Kvennablaðið - 07.10.1908, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 07.10.1908, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ. 75 læra að ganga jafnt að þeim og systur þeirra, þá verða þeir sjálfstæðari menn á fullorðinsár- ununi og íá meiri virðingu fyrir konum og störfum þeirra, en nú gerist. — -— Mentun. Orðið »mentun« er nú á tímum svo oft um hönd liaft, að við sjálft liggur að það sé orðið væniið. Svo margir bæði karlar og konur eru sagðir vera að »menta sig«, sem ekki sýnast á eftir, hafa fengið minsta snefil af þekkingu um hvað »ment- un« er. Piltarnir eru að »menta sig«, þegar þeir fara um tíma á vetrum til kaupstað- anna og eyða þar hálfum eða heilum dög- um og nóttum á kaffihúsum, veitingaholum og gatnamótum. Stúlkurnar eru einnig að »menta sig«, eða »fullkomna sig« í einhverri »mentun«, þótl þær fari urn tveggja mánaðatíma til bæjanna til að saurna sér kommóðudúk hjá einhverri hannyrðaróðunni, eða karl- mannsbuxur á einhverri karlmannsfata- saumastofunni. Og »fullkomnuninni« er náð þegar peningarnir eru þrotnir, þótt annað hornið af dúknurn sé eftir, eða bux- urnar ekki tilbúnar. Oftast eru það þó piltarnir, sem taka sér lengri tíma til náms, en stúlkurnar. Þeir, sem vilja læra einhverja sértaka iðn, verða að vera þann tíma við námið, sem venja er til og meistarinn heimtar, annars getur hann aldrei leyst af hendi »sveins«-próf, eða náð »fullkomnun«. Slíkt nám tekur ætíð nokkur ár. Enginn býst við að verða full- numa í því á nokkrum vikum. Enaðal gallinn við kvenna-mentun vora er það, að hún er oftast eintómt kák. For- eldrum og vandamönnum barna hefir ver- ið svo umhugað um að tryggja framtíð sona sinna i öllum greinum, að þeir hafa alveg gleymt dætrunum. Þeir hafa marg- oft varið hverjum eyri til náms sona sinna, en dæturnar hafa á meðan mátt vinna heima, sem óbrotnar verkakonur. Og þeg- ar þeir hafa sýnt þá rausn, að kosta dæl- urnar til einhvers náms, þá hafa þeir veitt svo lítið fé til þess, að það hefir ekki hrokk- ið til meira en eins eða í hæsta lagi tveggja vetra náms. — Stundum ef til vill, aðteins til þriggja til sexmánaðatíma. A þessum tíma hafa svo dæturnar ált að verða fullnuma í öllum nauðsynlegustu bóklegum og verklegum námsgreinum. Og liafi j>að ekki tekist, þá er það hinni al- kunnu heimsku kvenna að kenna! Með þessu móti liefir stúlkum orðið innræll sú skoðun, að þær þyrftu syo stuttantíma til að verðs fullnuma í svo mörgu. Því hafa þær ætlað sér að læra földa náms- greina á stuttum tíma. Af því hefir ment- un þeirra orðið of oft eintómt kák, og al'- leiðingarnar eru þær, að menn hafa mist traust á kvenna-mentun og haldið konur ófærar í j'msar slöður. En hvernig geta menn vænst þess að stúlkur geti komist af með örsluttan náms- tíma, þegar þær eiga að Ieggja stund á fjölda margar námsgreinar, bæði bóklegar og verklegar, og verða svo helzt af öllu, fullnuma í þeim öllum. A tveim skóla- árum — sem þvkir æðilangur námstimi fyrir stúlkur, — er ætlast til að þær hafi náð almennri bóklegri mentun, og séu orðnar mjög vel að sér í öllum kvenleg- um hannyrðum, fatasaum, hússtjórn og malreiðslu. Ef þetta tekst ekki, þá eru skólarnir sagðir ónýtir, eða stúlkurnar lieimskingar, og »mentunin« rót alls ódugn- aðar og tepruskapar. Ein af stærstu syndum feðranna við dætur sínar frá fyrri öldum, er sú að koma þessari trú inn hjá þeirn, að fullkomin kvenna-mentun náist á skömmum tíma. \ Til gagnfræðanámsins þurfa piltar þrjú át og hafa þó ekki fengið meira en nauð- synlegustu mentun, til að geta tekið að sér ýms vandaminni störf og þó eru þeir allan tímann eingöngu við bóklegt nám. Búnaðarskólapiltar þurfa að minsta kosti tvö ár til búnaðarnámsins, og eru þar þó alt árið. En stúlkunum er ætlað að verða útlærðar húsmæður í öll-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.