Kvennablaðið - 07.10.1908, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 07.10.1908, Blaðsíða 1
Kvennablaðiðkost* ar 1 kr. 60 au. inn- anlands, erlendis 2 kr.ðO [cent vestan- liafs) '/s vorðsins borgÍ8t fyrfram, en J/i fyrir 15. jrtli. tritiuaBlabtb* UppsÖgn 8krifleg bundin við ára- mót, ógild nema komin aé til út- get. fyrir 1. okt. og kaupandi hafl borgað að fullu. 14. ár. Reykjavík, 7. okt. 1908. M 10. «9 Beztar og ódýrastar saumavélar fást í | vejnaðarvöruverzlun th. chorsteinssens Ingólfhvoli Reykjavík. Verð: 26, 33, 36, 39, 43, 45, 60, 65 til kr. 95 pr. st. ® Allar með 2ja ára ábyrg'ð. (^5^'5^'ÍS Skifting vinnunnar á heimilunum. Fátt er það sem mönnum verður tiðrædd- ara um af búnaðarmálum, en vinnufólkseklan. Ilennar vegna segja menn að allur sveitabú- skapur sé að verða því nær ómögulegur hversu gott árferði og hversu góðar aðrar ástæður sem eru fyrir hendi. Og það eru ekki einungis smá- bændurnir á kotjörðunum sem liða við þetta, heldur einkum þeir sem búa á stóru hlunn- indahöfuðbólunum, sem útheimta mikinn vinnu- kraft ef gæði þeirra eiga að geta komið að gagni. Menn kvarta um að fólkið sé orðið svo kaup- dýrt að búskapurinn risi ekki undir því, að það fáist víða ekki, hvað sem sé í boði, og að margt af því, sem gefi sig i vistir, sé einatt svo vinnu- iítið og ónýtt að það komi að litlu liði. Einkum lieyrast kvartanir um vinnukonu- lcysið. Bændur eru hættir viða að færa frá, vegna þess að þá vantar mjaltakonur. Suin- staðar er sagt að stúlkurnar aftaki með öllu að gera slík verk. Og þótt svo vel sé, að nægileg kvennavinna fáist á sumrin, þá sé naumast hægt að komast af á vetrum með matreiðslu, hirð- ingu heimilanna og þjónustubrögð, þvi þá flytji stúlkurnar með faríuglunnm suður til Reykja- víkur eða annara kaupstaða. Heimilisiðnaðurinn er alveg að hverfa úr sögunni, sem stafar af sömu ástæðum. Stúlk- urnar sem áður spunnu, prjónuðu og ófu eru úr sögunni. Og karlmennirnir, sem áður sátu alla kvöldvökuna við kembingu eða prjón, liggja fyiir löngu i gröfum sínum, og sæti þeirra eru auð. Enginn nútíðar vinnumaður fæst við slíka hluti. Og drengirnir, sem eru að vaxa upp eru ekki vinnusamari eða þægari, sem ekki er held- ur að búast við. Eftirdæmi þeirra eldri hefir áhrif á unga fólkið. Það nennir ekki að sitja við vtnnu þegar fullorðna fólkið sefur eða slæpist, Eiginlega eru pað fremur karlmennirnir en kvenfólkið sem hér er um að ræða. Því all- staðar mun nú fullásett að stúlkur geti aflokið öllum nauösynjaverkum á heimilunum, þótt þær séu að allan daginn. Fn karlmennirnir þurfa vanalegast að hvíla sig alt kvöldið, þegar þeir koma lieim frá útistörfum sínum. Með hliðsjón til þessa fyrirkomulags, segja svo karlmennirnir að það geti aldrei komið til mála að konur megi skifta sér af opinberum tnálum. Við það vanræki þær lieimilin, sem

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.