og útiverkin þótt þau séu einlægari og sjáist betur. Pcgar drengirnir

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.