Kvennablaðið - 07.10.1908, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 07.10.1908, Blaðsíða 5
KVENN ABLAiHÐ. vissi að ef hann sofnaði, pá væri sér dauðinn vís, þvi reyndi liann að ganga áfram og það var það einasta, sem gat bjargað honum. En þegar hann var kominn af stað þá fór liann að dauðlanga til að setjast aftur niður. Honum l'anst að ef hann einungis fengi að hvila sig, þá kærði hann sig ekki um þótt líf hans væri í veði. Honum tanst hvildin svo þægileg.að lnigsunin um dauðann kvaldi hann ekkert. Hann fann til einskonar ánægju af að hugsa sér, að þegar hann væri dauður, þá yrði lesin upp löng og nákvæm likræða yfir honum i kirkjunni. Hon- um datt í hug hvað gamli prófasturinn hcfði talað fallcga ettir hann föður hans. Og sjálf- sagt yrði margt lofsyrði lika sagt um hann sjálfan. Pað mundi verða minst á að hann ætti fallegustu bújörðina í sveitinni, einnig mundi verða minst á hvaða heiður það væri að vera kominn af góður ættum. Svo mundi cinnig minst á ábyrgðina.------ Jú, jú — það var lika ábyrgð við það, það hafði hann altaf vitað. Maður varð að endast í lengstu lög þegar maður var af Ingimara- æltinni. Pað var eins og Ingimar gamla væri gefið utanundir. Ekki var það neinn heiður fyrir liann aö finnast hérna dauðkalinn uppi í eyði- skóginum. Hann stóð þvi upp og fór að ganga. Páhafði hann setið svo lcngi að snjóhrúgurn- ar hrundu ofan af honum, þegar hann fór að hreyfa sig. En svo settist hann aftur, og sökti sér ofan i hugsanir sínar. Nú komu liugsanirnar um dauðann aftur og urðu honum en ljúfari og hugðnæmari. Hann hugsaði sér hvernig öli jarðarförin færi frain og allan þann heiður, sem hans dauða likama yrði sýndur. Hann sá hvernig stóra veizluborðið yrði dúk- að i hátiðasalnum uppi á efraloftinu. Prófasturinn og prófastsfrúin sætu í öndvegi og sýslumaðurinn með hvitt stífað fellingabrjóst \rfir mjóu bring- unni sinni. Hjá honum sæti majórsfrúin á Eikabæ, í svörtum silkikjól með digra gullfesti margvafða um hálsinn. Hann sá öfl gestaherbergin búin með hvít- um búningi. Hvítar rekkjuvoðir fyrir gluggun- um, og hvita dúka yflr stólum og legubekkjum. Grenikvistir á veginum afla Icið frá forstofunni og að kirkjunni! Par væri bakað og slátrað og bruggað öl í hálfan mánuð fyrir jarðarförina. — Tuttugu viðarfaðmhföðum eytt til eldsneytisins á hálfum mánuði. Líkið fægi á likbörum inni í innri stofunni. Reykjareymur væri i öllum nýhituðu herbergj- unum, — Söngur við kistuna þegar kistulokið / / væri skrúfað á. Silfurskildir ofan á kistulok- inu. — Allur bærinn væri fullur af gestum. 011 sveitin væri í uppnámi af þvi að búa undir »hátíðagönguna«. — Allir kirkjuhattar ný bustaðir. — alt liaustbrennivínið drukkið upp við jarðarförina. Allir vegir úðu og grúðu af fólki eins og um kaupstefnutímann. Aftur hrökk gamli maðurinn npp. Ilann hafði heyrt einlivern tala um sig við jarðar- förina. »En hvernig gat hann farið og orðið úti á þennan hátt?« spurði sýslumaðurinn. »Hvað gathann haft að gera uppi í myrkviðarskógnum?« Rá sagði kapteinninn að það hefði vist verið jólaölinu og brennivininu að kcnna. Petta vakti hann á ný, Ingimarssynirnir voru hófsmenn. Enginn skyldi geta sagt um hann að liann hefði verið viti sinu fjær á sein- ustu æfi augnablikunum. Hann fór afturaf slað. en hann var svo þreyttur, að hann gat varla staðið á fótunum. Hann var kominn langt upp í skóg, það sá hann nú — því hér var jarð- vegurinn grýttur, sem hann var ekki neðar i skógnum. Hann festist með fótinn milli steina og ætlaði varla að geta losað sig. Stundum stóð liann kyr og kveinaði hátL Hann var al- veg þrotinn að kröftum. En rétt í þessu hrasaði hann um koll yfir stóra hríshrúgu. IJann féll svo notalega niður, ofan á snjóugt hrísið að hann gat ekki verið að rísa aftur á fætur. Nú langaði liann lil einskis annars i lieiminum en að sofa. Hann lyfti hrisinu^svolítið upp og skreið inn undir það, eins og það væri feldur. En þegar hann tróð sér þar inn undir, þá fann hann þar citt- hvað mjúkt og hlýtt. »Hér liggur vist björninn í hýði sínu og sefur«, hugsaði hann mcð sér. Hann fann hvernig dýrið hreyfði sig og þefaði kringum hann. En hann lá grafkyr. Honum datt ekki annað í hug en að björninn æti hann upp, og hann mætti það. Hann gat ekki gengið citt spor lcngur tif að flýja. En björninn sýndist ekki gefa um að ónáða þá, sem leituðu hælis undir lians þaki, á slikri ilfviðurs nótt. Ilann flutti sig dálitið lengra lil eins og til að gefa gestinum betra, rúm og sofn- aði svo að vörmu spori aftur. Meðan þessu fór fram hafði ekki fólkið á Ingimarsstöðum haft mikla jólagleði, það hafði leitað að Ingimar gamla Ingimarssvni alla jóla- nóttina. Fvrst var leitað í öllum bænum og öflum fjárhúsunum og öðrum útihúsum. Pað liafði verið leilað nákvæmlega ofan úr þakher- bergjum og niður í kjallara. Síðan varfariðá bæina í kring til að spyrja etlir Ingimar gamla Ingimarssyni.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.