Kvennablaðið - 30.08.1910, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 30.08.1910, Blaðsíða 1
Kvennablaðiðkost- *r l kr. 60 au. inn- anlands, erlendia 2 kr. [60cent vestan- hafs) */» vrðBÍns borgiat fyrfram, en ja fyrir 15. júli. teutia&tótb* Uppsögn skrifleg bundin við ára- mót, ögild nema korain sé til út- gei. fyrir 1. okt og kaupandi hafl borgað að fullu. 16. ár. Reykjavík, 30. ágúst 1910. M 8. t Florence Nightingale. Plorence Nigthingale. Hinn 14. ágúst síðastl. dó í Lundún- um hin heimsfræga hjúkrunarkona Flor- enceNightingale, »drotning hjúkrunarkvenn- anna« og kvennhetja Krimstríðsins, sem hún hefir með réttu verið kölluð. Nútíðin, sem daglega nj'tur ávaxtanna af æfistarfi Miss Nightingale: hvernig hún umskapaði hermannahjúkrun og spítalavist, hafði hér um bil gleymt því að hún væri enn ofanjarðar. Svo gersamlega hefir hennar meira en 50 ára langi sjúkdómur gert hana ókunna uppvaxandi kynslóðum, að þegar blöðin fyrir nokkrum árum fluttu ósanna flugufregn um dauða hennar, sem þau urðu að afturkalla, þá sögðu menn: Hvað er þetta? Er hún ekki dáin enn þá? Og þetta var konan, sem á sínum tíma var ein af nafnfrægustu mönnum heimsins. Konan sem hreif Longfellow til að yrkja kvæðið: »The lady with the lamp«. „So in that house of misery A lady with the lamp my see Pass through the glimmering gloom And flit frora room to room. And slowly, as in a dream of bliss The speechless suft'erer turns to kiss Her shadow, as it falls Upon the darkening walls. On Englands annals, through the long Hereafter of her speak and song A light its ray shall cast From portals of the past. A lady with the lamp shall stand in the great history of the land A noble type of good Heroic womanhood". Florence Nightingale er fædd í Flor- ens á Italíu 12. maí 1820, þar sem for- eldrar hennar voru þá á ferð. Hún var látin heita eftir borginni. Florence ólst upp á sérstaklega góðu aðalsheimili, þar var bæði auður og gott samkomulag milli foreldranna og barnanna og ekkert til sparað að gera lífið ánægju- legt og vanda uppeldi þeirra, sem var sérstaklega lögð áherzla á. Florence hafði frá fyrstu sérstaklega löngun til að hlynna að öllu sjúku. Fyrst voru það brúðurnar hennar, sem ætíð voru veikar, og hún varð ætíð að lækna aftur. Svo kom röðin að húsdýrunum, og af þeim gaf hún sig mest að þeim veikluðustu, elstu og ljótustu. Einu sinni hitti hún á göngusinni þarígrend- inni, smalahund, sem hafði meiðst, og gat bjargað honum með umhyggju sinni þann- ig, að hann lifði og varð jafngóður aftur, þá varð hún glaðari en frá megi segja. í hinu þakkláta augnaráði hundsins fékk

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.