Kvennablaðið - 07.10.1908, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 07.10.1908, Blaðsíða 6
78 KVENNABL ABU). Þegar hann fanst ekki íóru bæöi sj'nir hans og tengdasynir að leita hans kring um bæinn og úti i haganum. Kyndlarnir, sem áttu að lýsa kirkjufólkinu til aftansöngsins á jólanóttinni, voru nú tendraðir og bornir úti í skaíhríðinni upp um allar götur og stíga. En stormurinn hafði söpað öllum sporum burtu, og þyturinn af honum gleypti öll hrópin og köllin, þegar verið var að reyna að kalla á Ingimar gamla. Eeir voru að leita langt iram yflr lágnætti, en sáu þá að það var árangurslaust, og að leitin varð að bíða næsta dags. Undír eins og birti af degi voru allir á Ingimarstöðnm á fótum og karlmennirnir stóðu reiðubúnir til að fara af stað. En þá kom gamla húsmóðirin inn og kallaði á þá inn í stórstofuna. Hún bauð þeim, að setjast niður á langbekkina í stofunni, og settist sjáll við jólaborðið með biblíuna fyrir framan sig, og fór að lesa í henni. Pegar hún nú eftir veik- um mætti, hafði leitað lengi að þvi, sem bezt ætti við tækifærið, þá fann hún loksins sög- una um manninn, sem ferðaðist frá Jerúsalem til Jerikó, og féll i ræningja hendur. Hún stautaði söguna um bágstadda mann- inn og hinn miskunsama Samverja hægt, og syngjandi. Börnin hennar, tengdabörnin og barnabörnin sátu alt um kring liana á bekkj- unum. f*au voru öll lík henni og hvert öðru: ófrið, stórleit og daufleg með öldurmanns hyggi- legan svip. Því þau voru öll af Ingimara- ættinni. 011 voru þau rauðliærð,# freknótt og ljósbláevg, með hvít augnahár. Að öðru leyti gátu þau verið ólík í framgöngu, og háttsemi, en þau höfðu öll harðlega drætti kring um niunninn, sofandi augu og þunglamalegar lireyf- ingai', eins og þeim yrði alt erfitt. En á þeim öllum mátti sjá að þau voru af helzta ríkisfólk- inu í sveitinni, og að þau fundu með sjálfum sér að þau væru meiri en aðrir. 011 Ingimars börn, tengdabörnin og barna- börnin andvörpuðu þunglega undir lestrinum. IJau spurðu sjálfa sig hvort nokkur Samverji mundi hafa fundið húsbóndann, og hjúkrað honjum. Því öllu Ingimarsfólkinu var það eins og að missa einn hluta af sátu sinni ef það heyrði að einhver ógæfa kom fyrir nokkurn af ættinni. Gamla konan hélt nú áfram að iesa þangað til hún kom að spurningunni. »Hver þeirra var þá náungi hans?« En áður en hún gat lesið svarið var dyrunum lokið upp og Ingi- mar gamli kom inn í stofuna. »Móðir min, hann faðir okkar er hérna«, sagði ein af xlætrunum, svo það vai’ð aldrei skýrt frá því, að náungi mannsins væri sá, sem sýnt hafði honum miskunnseini. ------------ [Frh, Eldhússbálkur. —o— Matarleyfar. Til að vera réttilega sparsamir, verða menu að vera hugsunarsamir og þekkja algengustu matreiðslureglur. I stað þess að lleygja leyf- um af kjöti og grænmeti í úrgangsilátið, þarf að aðgæta þær til að vita, hvort þær verða ekki notaðar aftur. Flestar eldastúlkur hafa þann vana, að lleygja smá-matarmolum, sem þó gætu orðið að góðu liði við næstu máltíð, ef rétt væri á haldið. Sósuleifar, sinar, kjöt- bein og fleira þess háttar, sem skaflð er af diskum og lötum má oft nota. Kjöthimnur og sinar má sjóða upp aftur með kjötbeinunum og dálitlu af grænmeti. Petta er alt soðið, þar til soðið er orðið sterkt og bragðgott. Kjöt- bitarnir eru þá skornir i litla ferhyrninga og brún sósa látin yflr, sem búin er til úr brún- uðu smjöri og hveiti, sem er þynt út með kjöt- soðinu. Yflr þetta má láta annað hvort soðnar makrónur eða þykkan jafning úr mjólk, hveiti, litlu af smjöri og einni teskeið af gerpúlveri. Þctta er látið með skeið yflr kjötið, sem er í móti, og brúnu sósunni helt yflr. Ef kjötið er af kálfum eða hænsnum, er þykki mjólkur- jafningurinn betri,,en með nautakjöti eru mak- rónurnar betri. Agætt er líka að búa til lok af lyftibrauði, »butterdej«, yfir mótið áður en það er látið inn í ofninn. Fetta bakasl i ofni hálfa klukkustund. Að nota braitðniola. Margir hirða lítið um gamla brauðmola, og þó má nota þá í margan mat. Bezt er að liala 3—4 blikkkrusir með loki til að geyma i brauð- mola. Afskornar heilar sneiðar má steikja á pönnu. Minni stvkki má skera í ferhyrninga og brúna i feiti ög brúka með ýmsum súpum. Svo eru þeir geyindir tilbúnir í blikkdósinni. Rúgbrauö má þurka steyta og sigta og brúka það svo í ýmsar einfaldar kökur og brauð. Einnig má líka bleyta það upp í vatni og hata það aftur í brauð. Hér skal gefa uppskrift af tveimur aðferð- um að búa lil kökur úr brauðmolum: Tvö egg eru þeytt, bæði rauðan og hvitan, hvort i sínu lagi. Saman við eggjarauðuna er hrært einum bolla af mjólk, hálfum bolla at steyttum sigtuðum brauðmolum og einum bolla al hveiti, sem 2 teskeiðum af gerpúlveri er hrært saman við. Svo eru litlar kökur búnar tilúrþessu, sem eggjahvítan er borin á,og bak- aðar svo í heitum bakaraofni í 20 mínútur. Lika má búa þær til á annan hátt Eggja- rauðurnar og hviturnar eru þeyttar og bætl svo í einum bolla af mjölk. Nokkrar soðnar rúsínur eða sveskjur, eru látnar á botninn i litlum vel smurðum kafflbolla, og steylta brauðinu stráð yfir. Svo er mjólkinni og eggj- unum hclt yfir og bollarnir setlir ofan i vatns- bað (sjóðandi vatn) inn i bakaraofn sem er í meðallagi heitur, í 15—20 mínútur. Þcgar kök- urnar eru orðnar þéttar í miðjunni,þá eru þær bakaðar.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.