Kvennablaðið - 20.03.1910, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 20.03.1910, Blaðsíða 6
22 KVENNABLAÐIÐ ura, pá skuluð pið ekki draga hér neitt fegins andvarp og halda að hinir góðu Eikabæjar Herrar hafi nú tengið að sofa í næði um nótt- ina, eftir að peir höfðu komið með hana Marí- önnu, pegar peir fundu hana liggjandi i snjón- um fyrir framan húsdyrnar hans föður hennar og peir höfðu nú útvegað henni gott rúm, i bezta gestaherberginu á Eikabæ, sem var inn- ar af stóra salnum par. Peir lögðust til svefns ogsofnuðu. En ekki varð pað hlutskifti peirra að sofna vært og ró- fega alveg fram að miðdagstima, eins og pú og eg lesari góður, myndum ef til vill hafa gert, ef við hefðum vakað til kl. 4 um nóttina, og verið úrvinda af preytu. Það má sem sé ekki gleymast, að um pess- ar mundir flakkaði majórsfrúin um landið, með beiningapoka á baki og krókstaf í hendi. Pví má heldur ekki gleyma, að pað var ekki hennar venja, pegar hún hafði eitthvað mikið að gera, að hirða um makindi prej'ttra syndara. Og pví síður gat hún gert pað nú, pegar hún hafði ákveðið að í nótt skyldi hún reka Herrana frá Eikabæ. Liðnir voru peir dýrðar dagar pegar hún sat með fullveldi og tign á Eikabæ og stráði ánægju yfir jörðina, eins og Guð stráir stjörn- um um himininn. Og meðan hún flakkaði iiúsvilt um landið pá væru ölf yfirráð og stjórn á hinum stóra herragarði fengin Herrunum til forráða, eins og vindinum er falið að vernda öskuna, eða vorsólunni að geyma snjódrifuna. Stundum bar pað við að Herrarnir óku út sex eða átta saman á einum löngum sleða, með lijölfum og keiri, og fléttuðum taumum. Ef peir mættu pá majórsfrúnni, par sem hún gekk eins og beiningakona, pá litu peir ekki einu sinni undan, heldur reiddi hinn háværi skari krepta hnefana að henni. Og með pví að stýra sleðanum alt i einu út í aðra hliðina, ráku peir hana út í snjóskaflana út i götubrúnunum. Fucks majór, bjarnarveiðarinn, gætti pess jafnan að hrækja prisvar sinnum á eftir, til pess að ónýta áhrifin af pví að hafa mætt kerlingunni. í*eir höfðu enga miskunn með henni. Leið var hún peim sem fordæða, hvar semhúngekk meðfram veginum. Hefði eitthvert óhapp vilj- að henni til, pá mundu peir ekki hafa tekið sér pað nær en sá, sem á páskadagskveldi skýtur af byssu, sem er hlaðin með messings- linöppum og hittir fram hjá fljúgandi galdra- norn. Veslings Herrarnir höfðu nú svariðpaðvið sáluhjálp sína að ofsækja hana. Mennirnir hafa oft verið grimmir og kvalið hver annan með mestu harðýðgi, pegar peir hafa óttast eilífa glötun sina. Pegar Herrarnir seint á nóttum skjögruðu upp frá drykkjuborðinu og fram að glugganum til pess að gæta til veðurs, pá tóku peir oft eftir svörtum skugga, sem sveif yfir hlaðið; pá vissu peir að pað var majörsfrúin, sem kom til pess að sjá aftur hið ástkæra heimili sitt. En pá hristist hcrraálman af hæðnishlátrum pess- ara gömlu syndara, og háðsyrðunum rigndi eins og eiturörvum út um gluggana, niður yfir hana. Sannarlega fór tilfinningaleysi og hatur að bera alt annað ofurliða í hjörtum pessara æfin- týragjörnu purfamanna. Hatrið hafði Sintram gróðursett par. Ekki hefðu sálir peirra verið i meiri voða staddar, pótt majórsfrúin hefði ver- ið kyr í Eikabæ. Fleiri menn farast venjulega á flóttanum en á vigvellinum. Majórsfrúin var afs ekki reið við pessa gleðimenn. Hefði hún ennpá haft völdin, pá myndi hún liafa refsað peim með vendi, eins og ópægðar strákum, og siðan tekið pá aftur i sátt við sig. En nú óttaðist hún að pessi bær, sem hún elskaði svo mjög, sem nú var falinn Herrunum á hendur til stjórnar og verndar, að hann mundi farast í höndum peirra, eins og lömb sem úlfar ættu að gæta, eða vorsæðið, sem krákunum væri falið til umsjónar. Margir eru peir i heiminum, sem polað hafa sömu áhyggjuna. Ekki er hún sú eina sem hefir orðið að horfa á eyðileggingu elsk- aðs heimilis og fmna til pess að sjá velsetnar jarðir vera niðurnýddar. Þeim hefir fundist barnæskuheimilið horfa á sig, eins og sært dýr. Mörgum finst pað eins og peir hafi sjálfir drýgt glæp, pegar peir sjá trén fúna undir grasmaðk- inum og sandgangsstígana hyfjast undir grassverði, pá langar til að fleygja sér niður á pessa bletti, sem fyrrum gáfu svo ríkulega upp- skeru og biöja pá að ákæra sig ekki fyrir pá svívirðingu, sem peir nú yrðu að pola. Peir snúa sér frá augnaráði gömlu hestanna, pví verður einhver hugrakkari að mæta! Ekki voga peir heldur að standa við garðhliðið og sjá búsmalann koma heim af beitinni. (Frh.) Þrætuepli. Undir pessari fyrirsögn verður einn kafli framvegis í Kvennablaðinu. Tilgangurinn er að fá sem fiestar konur til að leggja par orð i belg, og koma fram með mismtinandi skoðanir um ýmis konar mál. Ekki er ætl- ast til að langar umræður verði um hvert mál, heldur að þeim sé hreyft, svo mismunandi skoðanir komist að, ef þeim verður svarað. Helzt ættu greinarnar ekki að vera lengri en einn dálkur í blaðinu. Fær eiga að vera fjörugt rítaðar og mega vera dálítið hniflóttar, en aldrei miðast við einstakar persónur.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.